Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fræðslunefnd - 120
Málsnúmer 1704002FVakta málsnúmer
Fundargerð 120. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvqason kynnti fundargerð, enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 120 Tillaga að breytingum á reglum um innritun og innheimtu í leikskólum Skagafjarðar lagðar fram. Nefndin samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar fræðslunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 120 Tekið fyrir erindi frá foreldrum barna í leikskólanum Barnaborg á Hofsósi, þar sem lýst er áhyggjum af stöðu leikskólamála þar. Með vísan í bókun byggðarráðs frá 30. mars s.l. telur nefndin að búið sé að finna viðeigandi lausn til bráðabirgða á leikskólamálum á Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar fræðslunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 120 Lagt fram erindi frá Menntamálastofnun um innleiðingu á nýjum námsmatskvarða við loka grunnskóla. Þar er áréttað að frá og með vori 2017 skulu allir grunnskólar með 10. bekk hafa lokið innleiðingu á nýjum námsmatskvarða A-D við lok 10. bekkjar grunnskóla. Ráðuneytið ítrekar jafnframt að skólar skulu ekki nota vörpun við einkunnagjöf, þ.e.umreikna einkunnir í tölum yfir í bókstafina A-D. Grunnskólar skulu í öllum tilvikum styðjast við
hæfni- og matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og 2013 við einkunnagjöf nemenda í 10.
bekk. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar fræðslunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 120 Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, f.h. verkefnisstjórnar ,,Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði" þar sem tilkynnt er um að fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sé veittur styrkur að upphæð 7 milljónir króna til kaupa á spjaldtölvum fyrir grunnskóla Skagafjarðar. Fræðslunefnd þakkar þann hlýhug sem atvinnulífið sýnir skólum Skagafjarðar með þessum myndarlega styrk. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar fræðslunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 120 Á fundi sínum þann 9. febrúar s.l. samþykkti nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, að auglýsa eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum, en þá þegar höfðu tveir aðilar óskað eftir að taka Sólgarðaskóla á leigu til ferðaþjónustu sumarið 2017. Nefndin þakkar Erni fyrir umsóknina en hefur ákveðið að ganga til samninga við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarson. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar fræðslunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 120 Á fundi sínum þann 9. febrúar s.l. samþykkti nefndin, í samráði við formann félags- og tómstundanefndar, að auglýsa eftir aðilum til að leigja Sólgarðaskóla og annast umsjón með sundlauginni á Sólgörðum, en þá þegar höfðu tveir aðilar óskað eftir að taka Sólgarðaskóla á leigu til ferðaþjónustu sumarið 2017. Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Alfreð Símonarson. Bókun fundar Afgreiðsla 120. fundar fræðslunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
2.Skagafjarðarveitur-Hitaveita- Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn og ljósleiðara í Lýtingsstaðhreppi hinum forna
Málsnúmer 1703282Vakta málsnúmer
Vísað til sveitarstjórnar frá 303. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. apríl 2017og þannig bókað:
"Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, sækja um leyfi til að leggja hitaveitulagnir frá borholu við Hverhóla inn Vesturdal að Bjarnastaðahlíð og að bæjum í Svartárdal og Tungusveit norður að Brúnastöðum á árinu 2017. Lagðir verða ljósleiðarastrengir með hitaveitulögnunum. Einnig er óskað eftir leyfi til lagningar ljósleiðarastrengja frá Varmahlíð að Steinsstöðum, drátt strengja í ídráttarrör frá Steinsstöðum að Mælifelli og lögn ljósleiðarastrengja þaðan og fram að Brúnastöðum. Tengja á ljósleiðara að bæjum á þessari leið, að Dalsplássi austan Steinsstaða og þremur svæðum út frá hitaveitulögninni í Svartárdal og Vesturdal. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skagafjarðarveitum verði veitt framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdinni."
Ofangreint framkvæmdaleyfi um lagningu stofnlagnar og ljósleiðara, borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, sækja um leyfi til að leggja hitaveitulagnir frá borholu við Hverhóla inn Vesturdal að Bjarnastaðahlíð og að bæjum í Svartárdal og Tungusveit norður að Brúnastöðum á árinu 2017. Lagðir verða ljósleiðarastrengir með hitaveitulögnunum. Einnig er óskað eftir leyfi til lagningar ljósleiðarastrengja frá Varmahlíð að Steinsstöðum, drátt strengja í ídráttarrör frá Steinsstöðum að Mælifelli og lögn ljósleiðarastrengja þaðan og fram að Brúnastöðum. Tengja á ljósleiðara að bæjum á þessari leið, að Dalsplássi austan Steinsstaða og þremur svæðum út frá hitaveitulögninni í Svartárdal og Vesturdal. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skagafjarðarveitum verði veitt framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdinni."
Ofangreint framkvæmdaleyfi um lagningu stofnlagnar og ljósleiðara, borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
3.Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag
Málsnúmer 1702083Vakta málsnúmer
Vísað frá 302. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24.mars 2017 og þannig bókað:
"Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga sundlaugar- og íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Greinargerð á uppdrætti ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga unnin hjá Úti Inni arkitektum Þingholtsstræti 27 Reykjavík af Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt dagsett 18.03.2017. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ofangreind deiliskipulagstillaga borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir jafnframt að framangreind deiliskipulagstillaga sé auglýst á viðtekinn hátt.
"Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga sundlaugar- og íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Greinargerð á uppdrætti ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga unnin hjá Úti Inni arkitektum Þingholtsstræti 27 Reykjavík af Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt dagsett 18.03.2017. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ofangreind deiliskipulagstillaga borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir jafnframt að framangreind deiliskipulagstillaga sé auglýst á viðtekinn hátt.
4.Gjaldskrá niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum
Málsnúmer 1704043Vakta málsnúmer
Vísað frá 780. fundi byggðarráðs frá 6. apríl 2017, með svohljóðandi bókun:
"Lögð fram gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykkt voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hækka gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum um 20% og bæta við sérstökum foreldragreiðslum ef foreldrum stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Einnig mun byggðarráð tryggja dagforeldri niðurgreiðslu sem svarar þremur börnum í 11 mánuði á ári.
Ofangreind gjaldskrá borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson (VG) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins."
"Lögð fram gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykkt voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hækka gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum um 20% og bæta við sérstökum foreldragreiðslum ef foreldrum stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Einnig mun byggðarráð tryggja dagforeldri niðurgreiðslu sem svarar þremur börnum í 11 mánuði á ári.
Ofangreind gjaldskrá borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson (VG) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins."
5.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur
Málsnúmer 1703008Vakta málsnúmer
Vísað frá 780. fundi byggðarráðs frá 6. apríl 2017,með svohljóðandi bókun:
"Lögð fram drög að breyttum reglum um um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykktar voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlögð drög að reglum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur."
Ofangreindar reglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
"Lögð fram drög að breyttum reglum um um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykktar voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlögð drög að reglum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur."
Ofangreindar reglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
6.Veitunefnd - 35
Málsnúmer 1703008FVakta málsnúmer
Fundargerð 35. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð, enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 35 Sviðstjóri kynnti nefndarmönnum hagkvæmnisathugun á þeim svæðum sem liggja utan 5 ára áætlunar Skagafjarðarveitna.
Samkvæmt núgildandi framkvæmdaáætlun verður lögð hitaveita í Deildardal, Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal árin 2018 og 2019 og eru það síðustu framkvæmdir á áætluninni sem samþykkt var árið 2014.
Mikill áhugi er á hitaveituframkvæmdum hjá íbúum og fasteignaeigendum utan þeirra svæða sem framkvæmdaáætlunin nær til og hefur því á síðustu misserum verið unnið að athugun á þeim svæðum sem raunhæft er að leggja hitaveitu.
Svæðin sem um ræðir eru Efribyggð, norðanvert Hegranes, Reykjaströnd að hluta auk stakra tenginga innan núverandi svæða.
