Fara í efni

Leikskólahúsnæðið á Hofsósi

Málsnúmer 1702189

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 775. fundur - 23.02.2017

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. febrúar 2017 frá Rúnari Þór Númasyni og Valdísi Brynju Hálfdánardóttur þar sem þau óska eftir að kaupa fasteignina Suðurbraut 7 á Hofsósi þar sem leikskólinn Barnaborg er rekinn í dag.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og hyggst skoða málið nánar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 776. fundur - 02.03.2017

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. febrúar 2017 frá Rúnari Þór Númasyni og Valdísi Brynju Hálfdánardóttur þar sem þau óska eftir að kaupa fasteignina Suðurbraut 7 á Hofsósi þar sem leikskólinn Barnaborg er rekinn í dag. Áður á dagskrá 775. fundar byggðarráðs, 23. febrúar 2017.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið en hafnar því. Ákveðið hefur verið að flytja starfsemi leikskólans Barnaborgar í Félagsheimilið Höfðaborg innan skamms tíma. Byggðarráð vill benda á að þegar fasteignin Suðurbraut 7 verður auglýst til sölu geti bréfritarar sent inn tilboð í eignina hafi þau áhuga á því.