Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umsagnarbeiðni - þingsályktunartillaga um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga
Málsnúmer 1704094Vakta málsnúmer
2.Endurnýjuð umsókn um stofnframlag til leiguíbúða
Málsnúmer 1701359Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 5. apríl 2017 frá Íbúðalánasjóði til Skagfirskra leiguíbúða hses. þar sem tilkynnt er um niðurstöðu úthlutunarnefndar stofnframlaga. Umsókn Skagfirskra leiguíbúða hses. vegna byggingar tveggja fjögurra íbúða fjölbýlishúsa er samþykkt og verður stofnframlag ríkisins rúmlega 49 milljónir króna.
3.Fyrirspurn um lögreglusamþykkt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð
Málsnúmer 1703389Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. mars 2017 frá Jóni Pálmasyni, Háuhlíð 12, Sauðárkróki. Óskar hann eftir skriflegu svari frá byggðarráði við eftirfarandi fyrirspurn:
„Spurt er hvort að reglugerð um lögreglusamþykktir nr: 1127/2007 sé ekki ennþá í gildi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð ?
Í dag, 29. mars 2017 er vísað í þessa lögreglusamþykkt á heimasíðu sveitarfélagsins, auk þess sem Byggðaráð Skagafjarðar lagði fram til kynningar á fundi nr. 413 - 13. desember 2007, reglugerð um lögreglusamþykktir sem taki gildi 6 mánuðum eftir birtingu í B- deild Stjórnartíðinda 29. nóvember 2007. Mál nr. SV070467“.
Byggðarráð staðfestir að lögreglusamþykkt nr. 1127/2007 er í gildi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
„Spurt er hvort að reglugerð um lögreglusamþykktir nr: 1127/2007 sé ekki ennþá í gildi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð ?
Í dag, 29. mars 2017 er vísað í þessa lögreglusamþykkt á heimasíðu sveitarfélagsins, auk þess sem Byggðaráð Skagafjarðar lagði fram til kynningar á fundi nr. 413 - 13. desember 2007, reglugerð um lögreglusamþykktir sem taki gildi 6 mánuðum eftir birtingu í B- deild Stjórnartíðinda 29. nóvember 2007. Mál nr. SV070467“.
Byggðarráð staðfestir að lögreglusamþykkt nr. 1127/2007 er í gildi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
4.Ársreikningur 2016 - Húsnæðissamvinnufél Skagafj.
Málsnúmer 1704040Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar fyrir árið 2016.
5.Rekstrarupplýsingar 2017
Málsnúmer 1704092Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-febrúar 2017.
Fundi slitið - kl. 15:18.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mælir með því að þessi starfshópur verði skipaður og skipting útsvarstekna skoðuð.