Niðurstöður þessarar athugunar liggja fyrir og verða íbúar og landeigendur hvers svæðis fyrir sig boðaðir á fund veitunefndar þar sem þeim verða kynntar niðurstöður. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar veitunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 35 Nefndarmönnum var sýnd stutt kynning vegna íbúafundar um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í menningarhúsinu Miðgarði fimmtudaginn 16. mars. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar veitunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 35 Útboðsgögn vegna vinnuhluta hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi voru kynnt. Lagning ljósleiðara er innifalinn í vinnuútboði. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar veitunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 127
Málsnúmer 1703021FVakta málsnúmer
Fundargerð 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð, Ásta Björg Pálmadóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Tekið var fyrir erindi frá Hafnasambandi Íslands. Í erindinu er verið að kanna áhuga aðildarhafna um þátttöku í gerð sjónvarpsþátta um hafnir til að kynna starfsemi þeirra.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að svara Hafnasambandinu. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 392. fundargerð Hafnarsambands Íslands frá 17. ferbrúar 2017, lögð fram til kynningar á 127. fundi umhverfis- og samgöngunefndar 30. mars 2017. Bókun fundar 392. fundargerð Hafnarsambands Íslands frá 17. ferbrúar 2017, lögð fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 10. janúar og 23. febrúar 2017 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 10. janúar og 23. febrúar 2017 lagðar fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar sinnuleysi stjórnvalda í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins og beinir því til ríkisstjórnar og þingmanna kjördæmisins að lagðir verði auknir fjármunir í málaflokkinn. Víða í Sveitarfélaginu Skagafirði má finna vegi sem beinlínis eru hættulegir yfirferðar vegna skorts á viðhaldi.
Nefndin leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í uppbyggingu á Reykjastrandarvegi og Hegranesvegi.
Á síðustu árum hefur umferð um Reykjastrandaveg aukist töluvert og samkvæmt talningum Vegagerðarinnar má gera ráð fyrir að hátt í 50 þúsund ökutæki hafi ekið um veginn árið 2016.
Nefndinni hefur borist erindi frá íbúum Hegraness þar sem óskað er eftir endurbótum og viðhaldi á Hegranesvegi nr. 764. Undir erindið rita allir íbúar Hegraness.
Bókun fundar Sigríður Magnúsdóttir gerir tillögu um að sveitarstórn geri bókun umhverfis- og samgöngnefndar að sinni.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar sinnuleysi stjórnvalda í viðhaldi og uppbyggingu vegakerfisins og beinir því til ríkisstjórnar og þingmanna kjördæmisins að lagðir verði auknir fjármunir í málaflokkinn. Víða í Sveitarfélaginu Skagafirði má finna vegi sem beinlínis eru hættulegir yfirferðar vegna skorts á viðhaldi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í uppbyggingu á Reykjastrandarvegi og Hegranesvegi. Á síðustu árum hefur umferð um Reykjastrandaveg aukist töluvert og samkvæmt talningum Vegagerðarinnar má gera ráð fyrir að hátt í 50 þúsund ökutæki hafi ekið um veginn árið 2016. Umhverfis- og samgöngunefnd hefur borist erindi frá íbúum Hegraness þar sem óskað er eftir endurbótum og viðhaldi á Hegranesvegi nr. 764. Undir erindið rita allir íbúar Hegraness.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið úthlutað styrk til uppsetningu tveggja hraðhleðslustöðva í Varmahlíð og á Sauðárkróki á árinu 2017.
Lagt var fyrir fundinn yfirlit yfir mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum.
Nefndin leggur til að hraðhleðslustöðvar verði staðsettar við sundlaugar á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Lögð voru fyrir fundinn drög að nýjum bílastæðum við leikskólann Ársali, yngra stig, við Víðigrund.
Þörf er á fleiri bílastæðum við leikskólann þar sem bílastæði fyllast iðulega um morgun og síðdegi þegar verið er keyra börn í og úr leikskóla. Alls er gert ráð fyrir að bæta við 12 bílastæðum við leikskóla sem verða staðsett norðan við núverandi bílastæði í beinu framhaldi af nýjum bílastæðum sem verið er að útbúa sunnan við Víðigrund 5, Oddfellowhúsið.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Ákveðið að sviðstjóri fari í Borgarbyggð til að kynna sér tilhögun sorphirðu í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 127 Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi við OK Gámaþjónustu vegna leigu á geymslusvæði á Gránumóum.
Nefndin samþykkir samningsdrögin og felur sviðstjóra að ganga frá samningum við OK Gámaþjónustu.
Bókun fundar Afgreiðsla 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
8.Skipulags- og byggingarnefnd - 303
Málsnúmer 1703028FVakta málsnúmer
Fundargerð 303. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð, enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Kristján Elvar Gíslason kt. 19076-3919 og Stefanie Wermelinger kt. 300884-4239 sækja um lóðina Iðutún 2 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta Kristjáni Elvari og Stefani Wermelinger lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 303. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Þórhildur Sverrisdóttir kt. 030191-2939 og Stefán Agnar Gunnarsson kt. 071085-3179 sækja um lóðina Iðutún 4 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta Þórhildi og Stefáni Agnari lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 303. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Hörður Snævar Knútsson kt. 171273-4189 sækir fh. K- Taks ehf. Borgartúni 1 Sauðárkróki kt. 630693-2259, sæki um parhúsalóðina Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta K-taki lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 303. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, sækja um leyfi til að leggja hitaveitulagnir frá borholu við Hverhóla inn Vesturdal að Bjarnastaðahlíð og að bæjum í Svartárdal og Tungusveit norður að Brúnastöðum á árinu 2017. Lagðir verða ljósleiðarastrengir með hitaveitulögnunum.
Einnig er óskað eftir leyfi til lagningar ljósleiðarastrengja frá Varmahlíð að Steinsstöðum, drátt strengja í ídráttarrör frá Steinsstöðum að Mælifelli og lögn ljósleiðarastrengja þaðan og fram að Brúnastöðum. Tengja á ljósleiðara að bæjum á þessari leið, að Dalsplássi austan Steinsstaða og þremur svæðum út frá hitaveitulögninni í Svartárdal og Vesturdal. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skagafjarðarveitum verði veitt framkvæmdarleyfi fyrir framkvæmdinni.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 17, "Skagafjarðarveitur - Hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn og ljósleiðara í Lýtingsstaðahreppi hinum forna" Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Austari ehf.,sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðugáma á landi Hafgrímsstaða (landnr. 146169). Gámarnir verða staðsettir á byggingarreit, sem samþykktur var á 292. fundi nefndarinnar á grunni afstöðuuppdráttar gerðum hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni.
Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 776501, útg. dags. 11.08.2016. Á uppdrættinum koma fram tengingar fráveitu í rotþró, neysluvatns og rafmagns. Sótt er um stöðuleyfi til eins árs. Tilgangur stöðuleyfis er að koma fyrir sjö gistigámum í eigu Austari ehf. Gámarnir munu hvíla á steinsteyptum undirstöðum. Fyrir liggur samþykki Guðmundar Inga Elíssonar eiganda Hafgrímsstaða. Erindið samþykkt. Stöðuleyfi veitt til eins árs.
Bókun fundar Afgreiðsla 303. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Með bréfi dagsettu 10. mars sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða 20,5 ha. skógrækt að Stóru-Gröf syðri í Skagafirði landnr. 146004. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur sem gerir grein fyrir erindinu. Á því svæði sem sótt er um fer 66kv raflína frá Varmahlíð til Sauðárkróks og er sú línulega mörkuð í aðalskipulagi. Einnig er fyrirhugað að leggja 66kv rafstreng með línunni. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að umsækjandi skili inn nánari gögnum um hvernig staðið skuli að plöntun í nágrenni raflínunnar. Afgreiðslu frestað þar til þau gögn liggja fyrir.
Bókun fundar Afgreiðsla 303. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Með bréfi dagsettu 28. febrúar sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða stækkun á skógrækt að Mælifellsá. landnr. 146004. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012.
Erindinu fylgir hnitsettur uppdráttur sem gerir grein fyrir erindinu.
