Fara í efni

Glaumbær - lóð 146031 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1702262

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 300. fundur - 01.03.2017

Helgi Freyr Margeirsson kt. 180382-3729 sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagni á lóð með landnúmer 146031 í Glaumbæ á Langholti. Meðfylgjandi greinargerð gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggur samþykki Gísla Gunnarssonar prests í Glaumbæ, kirkjuráðsmanns og staðarhaldara. Afgreiðslu frestað. Samþykkt að leita umsagnar þjóðminjavarðar á erindinu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 302. fundur - 24.03.2017

Helgi Freyr Margeirsson kt. 180382-3729 sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagni í landi Glaumbæjar, landnúmer 146031. Meðfylgjandi greinargerð gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggja umsagnir Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands og Sr. Gísla Gunnarssonar kirkjuráðsmanns og staðahaldara í Glaumbæ.

Í umsögn Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands kemur fram að Þjóðminjasafnið hafnar því að setja niður matarvagn við umrætt svæði.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi, frá 1. maí til 1. október 2017, fyrir söluvagni við hlið salernishúss eins og meðfylgjandi teikning sýnir en fyrir liggur samþykki umráðamanns jarðarinnar.

Skipulags og byggingarnefnd telur að óhætt sé að gera þessa tilraun á meðan unnið er í deiliskipulagi en sú vinna er nú þegar í gangi.

Fulltrúi Vg og óháðra, Hildur Þóra Magnúsdóttir, óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn umsókninni enda gangi hún þvert á umsögn Þjóðminjasafns Íslands, sem telur að matarvagn á svæðinu samræmist ekki þeirri ásýnd og upplifun sem lagt er upp með að skapa í Byggðasafninu í Glaumbæ. Enn fremur hvetur Þjóðminjasafnið til þess að gert verði deiliskipulag fyrir minjasvæðið og tekur undirrituð heilshugar undir að kraftur verði settur í að flýta því verkefni