Fara í efni

Fyrirspurn um lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð

Málsnúmer 1703389

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 781. fundur - 12.04.2017

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. mars 2017 frá Jóni Pálmasyni, Háuhlíð 12, Sauðárkróki. Óskar hann eftir skriflegu svari frá byggðarráði við eftirfarandi fyrirspurn:

„Spurt er hvort að reglugerð um lögreglusamþykktir nr: 1127/2007 sé ekki ennþá í gildi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð ?

Í dag, 29. mars 2017 er vísað í þessa lögreglusamþykkt á heimasíðu sveitarfélagsins, auk þess sem Byggðaráð Skagafjarðar lagði fram til kynningar á fundi nr. 413 - 13. desember 2007, reglugerð um lögreglusamþykktir sem taki gildi 6 mánuðum eftir birtingu í B- deild Stjórnartíðinda 29. nóvember 2007. Mál nr. SV070467“.

Byggðarráð staðfestir að lögreglusamþykkt nr. 1127/2007 er í gildi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.