Skipulags- og byggingarnefnd vill vegna þessarar umsóknar árétta að í staðfestu aðalskipulagi sveitarfélagsins er fjallað um nýja byggðalínu 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar, Blöndulínu 3. Koma þar tvær línuleiðir til greina, svokölluð efribyggðarleið og leiðin fram miðhéraðið, svokölluð Héraðsvatnaleið. Í aðalskipulaginu hefur ekki verið tekin afstaða til línuleiða og er skipulagi frestað á þeim svæðum sem til greina koma sem lagnaleið.
Vinna við breytingu á aðalskiplaginu er nú hafin, m.a. með það að markmiði að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3. Með vísan til gildandi aðalskipulags þar sem framangreint svæði er hugsanlega ætlað undir nýja byggðalínu getur fyrirhuguð stækkun skógræktar orðið ósamrýmanleg þeim fyrirhuguðu landnotum. Þess vegna og þar sem um er að ræða framkvæmd sem fellur undir ákvæði 2. mgr. 4. gr. rgj. 772/2012 telur skipulags- og byggingarnefnd að um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd sé að ræða. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara erindinu með vísan til framanritaðs og frekari lagalegra sjónarmiða.
Bókun fundar Afgreiðsla 303. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Fundargerð 42. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 9. mars 2017 lagður fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Fundargerð 43. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 16. mars 2017 lagður fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Fundargerð 44. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 24. mars 2017 lagður fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Fundargerð 45. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa frá 28.mars 2017 lagður fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 303 Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 6. janúar 2016 var bókað að fyrir lægi erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála, dagsett 9. desember 2015 sem hafði til umfjöllunar kæru Sigurlaugar Reynaldsdóttur Drekahlíð 4, þar sem kærð er ákvörðun sveitarfélagsins að hafna umsókn um stækkun á bílastæði/innkeyrslu að Drekahlíð 4 á Sauðárkróki.
Málið snérist um lögmæti ákvörðunnar sveitarstjórnar um að hafna umsókn kæranda og eiginmanns hennar um breikkun á innkeyrslu að húsi þeirra að Drekahlíð 4 og um lögmæti synjunar sveitarstjórnar á beiðni þeirra um endurupptöku þeirrar ákvörðunar.
Nú liggur fyrir úrskurður úrskurðarnefndarinnar og er niðurstaðan tvíþætt:
Kröfu um ógildingu á upphaflegri efnislegri afgreiðslu er vísað frá á þeirri forsendu að ákvörðunin var orðin of gömul þegar hún var kærð til úrskurðarnefndarinnar.
Þá er hafnað kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar um að synja um endurupptöku málsins á þeirri forsendu að ekki verði séð að upphaflega afgreiðslan hafi byggt á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum.
Bókun fundar Afgreiðsla 303. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni
9.Skipulags- og byggingarnefnd - 302
Málsnúmer 1703018FVakta málsnúmer
Fundargerð 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Sigurður Baldursson kt. 270963-2349 og Guðrún Kristín Jóhannesdóttir kt. 200861-4269, þinglýstir eigendur Páfastaða, landnr. 145989, sækja um heimild til þess að stofna tvo byggingarreiti í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 22. feb. 2017, breytt 13. mars 2017. Númer uppdráttar er S101 í verki nr. 7783-01.
Annars vegar er um að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar, vestur og norður af núverandi fjósi. Hins vegar er um að ræða byggingarreit vegna haugtanks úr forsteyptum einingum, sem staðsettur verður norðan við núverandi fjós. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar og umsögn RARIK vegna nálægðar fjósbyggingar við raflínu. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Birna Valdimarsdóttir kt. 300786-2279 og Þorbergur Gíslason kt. 151184-2519, þinglýstir eigendur lóðarinnar Glaumbær II, lóð, landnr. 224804, sækja um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 738701, dags. 1. febrúar 2017. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir vegtengingu að Sauðárkróksbraut (75) eins og sýnt er á uppdrættinum. Á 300. fundi nefndarinnar sem haldin var 1. mars sl., var afgreiðslu frestað.
Í dag liggja fyrir umbeðnar umsagnir Minjavarðar og Vegagerðarinnar sem óskar eftir að vegtenging að lóð verði færð 20 m í suður m.v það sem sýnt var á ofanrituðum uppdrætti. Nú liggur fyrir breyttur afstöðuuppdráttur, breyting dagsett 21.03.2017 þar sem vegtenging að lóð er færð 20 m til suðurs í samræmi við ábendingar Vegagerðarinnar. Byggingarreitur og vegtenging samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga sundlaugar- og íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Greinargerð á uppdrætti ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga unnin hjá Úti Inni arkitektum Þingholtsstræti 27 Reykjavík af Baldri Ó. Svavarssyni arkitekt dagsett 18.03.2017. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 16, "Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag" Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Helgi Freyr Margeirsson kt. 180382-3729 sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir matarvagni í landi Glaumbæjar, landnúmer 146031. Meðfylgjandi greinargerð gerir grein fyrir erindinu. Fyrir liggja umsagnir Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands og Sr. Gísla Gunnarssonar kirkjuráðsmanns og staðahaldara í Glaumbæ.
Í umsögn Guðmundar L. Hafsteinssonar fh. Þjóðminjasafns Íslands kemur fram að Þjóðminjasafnið hafnar því að setja niður matarvagn við umrætt svæði.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að veita tímabundið stöðuleyfi, frá 1. maí til 1. október 2017, fyrir söluvagni við hlið salernishúss eins og meðfylgjandi teikning sýnir en fyrir liggur samþykki umráðamanns jarðarinnar.
Skipulags og byggingarnefnd telur að óhætt sé að gera þessa tilraun á meðan unnið er í deiliskipulagi en sú vinna er nú þegar í gangi.
Fulltrúi Vg og óháðra, Hildur Þóra Magnúsdóttir, óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn umsókninni enda gangi hún þvert á umsögn Þjóðminjasafns Íslands, sem telur að matarvagn á svæðinu samræmist ekki þeirri ásýnd og upplifun sem lagt er upp með að skapa í Byggðasafninu í Glaumbæ. Enn fremur hvetur Þjóðminjasafnið til þess að gert verði deiliskipulag fyrir minjasvæðið og tekur undirrituð heilshugar undir að kraftur verði settur í að flýta því verkefni
Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Lagt er til að umsókn Helga Margeirssonar um stöðuleyfi fyrir matarvagn við Glaumbæ verði send til umsagnar hjá atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd og Umhverfis,- og samgöngunefndar sveitarfélagsins áður en sveitarstjórn afgreiðir málið af sinni hálfu.
Greinargerð:
Mikilvægt er að hlutaðeigandi fagnefndir fjalli um og veiti umsögn um mál sem þetta og hafi aðkomu að ákvarðanaferlinu. Menningar og ferðamálin eru hjá atvinnu,- menningar- og kynningarnefnd. Þar eru málefni Glaumbæjar að stóru leyti og flest það sem safnið snertir. Umferðar og aðgengismál eru á verksviði Umhverfis,- og samgöngunefndar, þar með talið við Glaumbæ. Það er í anda góðra stjórnsýsluhátta að þessar nefndir fá málið til umsagnar áður en sveitarstjórn tekur um það ákvörðun.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
Bjarni Jónsson, VG og óháðir
Ásta Björg Pálmadóttir, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Magnúsdóttur með leyfi forseta, kvöddu sér hljóðs.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og felld með 6 atkvæðum gegn tveimur. Sigríður Magnúsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð óska bókað að við greiðum atkvæði gegn umsókninni. Fram hefur komið yfirlýst andstæða Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafnsins sem telja að matarvagn á svæðinu samrýmist ekki ásýnd og þeirri upplifun sem lagt er upp með að skapa í Byggðasafninu Glaumbæ. Um er að ræða athyglisvert frumkvæði hjá umsækjanda en söluvagn á ekki heima á minjastað eins og Glaumbær er og stöðuleyfi söluvagns þar getur verið fordæmisgefandi. Deiliskipulag minjasvæðisins liggur ekki fyrir og gefa má að fyrirhuguð framkvæmd rýri verulega upplifunargildi, ásýnd og minjagildi staðarins. Nauðsynlegt er að deiliskipulagsgerð í Glaumbæ verði hraðað, skipulag er forsenda uppbyggingar, safnastarfsemi og ferðaþjónustu ásvæðinu og afar mikilvægt að halda umfangi mannvirkja í skefjum og fella þau sem best að umhverfinu og andblæ staðarins. Gamli bærinn í Glaumbæ er þjóðargersemi sem á að umgangast af virðingu og varkárni.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
Bjarni Jónsson, VG og óháðir
Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með sex atkvæðum, Bjarni Jónsson (VG) og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir(K) greiddu atkvæði á móti, Sigríður Magnúsdóttir (B)situr hjá. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Egill Þórarinsson kt 260160-3709 sækir með bréfi dagsettu 10. mars sl. um að fá úthlutað lóðinni nr. 27 við Flæðagerði. Samþykkt að úthluta Agli lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 302 Af gefnu tilefni vill Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vekja athygli á, með vísan til greina 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð 112/2012,að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Umsókn um stöðuleyfi skal vera skrifleg og undirrituð af eiganda eða ábyrgðarmanni viðkomandi hlutar og skal fylgja samþykki eiganda eða lóðarhafa þeirrar lóðar sem fyrirhugað er að lausafjármunirnir standi á.
