Fara í efni

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 1702013

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 773. fundur - 02.02.2017

Byggðarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 774. fundur - 16.02.2017

Stefán Vagn Stefánsson (B) vék af fundi eftir setningu fundarins og Viggó Jónsson (B) kom inn á fundinn í staðinn. Sigríður Svavarsdóttir (D) tók við fundarstjórn.
Stefán Vagn Stefánsson (B) vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Viggó Jónsson kom inn á fundinn í hans stað.

Lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Í viðaukaunum felst hækkun skammtímakrafna um 23 milljónir króna hjá aðalsjóði vegna Mótunar ehf. og hækkun framkvæmdafjár eignasjóðs um 11,5 milljónir króna vegna endurgerðar Mælifellsréttar. Þessum breytingum verði mætt með lækkun á handbæru fé um 34,5 milljónir króna.

Byggðarráð samþykkir viðaukann með tveimur atkvæðum Sigríðar Svavarsdóttur (D) og Viggós Jónssonar (B). Bjarni Jónsson (V) situr hjá við afgeiðsluna.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi (K) óskar bókað:

Ég er ekki sammála því að setja 23 milljónir króna í Mótun ehf.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 352. fundur - 15.03.2017

Vísað frá 774.fundi byggðarráðs frá 16. febrúar 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



"Stefán Vagn Stefánsson (B) vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Viggó Jónsson kom inn á fundinn í hans stað.

Lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Í viðaukaunum felst hækkun skammtímakrafna um 23 milljónir króna hjá aðalsjóði vegna Mótunar ehf. og hækkun framkvæmdafjár eignasjóðs um 11,5 milljónir króna vegna endurgerðar Mælifellsréttar. Þessum breytingum verði mætt með lækkun á handbæru fé um 34,5 milljónir króna. Byggðarráð samþykkir viðaukann með tveimur atkvæðum Sigríðar Svavarsdóttur (D) og Viggós Jónssonar (B). Bjarni Jónsson (V) situr hjá við afgeiðsluna. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi (K) óskar bókað: Ég er ekki sammála því að setja 23 milljónir króna í Mótun ehf."



Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:

Samþykk hækkun framkvæmdafjár eignasjóðs um 11,5 milljónir króna vegna endurgerðar Mælifellsréttar. Greiði atkvæði gegn hækkun skammtímakrafna um 23 milljónir króna hjá aðalsjóði vegna Mótunar ehf með vísun til bókunar minnar vegna Mótunar í fundargerð byggðaráðs nr.774 liður 1.2 Mótun ehf.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir



Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2017 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með sex atkvæðum. Stefán Vagn Stefánsson tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins, Valdimar Ó Sigmarsson óskar bókað að hann sitji hjá.