Fara í efni

Minjar í Glaumbæjarlandi

Málsnúmer 1703360

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 42. fundur - 05.04.2017

Tekin fyrir ályktun frá Minjaráði Norðurlands vestra um minjar í Glaumbæjartúni.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur undir hvatningu Minjaráðs um nauðsyn þess að ná samkomulagi við landeigendur í Glaumbæ um nýtingu svæðisins í þágu varðveislu minja og aðgengis fyrir almenning. Nefndin hvetur hlutaðeigandi aðila til að hraða þeirri deiliskipulagsvinnu sem í gangi er og ljúka samkomulagi við landeigendur um nýtingu svæðisins.