Ef þeir lausafjármunir sem getið er um hér að ofan eru staðsettir án stöðuleyfis skal krefja eiganda um að fjarlægja þá innan eðlilegs frests, þó aldrei lengri frests en eins mánaðar, að öðrum kosti verði það gert á kostnað eiganda.
Bókun fundar Afgreiðsla 302. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
10.Byggðarráð Skagafjarðar - 778
Málsnúmer 1703019FVakta málsnúmer
Fundargerð 778. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 778 Á fund byggðarráð komu fulltrúar Leikfélags Sauðárkróks, Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir, Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, Páll Friðriksson auk Árna Gunnarssonar til að ræða húsnæðismál leikfélagsins.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2017 varðandi styrkbeiðni frá leikfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að taka saman upplýsingar varðandi styrkbeiðnina. Bókun fundar Afgreiðsla 778. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 778 Erindið áður á dagskrá 777. fundar byggðarráðs þann 9. mars 2017. Bókun ráðsins var ekki í samræmi við leiðrétta umsagnarbeiðni.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1701180. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 9. janúar 2017 frá Stefaníu Leifsdóttur, kt. 210665-3909, Brúnastöðum, 570 Fljót, f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt. 680911-0530 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki II að Brúnastöðum sumarhús, 570 Fljót. Gestafjöldi 10 manns.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 778. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 778 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1703202. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 16. mars 2017 frá Júlíu Þórunni Jónsdóttur, kt. 221182-4489, Lónkoti, 566 Hofsósi f.h. Lónkot Sveitasetur ehf., kt. 461015-0260, um leyfi til að reka gististað í flokki II og veitingastað í flokki II að Lónkoti, 566 Hofsósi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 778. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 778 Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2016. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 24. mars 2017. Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.
Byggðararáð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 778. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 778 Lagt fram bréf dagsett 20. mars 2017 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem stjórn sambandsins skorar á sveitarfélagið að fara að dæmi nokkurra annarra bæjar- og sveitarfélaga og mótmæla opinberlega frumvarpi sem er til umræðu á Alþingi um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggjast gegn því.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill beina því til þingmanna að beita sér gegn því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar og hafnar því alfarið.
Fjöldi fagaðila, þ.m.t. Landlæknir, samtök lækna og heilbrigðisstarfsfólk, hefur stigið fram í kjölfar framlagningar frumvarpsins og mótmælt. Þessir aðilar sem allir vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa m.a. bent á að rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi, sem verður með mikilli fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna. Við ákvarðanir sem þessar ber ráðamönnum að hlusta á fagaðila sem og almenning en kannanir sýna að meirihluti almennings er á móti framkomnu frumvarpi.
Grettistaki hefur verið lyft er kemur að forvörnum á Íslandi á undanförnum árum, sérstaklega forvarnir er vinna gegn ávana- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna. Sveitarfélagið Skagfjörður hefur lagt mikla áherslu á forvarnarstarf og er svo komið að áfengis- og vímuefnaneysla barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur stórlega dregist saman og því mikilvægt að þeim góða árangri í forvörnum verði áfram viðhaldið en aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn hugmyndum um forvarnir.
Hugmyndir sem ganga gegn lýðheilsusjónarmiðum og fara þvert gegn ráðgjöf sérfræðinga geta ekki verið farsælar fyrir íslenskt samfélag.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn framkomnu frumvarpi. Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerði tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, þar sem bókað var svohljóðandi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill beina því til þingmanna að beita sér gegn því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar og hafnar því alfarið. Fjöldi fagaðila, þ.m.t. Landlæknir, samtök lækna og heilbrigðisstarfsfólk, hefur stigið fram í kjölfar framlagningar frumvarpsins og mótmælt. Þessir aðilar sem allir vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa m.a. bent á að rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi, sem verður með mikilli fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna. Við ákvarðanir sem þessar ber ráðamönnum að hlusta á fagaðila sem og almenning en kannanir sýna að meirihluti almennings er á móti framkomnu frumvarpi. Grettistaki hefur verið lyft er kemur að forvörnum á Íslandi á undanförnum árum, sérstaklega forvarnir er vinna gegn ávana- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna. Sveitarfélagið Skagfjörður hefur lagt mikla áherslu á forvarnarstarf og er svo komið að áfengis- og vímuefnaneysla barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur stórlega dregist saman og því mikilvægt að þeim góða árangri í forvörnum verði áfram viðhaldið en aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn hugmyndum um forvarnir. Hugmyndir sem ganga gegn lýðheilsusjónarmiðum og fara þvert gegn ráðgjöf sérfræðinga geta ekki verið farsælar fyrir íslenskt samfélag. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn framkomnu frumvarpi.
Tillagan samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 778 Byggðarráð samþykkir að veita körfuknattleiksdeild Umf. Tindastóls sérstakan styrk til þess að standa straum af kostnaði við leigu á langferðabifreið undir stuðningsmenn Tindastóls vegna leiks meistaraflokks karla við Umf. Keflavík föstudaginn 24. mars 2017. Styrkurinn verði tekinn af fjárhagslið 21890. Bókun fundar Afgreiðsla 778. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
11.Félags- og tómstundanefnd - 243
Málsnúmer 1704005FVakta málsnúmer
Fundargerð 243. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð, enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 243 Vísað er til erindis fyrirtækisins frá 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir að leigja sundlaugina á Hofsósi til miðnæturbaða frá 1. maí til 1. nóvember 2017. Nefndin samþykkir að leigja sundlaugina fyrir þá starfsemi sem verið hefur í lauginni hjá þessum aðila og felur sviðsstjóra og forstöðumanni frístunda- og íþróttamála að ganga frá samningi þar að lútandi. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar félags- og tómstundanefnda staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 243 Lögð fram tillaga um að lengja opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi um 2 klukkustundir að morgni mánuðina júní, júlí og ágúst 2017. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar félags- og tómstundanefnda staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 243 Tekið fyrir eitt mál sem var samþykkt. Skráð í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 243. fundar félags- og tómstundanefnda staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
12.Félags- og tómstundanefnd - 242
Málsnúmer 1703003FVakta málsnúmer
Fundargerð 242. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð, enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 242 Lagt fram minnisblað um hjólabrettagarð á Sauðárkróki. Rætt um mögulega staðsetningu slíks garðs. Forsöðumanni frístunda- og íþróttamála falið að vinna málið áfram í samvinnu við sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og leggja málið aftur fyrir nefndina sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 242 Lögð fram tillaga að breyttum reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Nefndin samþykkir breytingarnar. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 242 Rætt um opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi n.k. sumar. Forstöðumanni frístunda- og íþróttamála falið að koma með tillögu á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 242 Samþykkt að veita Guðrúnu Gunnsteinsdóttur leyfi til daggæslu 5 barna á heimili sínu, enda uppfyllir hún öll skilyrði skv. reglugerð. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 242 Lögð fram drög að breyttum reglum um dagvistun barna á einkaheimilum. Breytingarnar fela í sér:
1) Hækkun niðurgreiðslna um 20%. Upphæð niðurgreiðslunnar fyrir börn foreldra sem eru giftir eða í sambúð var 244 kr. en verður nú 293 kr. fyrir hverja keypta klukkustund og fyrir börn foreldra sem eru einstæðir eða báðir í námi var upphæðin 307 kr. en verður nú 368 kr. fyrir hverja keypta klukkustund. Hámarksgreiðslur hækka samsvarandi um 20%.
