Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Páfastaðir 145989 - Umsókn um byggingareit.
Málsnúmer 1702323Vakta málsnúmer
2.Glaumbær II lóð - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1702135Vakta málsnúmer
Birna Valdimarsdóttir kt. 300786-2279 og Þorbergur Gíslason kt. 151184-2519, þinglýstir eigendur lóðarinnar Glaumbær II, lóð, landnr. 224804, sækja um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 738701, dags. 1. febrúar 2017. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir vegtengingu að Sauðárkróksbraut (75) eins og sýnt er á uppdrættinum. Á 300. fundi nefndarinnar sem haldin var 1. mars sl., var afgreiðslu frestað.
Í dag liggja fyrir umbeðnar umsagnir Minjavarðar og Vegagerðarinnar sem óskar eftir að vegtenging að lóð verði færð 20 m í suður m.v það sem sýnt var á ofanrituðum uppdrætti. Nú liggur fyrir breyttur afstöðuuppdráttur, breyting dagsett 21.03.2017 þar sem vegtenging að lóð er færð 20 m til suðurs í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar. Byggingarreitur og vegtenging samþykkt.
Í dag liggja fyrir umbeðnar umsagnir Minjavarðar og Vegagerðarinnar sem óskar eftir að vegtenging að lóð verði færð 20 m í suður m.v það sem sýnt var á ofanrituðum uppdrætti. Nú liggur fyrir breyttur afstöðuuppdráttur, breyting dagsett 21.03.2017 þar sem vegtenging að lóð er færð 20 m til suðurs í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar. Byggingarreitur og vegtenging samþykkt.
3.Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag
Málsnúmer 1702083Vakta málsnúmer
Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga sundlaugar- og íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Greinargerð á uppdrætti ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga unnin hjá Úti Inni arkitektum Þingholtsstræti 27 Reykjavík af Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt dagsett 18.03.2017. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Glaumbær - lóð 146031 - Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 1702262Vakta málsnúmer
Helgi Freyr Margeirsson kt. 180382-3729 sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagni í landi Glaumbæjar, landnúmer 146031. Meðfylgjandi greinargerð gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggja umsagnir Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands og Sr. Gísla Gunnarssonar kirkjuráðsmanns og staðahaldara í Glaumbæ.
Í umsögn Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands kemur fram að Þjóðminjasafnið hafnar því að setja niður matarvagn við umrætt svæði.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi, frá 1. maí til 1. október 2017, fyrir söluvagni við hlið salernishúss eins og meðfylgjandi teikning sýnir en fyrir liggur samþykki umráðamanns jarðarinnar.
Skipulags og byggingarnefnd telur að óhætt sé að gera þessa tilraun á meðan unnið er í deiliskipulagi en sú vinna er nú þegar í gangi.
Fulltrúi Vg og óháðra, Hildur Þóra Magnúsdóttir, óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn umsókninni enda gangi hún þvert á umsögn Þjóðminjasafns Íslands, sem telur að matarvagn á svæðinu samræmist ekki þeirri ásýnd og upplifun sem lagt er upp með að skapa í Byggðasafninu í Glaumbæ. Enn fremur hvetur Þjóðminjasafnið til þess að gert verði deiliskipulag fyrir minjasvæðið og tekur undirrituð heilshugar undir að kraftur verði settur í að flýta því verkefni
Í umsögn Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands kemur fram að Þjóðminjasafnið hafnar því að setja niður matarvagn við umrætt svæði.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi, frá 1. maí til 1. október 2017, fyrir söluvagni við hlið salernishúss eins og meðfylgjandi teikning sýnir en fyrir liggur samþykki umráðamanns jarðarinnar.
Skipulags og byggingarnefnd telur að óhætt sé að gera þessa tilraun á meðan unnið er í deiliskipulagi en sú vinna er nú þegar í gangi.
Fulltrúi Vg og óháðra, Hildur Þóra Magnúsdóttir, óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn umsókninni enda gangi hún þvert á umsögn Þjóðminjasafns Íslands, sem telur að matarvagn á svæðinu samræmist ekki þeirri ásýnd og upplifun sem lagt er upp með að skapa í Byggðasafninu í Glaumbæ. Enn fremur hvetur Þjóðminjasafnið til þess að gert verði deiliskipulag fyrir minjasvæðið og tekur undirrituð heilshugar undir að kraftur verði settur í að flýta því verkefni
5.Flæðagerði 27 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1703147Vakta málsnúmer
Egill Þórarinsson kt 260160-3709 sækir með bréfi dagsettu 10. mars sl. um að fá úthlutað lóðinni nr. 27 við Flæðagerði. Samþykkt að úthluta Agli lóðinni.
6.Geymslugámar í þéttbýli - Sveitarfélagið Skagafjörður
Málsnúmer 1703266Vakta málsnúmer
Af gefnu tilefni vill Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vekja athygli á, með vísan til greina 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð 112/2012,að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á.
Ef þeir lausafjármunir sem getið er um hér að ofan eru staðsettir án stöðuleyfis skal krefja eiganda um að fjarlægja þá innan eðlilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar, að öðrum kosti verði það gert á kostnað eiganda.
a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á.
Ef þeir lausafjármunir sem getið er um hér að ofan eru staðsettir án stöðuleyfis skal krefja eiganda um að fjarlægja þá innan eðlilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar, að öðrum kosti verði það gert á kostnað eiganda.
Fundi slitið - kl. 11:12.
Annars vegar er um að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar, vestur og norður af núverandi fjósi. Hins vegar er um að ræða byggingarreit vegna haugtanks úr forsteyptum einingum, sem staðsettur verður norðan við núverandi fjós. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar og umsögn RARIK vegna nálægðar fjósbyggingar við raflínu. Erindið samþykkt.