Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Miðnætursund-Hofsósi
Málsnúmer 1604148Vakta málsnúmer
Kynnt ósk frá Infinity blue þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um starfsemi í sundlauginnni á Hofsósi. Nefndin óskar eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um aðsókn og rekstrartölur á tilraunatímanum frá í ágúst 2016. Auk þess að forstöðumaður frístunda- og íþróttamála afli upplýsinga um hliðstæða starfsemi annars staðar.
2.Fyrirspurn v. dekkjagúmmis í sparkvöllum
Málsnúmer 1702346Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið Skagafjörður studdist við álit umhverfisráðuneytis þegar tekin var ákvörðun um að skipta skyldi út öllu dekkjagúmmíi á sparkvöllum sveitarfélagsins sumarið 2017. Í tillögu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að þetta sé framkvæmt í áföngum en eigi að síðustu að vera lokið fyrir árslok 2026. Miðað við það er sveitarfélagið að mæta þessum tillögum af miklum myndarbrag.
Það er ekkert í tilmælum ráðuneytisins sem kveður á um að skaðsemi dekkjakurlsins sé þannig að nauðsynlegt sé að völlunum sé lokað. Nefndin telur því óhætt að vellirnir séu opnir fram að gúmmískiptum.
Það er ekkert í tilmælum ráðuneytisins sem kveður á um að skaðsemi dekkjakurlsins sé þannig að nauðsynlegt sé að völlunum sé lokað. Nefndin telur því óhætt að vellirnir séu opnir fram að gúmmískiptum.
3.Frístundastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1703010Vakta málsnúmer
Félags- og tómstundanefnd felur forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að kalla saman starfshóp til að undirbúa drög að frístundastefnu til næstu ára og leggja fyrir nefndina, m.a. verði lögð áhersla á hvernig börnum og unglingum nýtist sem best aðstaða til íþróttataiðkunar í íþróttahúsum og öðrum mannvirkjum. Fyrstu drög verði lögð fyrir nefndina fyrir lok apríl n.k.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi að þessum dagskrárlið loknum
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kom á fundinn.
4.Málefni fatlaðs fólks á Blönduósi
Málsnúmer 1703011Vakta málsnúmer
Farið yfir þjónustu á sambýlinu á Blönduósi í framhaldi af fréttaflutingi í fjölmiðlum 13. til 20. febrúar sl. Sveitarfélagið Skagafjörður tók við ábyrgð á þjónustunni í ársbyrjun 2016 og greip strax til aðgerða til þess að bæta þjónustu. Lögð er rík áhersla á að vel sé staðið að allri þjónustu við íbúa sambýlis og áfram verður markvisst unnið að úrbótum í þjónustu og þeirri vinnu hraðað sem kostur er.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi
5.Dagforeldrar biðlistar
Málsnúmer 1703008Vakta málsnúmer
Kynnt fyrir nefndinni minnisblað vegna dagvistunar ungra barna. Ljóst er að vinna þarf að því að fjölga dagforeldrum. Félags- og tómstundanefnd tekur vel í þær hugmyndir sem þar eru kynntar og felur sviðsstjóra/félagsmálastjóra að vinna áfram að útfærslu og kostnaðargreiningu.
Fundi slitið - kl. 16:00.