Samgönguáætlun
Málsnúmer 1702020
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 124. fundur - 13.02.2017
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur sviðstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna ástands héraðsvega í Sveitarfélaginu og forgangsröðun verkefna í vega- og hafnarframkvæmdum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 125. fundur - 27.02.2017
Umhverfis- og samgöngunefnd mun funda með fulltrúum Vegagerðarinnar miðvikudaginn 8. mars nk. Farið var yfir helstu áherslur Sveitarfélagsins er varða viðhald vega og er vísað í bókun nefndarinnar á 95. fundi nefndarinnar þann 26. febrúar 2014. Áhersla verður lögð á uppbyggingu Reykjastrandavegar og viðhaldsþörf annara tengivega í Skagafirði.
Lögð voru fram til kynningar drög að erindi til siglingasviðs Vegagerðarinnar þar sem lagðar eru fram áherslur og forgangsröðun Skagafjarðarhafna er varða viðhalds- og nýframkvæmdaverkefni.
Fulltrúar Sveitarfélagsins munu funda með siglingasviði Vegagerðarinnar fimmtudaginn 9. mars nk.
Lögð voru fram til kynningar drög að erindi til siglingasviðs Vegagerðarinnar þar sem lagðar eru fram áherslur og forgangsröðun Skagafjarðarhafna er varða viðhalds- og nýframkvæmdaverkefni.
Fulltrúar Sveitarfélagsins munu funda með siglingasviði Vegagerðarinnar fimmtudaginn 9. mars nk.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 126. fundur - 08.03.2017
Umhverfis- og samgöngunefnd hitti fulltrúa Vegagerðarinnar þar sem rætt var almennt um vegabætur í Skagafirði, þau verkefni sem framundan eru á svæðinu að hálfu Vegagerðarinnar og áherslur sveitarfélagsins í vegabótum í Skagafirði.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 127. fundur - 30.03.2017
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar sinnuleysi stjórnvalda í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins og beinir því til ríkisstjórnar og þingmanna kjördæmisins að lagðir verði auknir fjármunir í málaflokkinn. Víða í Sveitarfélaginu Skagafirði má finna vegi sem beinlínis eru hættulegir yfirferðar vegna skorts á viðhaldi.
Nefndin leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í uppbyggingu á Reykjastrandarvegi og Hegranesvegi.
Á síðustu árum hefur umferð um Reykjastrandaveg aukist töluvert og samkvæmt talningum Vegagerðarinnar má gera ráð fyrir að hátt í 50 þúsund ökutæki hafi ekið um veginn árið 2016.
Nefndinni hefur borist erindi frá íbúum Hegraness þar sem óskað er eftir endurbótum og viðhaldi á Hegranesvegi nr. 764. Undir erindið rita allir íbúar Hegraness.
Nefndin leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í uppbyggingu á Reykjastrandarvegi og Hegranesvegi.
Á síðustu árum hefur umferð um Reykjastrandaveg aukist töluvert og samkvæmt talningum Vegagerðarinnar má gera ráð fyrir að hátt í 50 þúsund ökutæki hafi ekið um veginn árið 2016.
Nefndinni hefur borist erindi frá íbúum Hegraness þar sem óskað er eftir endurbótum og viðhaldi á Hegranesvegi nr. 764. Undir erindið rita allir íbúar Hegraness.