Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 241

Málsnúmer 1703002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 352. fundur - 15.03.2017

Fundargerð 241. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 352. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 241 Kynnt ósk frá Infinity blue þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um starfsemi í sundlauginnni á Hofsósi. Nefndin óskar eftir upplýsingum frá fyrirtækinu um aðsókn og rekstrartölur á tilraunatímanum frá í ágúst 2016. Auk þess að forstöðumaður frístunda- og íþróttamála afli upplýsinga um hliðstæða starfsemi annars staðar. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 241 Sveitarfélagið Skagafjörður studdist við álit umhverfisráðuneytis þegar tekin var ákvörðun um að skipta skyldi út öllu dekkjagúmmíi á sparkvöllum sveitarfélagsins sumarið 2017. Í tillögu ráðuneytisins er gert ráð fyrir að þetta sé framkvæmt í áföngum en eigi að síðustu að vera lokið fyrir árslok 2026. Miðað við það er sveitarfélagið að mæta þessum tillögum af miklum myndarbrag.
    Það er ekkert í tilmælum ráðuneytisins sem kveður á um að skaðsemi dekkjakurlsins sé þannig að nauðsynlegt sé að völlunum sé lokað. Nefndin telur því óhætt að vellirnir séu opnir fram að gúmmískiptum.


    Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 241 Félags- og tómstundanefnd felur forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að kalla saman starfshóp til að undirbúa drög að frístundastefnu til næstu ára og leggja fyrir nefndina, m.a. verði lögð áhersla á hvernig börnum og unglingum nýtist sem best aðstaða til íþróttataiðkunar í íþróttahúsum og öðrum mannvirkjum. Fyrstu drög verði lögð fyrir nefndina fyrir lok apríl n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 241 Farið yfir þjónustu á sambýlinu á Blönduósi í framhaldi af fréttaflutingi í fjölmiðlum 13. til 20. febrúar sl. Sveitarfélagið Skagafjörður tók við ábyrgð á þjónustunni í ársbyrjun 2016 og greip strax til aðgerða til þess að bæta þjónustu. Lögð er rík áhersla á að vel sé staðið að allri þjónustu við íbúa sambýlis og áfram verður markvisst unnið að úrbótum í þjónustu og þeirri vinnu hraðað sem kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 241 Kynnt fyrir nefndinni minnisblað vegna dagvistunar ungra barna. Ljóst er að vinna þarf að því að fjölga dagforeldrum. Félags- og tómstundanefnd tekur vel í þær hugmyndir sem þar eru kynntar og felur sviðsstjóra/félagsmálastjóra að vinna áfram að útfærslu og kostnaðargreiningu. Bókun fundar Afgreiðsla 241. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 352. fundi sveitarstjórnar 15. mars 2017 með níu atkvæðum.