2) Foreldrum sem ekki stendur til boða dagvistarpláss eða leikskólapláss geta sótt um foreldragreiðslur samsvarandi niðurgreiðslunum
3) Dagforeldrum eru tryggðar niðurgreiðslur sem svarar þremur börnum 3 X 64.922 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári
Aðrar breytingar lúta að málskotsrétti o.fl.
Reglurnar gildi frá 1. mars 2017
Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillögurnar með áorðnum breytingum og vísar málinu til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 242 Fjallað um sex umsóknir, einni synjað, fimm samþykktar.
Lagt fram yfirlit um fjárhagsaðstoð 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 242. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
13.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 43
Málsnúmer 1704008FVakta málsnúmer
Fundargerð 43. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð, enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 43 Kynnt drög að stefnumótun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 43 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Safnahúsi Skagfirðinga vegna fyrirhugaðrar yfirlitssýningar um rithöfundarferil skáldsins Hannesar Péturssonar, við setningu Sæluviku Skagfirðinga 2017.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til sýningarinnar að upphæð kr. 200.000,- sem tekinn verður af fjárhagslið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
14.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42
Málsnúmer 1704003FVakta málsnúmer
Fundargerð 42. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð, enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að í ljósi fyrirhugaðra flutninga núverandi starfsemi í Minjahúsinu á Sauðárkróki, verði sýningum og upplýsingamiðstöð ferðamanna í húsinu lokað. Næstu mánuðir verði nýttir til pökkunar muna og flutninga starfseminnar í annað húsnæði. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Erindi þessu var vísað til umfjöllunar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá byggðarráði, 2. mars 2017.
Lagt fram bréf frá Arctic Friends ehf. dagsett 22. febrúar 2017 þar sem félagið óskar eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að reka upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki og lán á uppstoppuðum ísbirni til sýningarhalds.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mælir með því að upplýsingamiðstöð ferðamanna á Sauðárkróki verði flutt tímabundið sumarið 2017 í Aðalgötu 24, enda verði í samningum kveðið á um sambærilegan eða rýmri opnunartíma upplýsingamiðstöðvar en verið hefur sem og að miðstöðinni verði búin viðunandi aðstaða. Nefndin setur sig ekki á móti því að uppstoppaðir birnir sem eru í vörslu Byggðasafns Skagfirðinga annars vegar og Varmahlíðarskóla hins vegar, verði tímabundið sumarið 2017 varðveittir í húsakynnum Arctic Friends ehf., að veittu samþykki eigenda og umsjónaraðila, og að því gefnu að aðbúnaður og umgjörð sem þeim eru búnir verði ekki lakari en hún er í dag. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Tekin fyrir ályktun frá Minjaráði Norðurlands vestra um minjar í Glaumbæjartúni.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur undir hvatningu Minjaráðs um nauðsyn þess að ná samkomulagi við landeigendur í Glaumbæ um nýtingu svæðisins í þágu varðveislu minja og aðgengis fyrir almenning. Nefndin hvetur hlutaðeigandi aðila til að hraða þeirri deiliskipulagsvinnu sem í gangi er og ljúka samkomulagi við landeigendur um nýtingu svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Lögð fram til kynningar drög að stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar atvinnu, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
15.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41
Málsnúmer 1703027FVakta málsnúmer
Fundargerð 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð, enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Til fundar kom Sigríður Sigurðardóttir safnvörður Byggðasafns Skagfirðinga og kynnti ársskýrslu Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2016 og starfsemi safnsins. Rætt var um mögulega framtíðarskipan húsa og muna safnsins. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar starfsmönnum safnsins fyrir gott starf sem birtist í formi Íslensku safnaverðlaunanna 2016. Óskar nefndin starfsmönnum og Skagfirðingum öllum til hamingju með þann heiður. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Þjóðminjasafns Íslands og Byggðasafns Skagfirðinga um umsjón með Víðimýrarkirkju. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Tekið fyrir erindi frá Sólborgu Unu Pálsdóttur héraðsskjalaverði þar sem óskað er eftir leyfi nefndarinnar til að breyta tilhögun vinnu- og varðveislurýmis safnsins. Áformin samþykkt enda rúmast þau innan fjárhagsramma Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Bryndís Lilja Hallsdóttir verkefnastjóri kynnti verkefnið Arctic Coast Way, áfangaskýrslu, framgang þess og næstu skref. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem farið hefur fram í stýrihópnum og vonar að verkefnið fái brautargengi áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Álfakletts ehf. um rekstur tjaldsvæðanna á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð 2017 til ársloka 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 41 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Huldu Jónasdóttur, fyrir hönd aðstandenda vegna dagskrár 60 ára afmælis Danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita kr. 300.000,- til viðburðarins sem tekinn er af fjárhagslið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
16.Byggðarráð Skagafjarðar - 780
Málsnúmer 1704006FVakta málsnúmer
Fundargerð 780. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lagt fram bréf dagsett 29. mars 2017 frá Markaðsstofu Norðurlands. vaðandi varðandi þátttöku sveitarfélaga í flugklasanum Air 66N árin 2018-2019. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna starf verkefnisstjóra með framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári í tvö ár (2018-2019).
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu á sömu forsendum og undanfarin ár með föstu fjárframlagi. Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Erindið áður á dagskrá 778. fundar byggðarráðs þann 23. mars 2017. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2017 varðandi styrkbeiðni frá leikfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Leikfélag Sauðárkróks um 325.000 kr. vegna húsnæðiskostnaðar. Fjármagnið verður tekið af málaflokki 05. Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lagt fram fundarboð dagsett 29. mars 2017 um ársfund Stapa lífeyrissjóðs, þann 3. maí 2017 í Skjólbrekku í Mývatnssveit.
Byggðarráð samþykkir að sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram drög að breyttum reglum um um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykktar voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að reglum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og foreldragreiðslur sem samþykkt voru á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017 og vísað var til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að hækka gjaldskrá vegna niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum um 20% og bæta við sérstökum foreldragreiðslum ef foreldrum stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Einnig mun byggðarráð tryggja dagforeldri niðurgreiðslu sem svarar þremur börnum í 11 mánuði á ári.
