Skagfirðingabraut 17-21
Málsnúmer 1704022
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 796. fundur - 19.10.2017
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill skoða hvort Byggðastofnun vilji selja Sveitarfélaginu Skagafirði sinn 35% hlut í húsinu Skagfirðingabraut 17-21, fnr: 213-2118. Málið áður á dagskrá byggðarráðs 12.10.2017.
Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Magnús Helgasons forstöðumaður rekstrarssviðs Byggðastofnunar komu á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að senda Byggðastofnun tilboð í eignarhluta þeirra.
Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar og Magnús Helgasons forstöðumaður rekstrarssviðs Byggðastofnunar komu á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að senda Byggðastofnun tilboð í eignarhluta þeirra.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 807. fundur - 14.12.2017
Í framhaldi af bókun 796. fundar byggðarráðs þann 19. október 2017 sendi sveitarstjóri Byggðastofnun tilboð í 35% eignarhluta stofnunarinnar í fasteigninni Skagfirðingabraut 17-21, fastanúmer 213-2118. Lagður fram tölvupóstur frá Byggðastofnun, dagsettur 11. desember 2017 þar sem tilkynnt er að stjórn stofnunarinnar hafi samþykkt tilboð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í eignarhluta hennar í framangreindri fasteign.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum um kaupin. Fjármögnunin er tekin af fjárfestingarlið eignasjóðs árið 2017.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum um kaupin. Fjármögnunin er tekin af fjárfestingarlið eignasjóðs árið 2017.
Byggðarráð mun óska eftir að fá forstjóra Byggðastofnunar á fund ráðsins til viðræðna.