Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Opið bréf til sveitastjórnar vegna vistunarúrræða ungra barna á Sauðárkróki
Málsnúmer 1702188Vakta málsnúmer
2.Skíðadeild Tindastóls - beiðni um fund
Málsnúmer 1702169Vakta málsnúmer
Erindið áður tekið fyrir á 774. fundi byggðarráðs, 16. febrúar 2017.
Fulltrúar skíðadeildar Umf. Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson og Helga Daníelsdóttir komu á fundinn undir þessum dagskrárlið til að ræða núgildandi samning milli deildarinnar og sveitarfélagsins.
Fulltrúar skíðadeildar Umf. Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson og Helga Daníelsdóttir komu á fundinn undir þessum dagskrárlið til að ræða núgildandi samning milli deildarinnar og sveitarfélagsins.
3.Landstólpinn 2017
Málsnúmer 1702129Vakta málsnúmer
Frestað erindi frá 774. fundi byggðarráðs, 16. febrúar 2017. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. febrúar 2017 varðandi samfélagsviðurkenningu Byggðastofnunar, Landstólpann. Óskað er eftir tilnefningu um verðuga handhafa Landstólpans.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna doktor Hólmfríði Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Iceprotein.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna doktor Hólmfríði Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Iceprotein.
4.Kynningarfundur um gerð húsnæðisáætlana Borgartúni 21 28. feb
Málsnúmer 1702242Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. febrúar 2017 frá Íbúðalánasjóði varðandi kynningarfund um gerð húsnæðisáætlana. Kynningarfundurinn verður í Reykjavík, 28. febrúar n.k. í húsnæði Íbúðalánasjóðs.
5.Áskorun frá íbúum og jarðeigendum Skagans um ljósleiðaravæðingu
Málsnúmer 1702204Vakta málsnúmer
Lagður fram undirskriftarlisti frá íbúum og jarðeigendum í Skefilsstaðahreppi hinum forna, þar sem skorað er á sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún gangist fyrir ljósleiðaravæðingu á svæðinu hið allra fyrsta, þ.e. austanverðum Skaga og Laxárdal.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og er sammála um að það sé mikið hagsmunamál fyrir byggðina að hafa góðar net- og fjarskiptatengingar.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og er sammála um að það sé mikið hagsmunamál fyrir byggðina að hafa góðar net- og fjarskiptatengingar.
6.Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 2017
Málsnúmer 1611020Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. febrúar 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi XXXI. landsþing sambandsins sem verður haldið í Reykjavík þann 24. mars n.k.
Byggðarráð mun sækja landsþingið auk sveitarstjóra.
Byggðarráð mun sækja landsþingið auk sveitarstjóra.
7.Leikskólahúsnæðið á Hofsósi
Málsnúmer 1702189Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. febrúar 2017 frá Rúnari Þór Númasyni og Valdísi Brynju Hálfdánardóttur þar sem þau óska eftir að kaupa fasteignina Suðurbraut 7 á Hofsósi þar sem leikskólinn Barnaborg er rekinn í dag.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og hyggst skoða málið nánar.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og hyggst skoða málið nánar.
8.Beiðni um afnot af Litla Skógi v/ bogfimimóts í júní 2017
Málsnúmer 1702185Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Bogveiðifélagi Íslands, dagsett 15. febrúar 2017, þar sem félagið óskar eftir afnotum af Litla-Skógi dagana 20.-25. júní 2017 vegna vallarbogfimimóts. Gengin er fyrirfram ákveðin braut og skotið á skotmörk á mismunandi fjarlægðum. Tvö mót hafa verið haldin á þessum stað og tekist vel.
Byggðarráð samþykkir að leyfa afnot svæðisins þennan tíma gegn því að fyllsta öryggis verði gætt og öll tilskilin leyfi séu til staðar s.s. frá lögregluyfirvöldum.
Byggðarráð samþykkir að leyfa afnot svæðisins þennan tíma gegn því að fyllsta öryggis verði gætt og öll tilskilin leyfi séu til staðar s.s. frá lögregluyfirvöldum.
9.Trúnaðarmál
Málsnúmer 1702246Vakta málsnúmer
Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.
10.Þjónusta við fatlað fólk
Málsnúmer 1702247Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið vék Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir af fundi.
Mál varðandi þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra rædd.
Mál varðandi þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra rædd.
11.Samkomulag um samstarf um Náttúrustofu Norðurlands vestra
Málsnúmer 1702254Vakta málsnúmer
Bjarni Jónsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram drög að samkomulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagastrandar um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
Lögð fram drög að samkomulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Akrahrepps, Húnaþings vestra og Sveitarfélagsins Skagastrandar um samstarf um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
12.Aðalfundur Róta bs. 2016 - fundargerð
Málsnúmer 1701080Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Róta bs. frá 25. janúar 2017.
Fundi slitið - kl. 12:37.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vill koma á framfæri að vinna er í gangi til að leysa þann vanda sem fyrir er.