Umhverfis- og samgöngunefnd - 124
Málsnúmer 1702012F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 352. fundur - 15.03.2017
Fundargerð 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lögð var fyrir fundinn umsögn frá Brunavörnum Skagafjarðar vegna reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit.
Í umsögninni kemur m.a. fram að ný reglugerð eykur mjög kröfur til einstaklinga sem sinna eldvarnareftirliti og ýtir þar með undir það að eldvarnareftirlit, sérstaklega í minni sveitarfélögum, verði fært til skoðunarstofa.
Nefndin samþykkir umsögnina.
Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 391. fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23. janúar 2017 lögð fram til kynningar á fundi umhverfis-og samgöngunefndar. Bókun fundar 391. fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 23. janúar 2017 lögð fram til kynningar á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Fundargerð 339. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 9. desember 2016 lögð fram til kynningar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands þann 7. desember en þar segir;
"Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 m.kr. í hafnabótasjóð, sem er 400m.kr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegar gert ráð fyrir 1.158m.kr. í hafnabótasjóð.
Á nýliðnu hafnasambandsþingi, sem haldið var 13. til 14. október sl., var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur og er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsins að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu." Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lögð var fram til kynningar skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna óhapps við innsiglingu Sauðárkrókshafnar í apríl á síðasta ári.
Í niðurlagi skýrslunnar er lagt til að settur verði viðeigandi ljósviti á varnargarð (sandfangara) við innsiglingu í höfnina.
Yfirhafnarverði os sviðstjóra er falið að koma upp viðeigandi ljósvita á garðinum. Einnig er lagt til að samsvarandi viti verður settur upp við enda nýs varnargarðs framan við smábátahöfn. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lagt var fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Knappstaðakirkjuvegar nr 7888-01 af vegaskrá. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lagt var fram til kynningar erindi frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu eftirfarandi vega af vegaskrá;
Laugardalsvegar nr 7521-01
Ytri-Svartárdalsvegar nr 7550-01
Hvammsvegar nr 7780-01. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lögð var fram til kynningar drög að aðildaríkjaskýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um innleiðingu Árósarsamningsins. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Lagt var fram erindi frá Högna Elfari Gylfasyni, Korná í Lýtingsstaðahreppi, varðandi snjómokstur.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið og mun taka málið upp við Vegagerðina þar sem um er að ræða helmingamokstur á milli Vegagerðar og Sveitarfélags.
Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 124 Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sviðstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna ástands héraðsvega í Sveitarfélaginu og forgangsröðun verkefna í vega- og hafnarframkvæmdum. Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.