Fara í efni

Gjaldskrá niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum

Málsnúmer 1704043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 780. fundur - 06.04.2017

Lögð fram gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykkt voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs.

Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hækka gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum um 20% og bæta við sérstökum foreldragreiðslum ef foreldrum stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Einnig mun byggðarráð tryggja dagforeldri niðurgreiðslu sem svarar þremur börnum í 11 mánuði á ári.

Bjarni Jónsson (VG) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 353. fundur - 12.04.2017

Vísað frá 780. fundi byggðarráðs frá 6. apríl 2017, með svohljóðandi bókun:



"Lögð fram gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykkt voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hækka gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum um 20% og bæta við sérstökum foreldragreiðslum ef foreldrum stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Einnig mun byggðarráð tryggja dagforeldri niðurgreiðslu sem svarar þremur börnum í 11 mánuði á ári.



Ofangreind gjaldskrá borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson (VG) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins."