Veitunefnd - 34
Málsnúmer 1702008F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 352. fundur - 15.03.2017
Fundargerð 34. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 34 Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. mætti á fund nefndarinnar og kynnti kostnaðarútreikninga við hitaveituvæðingu svæða sem liggja utan 5 ára framkvæmdaáætlunnar Skagafjarðarveitna sem nær fram til ársins 2019.
Sviðstjóra er falið að vinna að frekari greiningu á svæðunum. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar veitunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 34 Lögð var fram til kynningar niðurstaða styrkveitinga í verkefninu Ísland ljóstengt fyrir árið 2017. Sveitarfélagið Skagafjörður fékk úthlutað alls 53.510.980.- fyrir 151 tengingu eða 354.377.- pr. tengingu. Að auki hefur Sveitarfélaginu Skagafirði verið úthlutað 9,8 milljónum úr byggðasjóði til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli.
Veitunefnd fagnar þessum framlögum ríkisins til uppbyggingar ljósleiðara í dreifbýli og felur sviðstjóra að vinna að gerð útboðsgagna.
Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar veitunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 34 Tilboð í efnishluta hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi voru opnuð þriðjudaginn 7. febrúar sl. Útboðinu var skipt í tvo hluta í foreinangruð stálrör og foreinangruð plaströr.
Tvö tilboð bárust í verkið; frá Ísrör ehf. upp á 413.719 evrur og frá Set ehf. upp á 384.874 evrur. Set ehf. átti lægsta tilboð í bæði stál- og plaströr.
Veitunefnd samþykkir tilboð lægstbjóðenda og felur sviðstjóra að ganga til samninga við Set ehf. vegna verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar veitunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 34 Lögð var fram til kynningar tilkynning frá Samorku um Samorkuþing sem hladið verður á Akureyri dagana 4. til 5. maí nk. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar veitunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.