Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Starfsemi Minjahússins á Sauðárkróki
Málsnúmer 1704017Vakta málsnúmer
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að í ljósi fyrirhugaðra flutninga núverandi starfsemi í Minjahúsinu á Sauðárkróki, verði sýningum og upplýsingamiðstöð ferðamanna í húsinu lokað. Næstu mánuðir verði nýttir til pökkunar muna og flutninga starfseminnar í annað húsnæði.
2.Hugmyndir um uppbyggingu á ferðaþjónustu í Skagafirði
Málsnúmer 1701315Vakta málsnúmer
Erindi þessu var vísað til umfjöllunar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá byggðarráði, 2. mars 2017.
Lagt fram bréf frá Arctic Friends ehf. dagsett 22. febrúar 2017 þar sem félagið óskar eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að reka upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki og lán á uppstoppuðum ísbirni til sýningarhalds.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mælir með því að upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki verði flutt tímabundið sumarið 2017 í Aðalgötu 24, enda verði í samningum kveðið á um sambærilegan eða rýmri opnunartíma upplýsingamiðstöðvar en verið hefur sem og að miðstöðinni verði búin viðunandi aðstaða. Nefndin setur sig ekki á móti því að uppstoppaðir birnir sem eru í vörslu Byggðasafns Skagfirðinga annars vegar og Varmahlíðarskóla hins vegar, verði tímabundið sumarið 2017 varðveittir í húsakynnum Arctic Friends ehf., að veittu samþykki eigenda og umsjónaraðila, og að því gefnu að aðbúnaður og umgjörð sem þeim eru búnir verði ekki lakari en hún er í dag.
Lagt fram bréf frá Arctic Friends ehf. dagsett 22. febrúar 2017 þar sem félagið óskar eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að reka upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki og lán á uppstoppuðum ísbirni til sýningarhalds.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mælir með því að upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki verði flutt tímabundið sumarið 2017 í Aðalgötu 24, enda verði í samningum kveðið á um sambærilegan eða rýmri opnunartíma upplýsingamiðstöðvar en verið hefur sem og að miðstöðinni verði búin viðunandi aðstaða. Nefndin setur sig ekki á móti því að uppstoppaðir birnir sem eru í vörslu Byggðasafns Skagfirðinga annars vegar og Varmahlíðarskóla hins vegar, verði tímabundið sumarið 2017 varðveittir í húsakynnum Arctic Friends ehf., að veittu samþykki eigenda og umsjónaraðila, og að því gefnu að aðbúnaður og umgjörð sem þeim eru búnir verði ekki lakari en hún er í dag.
3.Minjar í Glaumbæjarlandi
Málsnúmer 1703360Vakta málsnúmer
Tekin fyrir ályktun frá Minjaráði Norðurlands vestra um minjar í Glaumbæjartúni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur undir hvatningu Minjaráðs um nauðsyn þess að ná samkomulagi við landeigendur í Glaumbæ um nýtingu svæðisins í þágu varðveislu minja og aðgengis fyrir almenning. Nefndin hvetur hlutaðeigandi aðila til að hraða þeirri deiliskipulagsvinnu sem í gangi er og ljúka samkomulagi við landeigendur um nýtingu svæðisins.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur undir hvatningu Minjaráðs um nauðsyn þess að ná samkomulagi við landeigendur í Glaumbæ um nýtingu svæðisins í þágu varðveislu minja og aðgengis fyrir almenning. Nefndin hvetur hlutaðeigandi aðila til að hraða þeirri deiliskipulagsvinnu sem í gangi er og ljúka samkomulagi við landeigendur um nýtingu svæðisins.
4.Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
Málsnúmer 1603183Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði.
5.Trúnaðarmál
Málsnúmer 1704016Vakta málsnúmer
Fært í trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 17:15.