Bjarni Jónsson (VG) óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Gjaldskrá niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi milli Flugu ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um afnot og stuðning sveitarfélagsins við rekstur Reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Samningstími er 1. janúar 2017 - 31. desember 2021. Árleg samningsgreiðsla er 6.600.000 kr. sem felur m.a. í sér afnot af reiðhöllinni fyrir barna- og unglingastarf auk starfsemi Iðju.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning við Flugu ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram til kynningar skýrsla Flugklasans Air 66N vegna ársins 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 780. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 780 Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. mars 2017. Bókun fundar Fundargerð 32. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. mars 2017 lögð fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017
17.Byggðarráð Skagafjarðar - 779
Málsnúmer 1703026FVakta málsnúmer
Fundargerð 779. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Bjarni Jónsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Viggó Jónsson, Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Magnúsdóttur með leyfi forseta, kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 779 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1703278, dagsettur 22. mars 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Vicki Marlene O´Shea, kt. 021158-2249, Kirkjutorgi 5, 550 Sauðárkróki, f.h. Ausis ehf. kt. 420310-0800, um leyfi til að reka gististað í flokki II íbúð að Kirkjutorgi 5, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 779. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 779 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 779. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 779 Lagt fram bréf dagsett 7. mars 2017 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning ársins 2015 og fjárhagsáætlun 2017-2020.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og endurskoðanda sveitarfélagsins að gera drög að svari til nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 779. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 779 Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Capacent um verkefni er snýr að birtingu fjárhagsupplýsinga úr bókhaldi sveitarfélagsins á aðgengilegu formi á heimasíðu þess. Bókun fundar Afgreiðsla 779. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 779 Rætt um stöðu leikskólamála á Hofsósi. Búið er að skoða húsnæðið að Túngötu 10 á Hofsósi og hentar húsnæðið fyrir leikskóla til bráðabirgða ef öll tilskilin leyfi fást. Byggðarráð samþykkir að vinna áfram að verkefninu og felur skipulags- og byggingafulltrúa að hefja grenndarkynningu og afla tilskilinna leyfa. Bókun fundar Afgreiðsla 779. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 779 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu meðferðarheimilisins Háholts en uppi eru áform um að loka heimilinu frá og með næsta hausti. Fyrirhugað er að færa starfsemina á höfuðborgarsvæðið og áætlað að veita um 500 milljónum króna í nýbyggingu undir starfsemina.
Byggðarráð telur það vera undarleg vinnubrögð að hálfu ráðuneytis og Barnaverndarstofu að aldrei hefur verið rætt við forsvarsmenn sveitarfélagsins í aðdraganda þessarar ákvörðunar en Sveitarfélagið Skagafjörður er eigandi húsnæðis sem hýsir starfsemi Háholts. Sveitarfélagið byggði húsið sérstaklega undir starfsemina á sínum tíma og fór í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2014 til að aðlaga það betur að starfseminni. Samningur sveitarfélagsins og barnaverndarstofu um húsnæðið undir meðferðarheimilið rennur út í ágúst á næsta ári. Sveitarfélagið er jafnframt tilbúið að þróa áfram þjónustuna í samvinnu við ráðuneytið og Barnaverndarstofu.
Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að fá fund með velferðarráðherra til að ræða framtíð meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði. Er það ósk byggðarráðs að af þeim fundi geti orðið sem fyrst.
Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerir tillögu um að sveitarstjórn geri bókun byggðarráðs að sinni.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu meðferðarheimilisins Háholts en uppi eru áform um að loka heimilinu frá og með næsta hausti. Fyrirhugað er að færa starfsemina á höfuðborgarsvæðið og áætlað að veita um 500 milljónum króna í nýbyggingu undir starfsemina. Sveitarstjórn telur það vera undarleg vinnubrögð að hálfu ráðuneytis og Barnaverndarstofu að aldrei hefur verið rætt við forsvarsmenn sveitarfélagsins í aðdraganda þessarar ákvörðunar en Sveitarfélagið Skagafjörður er eigandi húsnæðis sem hýsir starfsemi Háholts. Sveitarfélagið byggði húsið sérstaklega undir starfsemina á sínum tíma og fór í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2014 til að aðlaga það betur að starfseminni. Samningur sveitarfélagsins og barnaverndarstofu um húsnæðið undir meðferðarheimilið rennur út í ágúst á næsta ári. Sveitarfélagið er jafnframt tilbúið að þróa áfram þjónustuna í samvinnu við ráðuneytið og Barnaverndarstofu. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að fá fund með velferðarráðherra til að ræða framtíð meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði. Er það ósk sveitarstjórnar að af þeim fundi geti orðið sem fyrst
Tillagan var borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða, með níu atkævðum.
Afgreiðsla 779. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 779 Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 sem felur í sér grundvallarbreytingu á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Boðuð breyting felur ekki í sér jöfnun á tekjum sveitarfélaga og með engu móti er tekið tillit til þess hvort sveitarfélög þurfi að fullnýta tekjustofna. Þá felur frumvarpið í sér fordæmalausa skerðingu á tekjustofnum sveitarfélaga með afturvirkjum hætti. Slíkt orkar tvímælis í ljósi 78. gr. stjórnarskrár um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum en brýtur einnig blað varðandi samskipti ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélög geta þá ekki byggt á gildandi lögum varðandi áætlanir um tekjur þeirra.
Í ljósi framangreinds samþykkir byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirbúa málsókn, þar sem krafist verður viðurkenningu á bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna skerðingar á jöfnunarframlögum til sveitarfélaganna, verði fyrirliggjandi frumvarp að lögum.
Greinargerð:
Lagaákvæði um starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að finna í III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, sbr. 8. gr. Tekjur sjóðsins voru 2015, m.a. 2,12% framlag af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs, sbr. a liður 8. gr. a. (hlutfallið hefur nú verið hækkað).
Það fyrirkomulag að íslenska ríkið ráðstafi tilteknu hlutfalli af beinum og óbeinum sköttum ríkisins til Jöfnunarsjóðs, er að rekja til laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 91/1989. Með því hefur löggjafinn ákveðið að tilteknu hlutfalli af tekjum ríkissjóðs verði varið til jöfnunar á stöðu sveitarfélaga. Hluti bankaskatts féll sjálfkrafa til Jöfnunarsjóðs á árunum 2014-2016.
Ráðstöfun á tekjum Jöfnunarsjóðs, er gerð með bundnum framlögum (10.gr.), sérstökum framlögum (11.gr) og jöfnunarframlögum, sbr. 12. gr. tekjustofnalaga nr. 4/1995. Jöfnunarframög, skiptast í tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög.
Í lokamálslið 12. gr. tekjustofnalaga, er kveðið á um að til jöfnunarframlaga skuli verja tekjum sjóðsins vegna framlaga ríkisins til sjóðsins, sem eru umfram ráðstöfun skv. 10. og 11. gr. laganna. Jöfnunarsjóður er því gegnumstreymissjóður og skal tilteknum tekjum hvers árs ráðstafað til sveitarfélaga sama ár. Það fyrirkomulag er lögbundið.
Byggt er á þessum lagagrundvelli jöfnunarframlaga í reglugerð um Jöfnunarsjóð, nr. 960/2010, sbr. 8. gr. reglugerðarinnar. Niðurlagsákvæði greinarinnar orðast svo:
Endanlegt uppgjör skal fara fram eigi síðar en í árslok á grundvelli upplýsinga um íbúafjölda sveitarfélaga 1. janúar á sama ári og leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaga.
Þrátt fyrir framangreind ákvæði laga og reglugerða hefur fjárhæð sem nemur tekjum Jöfnunarsjóðs af svokölluðum bankaskatti vegna áranna 2014, 2015 og 2016 ekki verið úthlutað. Þeir fjármunir eru tekjur sjóðsins, skv. a-lið 8.gr og gildir ákvæði 12. gr. laganna um Jöfnunarfamlög um þá.
Ekki verður séð nokkur lagaheimild fyrir þeirri ráðstöfun að halda þessum fjármunum undan við úthlutun úr sjóðnum. Áréttað er að þótt ráðherra fari með yfirstjórn Jöfnunarsjóðs, sbr. 16. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, takmarkast þær heimildir við ákvæði laganna.
Samkvæmt 78. gr. stjórnarskrár skulu tekjustofnar sveitarfélaga ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir. Ákvæðinu er skipað í mannréttindakafla stjórnarskrár. Þá er jafnframt unnt að líta til Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, sem íslenska ríkið hefur fullgilt, sbr. t.d. 9.gr. sáttmálans um tekjustofna sveitarfélaga.
Framlög úr Jöfnunarjóði eru einn tekjustofn sveitarfélaga, sbr. 1.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Á grundvelli reglugerðarheimilda setur ráðhera reglur um úthlutanir úr sjóðnum, að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs. Sjóðurinn er gegnumstreymissjóður og gera gildandi reglur ráð fyrir að tekjum sjóðsins vegna hvers árs verði úthlutað til sveitarfélaga sama ár.
