Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

118. fundur 18. janúar 2017 kl. 13:00 - 14:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri á fjölskyldusviði
  • Anna Jóna Guðmundsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Eyrún Berta Guðmundsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
  • Ólafur Atli Sindrason áheyrnarftr. grunnsk.kennara
Fundargerð ritaði: Bertína Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Raki og mygla í Tröllaborg, Hofsósi

Málsnúmer 1608223Vakta málsnúmer

Vísað er í fundargerð byggðaráðs þann 29/09 2016, varðandi húsnæðismál leikskólans á Hofsósi. Fræðslunefnd leggur áherslu á að málið fái farsælan endi sem fyrst. Unnið er hörðum höndum að lausn málsins.

2.Samningur um hádegisverð í Ársölum

Málsnúmer 1701147Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Stá ehf., dagsett 29. desember 2016, þar sem óskað er eftir að samningi um skólamáltíðir í Ársölum verði breytt og að verð fyrir hverja máltíð hækki frá því sem nú er. Mikilvægt er að ítreka önnur ákvæði samningsins um fjölda máltíða og gæði þannig að þær uppfylli markmið Lýðheilsustöðvar og Manneldisráðs. Nefndin samþykkir erindið.

3.Nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs

Málsnúmer 1611195Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti breytingar sem orðið hafa á reglum um úthlutun úr Námsgagnasjóði sem m.a. fela í sér að skilagrein grunnskóla er ekki lengur skilyrði úthlutunar, heldur er ábyrgðin færð til rekstraraðila skólanna.

4.Vegvísir samstarfsnefndar SNS og KÍ vegna FG í kjarasamningi

Málsnúmer 1701164Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti vegvísi að framkvæmd bókunar 1 með kjarasamningi SNS og KÍ vegna FG frá því 29.nóvember s.l.

Fundi slitið - kl. 14:30.