Fara í efni

Skagfirðingabraut 17-21

Málsnúmer 1704022

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 795. fundur - 12.10.2017

Lagt fram verðmat á Skagfirðingabraut 17-21, fnr: 213-2118 frá Ágústi Guðmundssyni löggiltum fasteignasala. Húsið er alls 905 fermetrar. Eigendur hússins eru Sveitarfélagið Skagafjörður 63,48%, Byggðastofnun 35% og Akrahreppur 1,52%. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill skoða hvort Byggðastofnun vilji selja Sveitarfélaginu Skagafirði sinn 35% hlut í húsinu.
Byggðarráð mun óska eftir að fá forstjóra Byggðastofnunar á fund ráðsins til viðræðna.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 796. fundur - 19.10.2017

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill skoða hvort Byggðastofnun vilji selja Sveitarfélaginu Skagafirði sinn 35% hlut í húsinu Skagfirðingabraut 17-21, fnr: 213-2118. Málið áður á dagskrá byggðarráðs 12.10.2017.
Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Magnús Helgasons forstöðumaður rekstrarssviðs Byggðastofnunar komu á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að senda Byggðastofnun tilboð í eignarhluta þeirra.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 807. fundur - 14.12.2017

Í framhaldi af bókun 796. fundar byggðarráðs þann 19. október 2017 sendi sveitarstjóri Byggðastofnun tilboð í 35% eignarhluta stofnunarinnar í fasteigninni Skagfirðingabraut 17-21, fastanúmer 213-2118. Lagður fram tölvupóstur frá Byggðastofnun, dagsettur 11. desember 2017 þar sem tilkynnt er að stjórn stofnunarinnar hafi samþykkt tilboð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í eignarhluta hennar í framangreindri fasteign.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum um kaupin. Fjármögnunin er tekin af fjárfestingarlið eignasjóðs árið 2017.