Sveitarfélagið Skagafjörður studdist við álit umhverfisráðuneytis þegar tekin var ákvörðun um að skipta skyldi út öllu dekkjagúmmíi á sparkvöllum sveitarfélagsins sumarið 2017. Í tillögu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að þetta sé framkvæmt í áföngum en eigi að síðustu að vera lokið fyrir árslok 2026. Miðað við það er sveitarfélagið að mæta þessum tillögum af miklum myndarbrag.
Það er ekkert í tilmælum ráðuneytisins sem kveður á um að skaðsemi dekkjakurlsins sé þannig að nauðsynlegt sé að völlunum sé lokað. Nefndin telur því óhætt að vellirnir séu opnir fram að gúmmískiptum.
Það er ekkert í tilmælum ráðuneytisins sem kveður á um að skaðsemi dekkjakurlsins sé þannig að nauðsynlegt sé að völlunum sé lokað. Nefndin telur því óhætt að vellirnir séu opnir fram að gúmmískiptum.