Miklibær Óslandshlíð 146569 - Umsókn um stofnun lóðar 2 og lóðar 3
Málsnúmer 1701087
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 298. fundur - 01.02.2017
Með umsókn dagsettri 9. janúar 2017 sækir Jón Einar Kjartansson kt. 311068-5209 eigandi jarðarinnar Miklibær (landnr. 146569) í Óslandshlíð um heimild skipulags -og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að skipta tveimur lóðum út úr jörðinni. Miklibær lóð 2, 9005,0 m² og Miklibær lóð 3, 19510,0 m². Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S101 í verki nr. 7605, dags. 3. janúar 2017. Á lóð 2 stendur íbúðarhús með matsnúmer 214-3372 og véla/verkfærageymsla með matsnúmer 214-3378. Á lóð 3 stendur fjós með matsnúmer 214-3373, hlaða með matsnúmer 214-3375, mjólkurhús með matsnúmer 214-3377 og blásarahús með matsnúmer 214-3382. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Miklibær, landnr. 146569. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146569. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.