Með vísan til almennra reglna kröfuréttar, ákvæða tekjustofnalaga og reglugerðar, nr. 960/2010, um Jöfnunarjóð, eiga sveitarfélög lögvarinn rétt til framlaga úr sjóðnum. Fjárhæð jöfnunarframlaga skal nema tekjum sjóðsins af framlögum ríkisins, sem standa eftir þegar bundnum og sérstökum framlögum hefur verið ráðstafað. Samkvæmt gildandi lögum hefur ráðherra ekki heimildir til að aftra því að slík krafa stofnist. Á grundvelli þess eiga sveitarfélög lögvarða kröfu um jöfnunarframlög úr sjóðnum. Sveitarfélög geta því krafist greiðslu jöfnunarframlaga úr sjóðnum með dómi, sem nemur rétti hvers sveitarfélags til þeirra fjármuna sem haldið hefur verið undan við úthlutun, án lagaheimildar.
Gildandi lög um Jöfnunarsjóð, sbr. lokaml. 12. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, fela í sér að verja skuli tekjum sjóðsins af framlögum ríkisins, sem standa eftir þegar ráðstöfun bundinna og sérstakra framlaga hefur farið fram í jöfnunarframlög. Ekki er heimild til uppsöfnunar þessara fjármuna í sjóðnum. Ef Jöfnunarsjóður hefur ákveðið, að halda undan tekjum sjóðsins vegna framlags ríkisins vegna bankaskatts, þegar fjárhæðir framlaga vegna áranna 2014, 2015 og 2016, eru ákveðnar, geta slíkar ákvaraðanir valdið einstökum sveitarfélögum tjóni. Ríkið getur borið skaðabótaábyrgð á því tjóni. Um þetta er til hliðsjónar vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 631/2014, Fjarðabyggð gegn íslenska ríkinu. Í málinu reyndi á þá stöðu að ríkið framfylgdi ekki lagaskyldu um setningu reglugerðar um endurgreiðslu virðisaukaskatts til sveitarfélags við tilteknar aðstæður. Þótt viðkomandi lagaákvæði hafi síðar fallið úr gildi, var ríkið dæmt til greiðslu skaðabóta til sveitarfélagsins sem nam fjárhæð endurgreiðslu virðisaukaskatts sem sveitarfélaginu hefði borið.
Það er álit byggðarráðs að ákvæði 78. gr. stjórnarskrár um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum, feli í sér að tekjustofnar sveitarfélaga ráðist af gildandi lögum. Í því felist jafnframt réttur sveitarfélaga að tekjustofnar séu fyrirsjáanlegir að nokkru marki. Í stjórnarskrá er ekki að finna almenna reglu um bann við afturvirkni laga, en afturvirkni skattalaga er sérstaklega bönnuð, sbr. 2. mgr. 77. gr. Reglur um tekjustofna sveitarfélaga hafa skyldleika við skattareglur og mögulegt að líta til þeirra tengsla við skýringu á rétti sveitarfélaga til lögákveðinna tekjustofna. Þá hefur í íslenskum stjórnskipunarrétti verið byggt á því að takmörk séu fyrir því að íþyngjandi lögum verði beitt afturvirkt. Reglur sem umdeilt frumvarp fela í sér, leiða til þess að sveitarfélög sem ella hefðu fengið jöfnunarframlög úr Jöfnunarjóði verða fyrir skerðingu á tekjustofnum með afturvirkum hætti. Slík löggjöf er íþyngjandi.
Með vísan til þeirrar ályktunar að sveitarfélög eigi nú þegar lögvarðar kröfur til útgreiðslu jöfnunarframlaga vegna tekna Jöfnunarsjóðs af bankaskatti, er verulegt álitamál hvort framkomið frumvarp geti fellt slikar kröfur úr gildi svo samræmist 72. gr. stjórnarskrár um vernd eignaréttinda. Ef lögvarðar kröfur til greiðslu fjármuna eru felldar niður með lögum, er unnt að jafna slíkri stöðu við eignarnám. Íslenska ríkið getur þá borið bótaábyrgð á því tjóni sem eigandi kröfunnar verður fyrir.
Samkvæmt framangreindu er það álit byggðarráðs að einstök sveitarfélög eigi lögvarða kröfu um jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjói miðað við gildandi lög og reglugerðir á árinu 2014, 2015 og 2016, vegna tekna Jöfnunarsjóðs af bankaskatti, sem haldið hefur verið undan úthlutun.
Í annan stað er mögulegt að líta svo á að sveitarfélögum hafi nú þegar verið valdið skaðabótaskyldu tjóni, með þeirri stjórnsýslu Jöfnunarsjóðs að halda fjármunum undan úthlutun jöfnunarframlaga árið 2014, 2015 og 2016, í ósamræmi við gildandi lög og reglugerðir. Lögvarin krafa til skaðabóta hefur þá stofnast.
Ef fyrirliggjandi lagafrumvarp verður samþykkt af Alþingi, getur komið til þess að íslenska ríkið beri bótaábyrgð á skertum framlögum til einstakra sveitarfélaga, enda fælu lögin í sér að lögvarðar kröfur sveitarfélaga væru þar með felldar niður. Fjárhæð skaðabóta miðaðist þá við mismun réttar til úthlutunar samkvæmt gildandi lögum og hinum nýju reglum. Í því ljósi fellst nokkur áhætta í samþykkt frumvarpsins fyrir ríkissjóð, enda leiddi slík niðurstaða til greiðslna úr ríkissjóði umfram þá fjármuni sem fyrirliggjandi frumvarpi er ætlað að ráðstafa.
Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerði tillögu um að sveitarstjórn geri bókun byggðarráðs að sinni.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 sem felur í sér grundvallarbreytingu á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Boðuð breyting felur ekki í sér jöfnun á tekjum sveitarfélaga og með engu móti er tekið tillit til þess hvort sveitarfélög þurfi að fullnýta tekjustofna. Þá felur frumvarpið í sér fordæmalausa skerðingu á tekjustofnum sveitarfélaga með afturvirkjum hætti. Slíkt orkar tvímælis í ljósi 78. gr. stjórnarskrár um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum en brýtur einnig blað varðandi samskipti ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélög geta þá ekki byggt á gildandi lögum varðandi áætlanir um tekjur þeirra. Í ljósi framangreinds samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirbúa málsókn, þar sem krafist verður viðurkenningu á bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna skerðingar á jöfnunarframlögum til sveitarfélaganna, verði fyrirliggjandi frumvarp að lögum.
