Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt var í upphafi fundar að taka dagskrárlið nr. 8 framfyrir og hefja fundinn á honum.
1.Fasteignirnar Hásæti 5a-5d
Málsnúmer 1311146Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 11. desember 2017 frá héraðsnefnd Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis þar sem Sveitarfélaginu Skagafirði er gert kauptilboð í eignarhlut prófastsdæmisins í fasteignunum við Hásæti 5a-d á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að gera héraðsnefndinni gagntilboð.
Byggðarráð samþykkir að gera héraðsnefndinni gagntilboð.
2.Skagfirðingabraut 17-21
Málsnúmer 1704022Vakta málsnúmer
Í framhaldi af bókun 796. fundar byggðarráðs þann 19. október 2017 sendi sveitarstjóri Byggðastofnun tilboð í 35% eignarhluta stofnunarinnar í fasteigninni Skagfirðingabraut 17-21, fastanúmer 213-2118. Lagður fram tölvupóstur frá Byggðastofnun, dagsettur 11. desember 2017 þar sem tilkynnt er að stjórn stofnunarinnar hafi samþykkt tilboð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í eignarhluta hennar í framangreindri fasteign.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum um kaupin. Fjármögnunin er tekin af fjárfestingarlið eignasjóðs árið 2017.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningum um kaupin. Fjármögnunin er tekin af fjárfestingarlið eignasjóðs árið 2017.
3.Birkimelur 8a - Tilboð
Málsnúmer 1712121Vakta málsnúmer
Lagt fram kauptilboð frá Regínu Jóhannesdóttur í fasteignina Birkimel 8a, Varmahlíð, fastanúmer 214-0786.
Byggðarráð samþykkir að gera Regínu gagntilboð.
Byggðarráð samþykkir að gera Regínu gagntilboð.
Bjarni Jónsson vék af fundi kl. 11:00.
4.Rekstrarsamningur við skíðadeild
Málsnúmer 1709176Vakta málsnúmer
Erindið áður á dagskrá 794. fundar byggðarráðs þann 19. september 2017. Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skíðadeildar Tindastóls um rekstur skíðasvæðisins í Tindastóli.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög með áorðnum breytingum.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög með áorðnum breytingum.
5.Skíðalyfta í Tindastól
Málsnúmer 1709177Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að kaupa nýja skíðalyftu fyrir skíðasvæðið í Tindastóli með þeim fyrirvara að samningur um rekstur skíðasvæðisins hafi verið undirritaður. Fjármögnun kaupanna er tekin af fjárfestingarlið eignarsjóðs á árinu 2017.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 11:55.
6.Rekstrarupplýsingar 2017
Málsnúmer 1704092Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-október 2017.
7.Aðgengismál sundlauganna í Varmahlíð og Hofsósi
Málsnúmer 1711299Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 28. nóvember 2017 frá Sjálfsbjörg, landssambandi hreyfihamlaðra varðandi aðgengisverkefni sambandsins sem var notendaúttekt á sundlaugum. Sundlaugarnar í Varmahlíð og á Hofsósi voru skoðaðar og athugasemdir gerðar við aðgengi hreyfihamlaðra að báðum, utan og innan mannvirkis.
Dagskrárliður 8, mál 1709170 var settur fyrstur á dagskrá.
8.Landsmót UMFÍ 2018
Málsnúmer 1709170Vakta málsnúmer
Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ kom á fundinn og kynnti fyrirhugaða dagskrá og umfang Landsmóts UMFÍ 2018 á Sauðárkróki. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið Gunnar Þór Gestsson stjórnarmaður í UMFÍ, Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS, Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Ingvar Gýgjar Sigurðarson verkstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Sigfús Ingi Sigfússon verkefnisstjóri, Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnisstjóri, Þorvaldur Gröndal forstöðumaður íþrótta- og æskulýðsmála, Selma Barðdal skólafulltrúi og Viggó Jónsson sveitarstjórnarmaður.
Fundi slitið - kl. 12:10.