Samningur um hádegisverð í Ársölum
Málsnúmer 1701147
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 118. fundur - 18.01.2017
Lagt fram bréf frá Stá ehf., dagsett 29. desember 2016, þar sem óskað er eftir að samningi um skólamáltíðir í Ársölum verði breytt og að verð fyrir hverja máltíð hækki frá því sem nú er. Mikilvægt er að ítreka önnur ákvæði samningsins um fjölda máltíða og gæði þannig að þær uppfylli markmið Lýðheilsustöðvar og Manneldisráðs. Nefndin samþykkir erindið.