Greinargerð: Lagaákvæði um starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að finna í III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, sbr. 8. gr. Tekjur sjóðsins voru 2015, m.a. 2,12% framlag af innheimtum skatttekjum ríkissjóðs, sbr. a liður 8. gr. a. (hlutfallið hefur nú verið hækkað). Það fyrirkomulag að íslenska ríkið ráðstafi tilteknu hlutfalli af beinum og óbeinum sköttum ríkisins til Jöfnunarsjóðs, er að rekja til laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 91/1989. Með því hefur löggjafinn ákveðið að tilteknu hlutfalli af tekjum ríkissjóðs verði varið til jöfnunar á stöðu sveitarfélaga. Hluti bankaskatts féll sjálfkrafa til Jöfnunarsjóðs á árunum 2014-2016. Ráðstöfun á tekjum Jöfnunarsjóðs, er gerð með bundnum framlögum (10.gr.), sérstökum framlögum (11.gr) og jöfnunarframlögum, sbr. 12. gr. tekjustofnalaga nr. 4/1995. Jöfnunarframög, skiptast í tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög. Í lokamálslið 12. gr. tekjustofnalaga, er kveðið á um að til jöfnunarframlaga skuli verja tekjum sjóðsins vegna framlaga ríkisins til sjóðsins, sem eru umfram ráðstöfun skv. 10. og 11. gr. laganna. Jöfnunarsjóður er því gegnumstreymissjóður og skal tilteknum tekjum hvers árs ráðstafað til sveitarfélaga sama ár. Það fyrirkomulag er lögbundið. Byggt er á þessum lagagrundvelli jöfnunarframlaga í reglugerð um Jöfnunarsjóð, nr. 960/2010, sbr. 8. gr. reglugerðarinnar. Niðurlagsákvæði greinarinnar orðast svo: Endanlegt uppgjör skal fara fram eigi síðar en í árslok á grundvelli upplýsinga um íbúafjölda sveitarfélaga 1. janúar á sama ári og leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaga. Þrátt fyrir framangreind ákvæði laga og reglugerða hefur fjárhæð sem nemur tekjum Jöfnunarsjóðs af svokölluðum bankaskatti vegna áranna 2014, 2015 og 2016 ekki verið úthlutað. Þeir fjármunir eru tekjur sjóðsins, skv. a-lið 8.gr og gildir ákvæði 12. gr. laganna um Jöfnunarfamlög um þá. Ekki verður séð nokkur lagaheimild fyrir þeirri ráðstöfun að halda þessum fjármunum undan við úthlutun úr sjóðnum. Áréttað er að þótt ráðherra fari með yfirstjórn Jöfnunarsjóðs, sbr. 16. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, takmarkast þær heimildir við ákvæði laganna. Samkvæmt 78. gr. stjórnarskrár skulu tekjustofnar sveitarfélaga ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir. Ákvæðinu er skipað í mannréttindakafla stjórnarskrár. Þá er jafnframt unnt að líta til Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, sem íslenska ríkið hefur fullgilt, sbr. t.d. 9.gr. sáttmálans um tekjustofna sveitarfélaga. Framlög úr Jöfnunarjóði eru einn tekjustofn sveitarfélaga, sbr. 1.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Á grundvelli reglugerðarheimilda setur ráðherra reglur um úthlutanir úr sjóðnum, að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs. Sjóðurinn er gegnumstreymissjóður og gera gildandi reglur ráð fyrir að tekjum sjóðsins vegna hvers árs verði úthlutað til sveitarfélaga sama ár. Með vísan til almennra reglna kröfuréttar, ákvæða tekjustofnalaga og reglugerðar, nr. 960/2010, um Jöfnunarjóð, eiga sveitarfélög lögvarinn rétt til framlaga úr sjóðnum. Fjárhæð jöfnunarframlaga skal nema tekjum sjóðsins af framlögum ríkisins, sem standa eftir þegar bundnum og sérstökum framlögum hefur verið ráðstafað. Samkvæmt gildandi lögum hefur ráðherra ekki heimildir til að aftra því að slík krafa stofnist. Á grundvelli þess eiga sveitarfélög lögvarða kröfu um jöfnunarframlög úr sjóðnum. Sveitarfélög geta því krafist greiðslu jöfnunarframlaga úr sjóðnum með dómi, sem nemur rétti hvers sveitarfélags til þeirra fjármuna sem haldið hefur verið undan við úthlutun, án lagaheimildar. Gildandi lög um Jöfnunarsjóð, sbr. lokaml. 12. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, fela í sér að verja skuli tekjum sjóðsins af framlögum ríkisins, sem standa eftir þegar ráðstöfun bundinna og sérstakra framlaga hefur farið fram í jöfnunarframlög. Ekki er heimild til uppsöfnunar þessara fjármuna í sjóðnum. Ef Jöfnunarsjóður hefur ákveðið, að halda undan tekjum sjóðsins vegna framlags ríkisins vegna bankaskatts, þegar fjárhæðir framlaga vegna áranna 2014, 2015 og 2016, eru ákveðnar, geta slíkar ákvaraðanir valdið einstökum sveitarfélögum tjóni. Ríkið getur borið skaðabótaábyrgð á því tjóni. Um þetta er til hliðsjónar vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 631/2014, Fjarðabyggð gegn íslenska ríkinu. Í málinu reyndi á þá stöðu að ríkið framfylgdi ekki lagaskyldu um setningu reglugerðar um endurgreiðslu virðisaukaskatts til sveitarfélags við tilteknar aðstæður. Þótt viðkomandi lagaákvæði hafi síðar fallið úr gildi, var ríkið dæmt til greiðslu skaðabóta til sveitarfélagsins sem nam fjárhæð endurgreiðslu virðisaukaskatts sem sveitarfélaginu hefði borið. Það er álit byggðarráðs að ákvæði 78. gr. stjórnarskrár um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum, feli í sér að tekjustofnar sveitarfélaga ráðist af gildandi lögum. Í því felist jafnframt réttur sveitarfélaga að tekjustofnar séu fyrirsjáanlegir að nokkru marki. Í stjórnarskrá er ekki að finna almenna reglu um bann við afturvirkni laga, en afturvirkni skattalaga er sérstaklega bönnuð, sbr. 2. mgr. 77. gr. Reglur um tekjustofna sveitarfélaga hafa skyldleika við skattareglur og mögulegt að líta til þeirra tengsla við skýringu á rétti sveitarfélaga til lögákveðinna tekjustofna. Þá hefur í íslenskum stjórnskipunarrétti verið byggt á því að takmörk séu fyrir því að íþyngjandi lögum verði beitt afturvirkt. Reglur sem umdeilt frumvarp fela í sér, leiða til þess að sveitarfélög sem ella hefðu fengið jöfnunarframlög úr Jöfnunarjóði verða fyrir skerðingu á tekjustofnum með afturvirkum hætti. Slík löggjöf er íþyngjandi. Með vísan til þeirrar ályktunar að sveitarfélög eigi nú þegar lögvarðar kröfur til útgreiðslu jöfnunarframlaga vegna tekna Jöfnunarsjóðs af bankaskatti, er verulegt álitamál hvort framkomið frumvarp geti fellt slikar kröfur úr gildi svo samræmist 72. gr. stjórnarskrár um vernd eignaréttinda. Ef lögvarðar kröfur til greiðslu fjármuna eru felldar niður með lögum, er unnt að jafna slíkri stöðu við eignarnám. Íslenska ríkið getur þá borið bótaábyrgð á því tjóni sem eigandi kröfunnar verður fyrir. Samkvæmt framangreindu er það álit sveitarstjórnar að einstök sveitarfélög eigi lögvarða kröfu um jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjói miðað við gildandi lög og reglugerðir á árinu 2014, 2015 og 2016, vegna tekna Jöfnunarsjóðs af bankaskatti, sem haldið hefur verið undan úthlutun. Í annan stað er mögulegt að líta svo á að sveitarfélögum hafi nú þegar verið valdið skaðabótaskyldu tjóni, með þeirri stjórnsýslu Jöfnunarsjóðs að halda fjármunum undan úthlutun jöfnunarframlaga árið 2014, 2015 og 2016, í ósamræmi við gildandi lög og reglugerðir. Lögvarin krafa til skaðabóta hefur þá stofnast. Ef fyrirliggjandi lagafrumvarp verður samþykkt af Alþingi, getur komið til þess að íslenska ríkið beri bótaábyrgð á skertum framlögum til einstakra sveitarfélaga, enda fælu lögin í sér að lögvarðar kröfur sveitarfélaga væru þar með felldar niður. Fjárhæð skaðabóta miðaðist þá við mismun réttar til úthlutunar samkvæmt gildandi lögum og hinum nýju reglum. Í því ljósi fellst nokkur áhætta í samþykkt frumvarpsins fyrir ríkissjóð, enda leiddi slík niðurstaða til greiðslna úr ríkissjóði umfram þá fjármuni sem fyrirliggjandi frumvarpi er ætlað að ráðstafa.
Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 779. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
- 17.8 1703353 Umsagnarbeiðni - tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæðaByggðarráð Skagafjarðar - 779 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill með umsögn sinni nú benda á að í þeirri þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram fyrir Alþingi er aðeins lagt til að 1 virkjunarkostur á vatnasviði á Norðurlandi vestra verði í orkunýtingarflokki og 1 virkjunarkostur í vindorku. Er þar um að ræða annars vegar veituleið Blönduvirkjunar og hins vegar Blöndulund, þar af aðeins um 30 MW í tiltölulega hagkvæmu vatnsafli. Í verndarflokk fara hins vegar 4 virkjunarkostir á vatnasviði á Norðurlandi vestra.
Samkvæmt 6. gr. laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, er stjórnvöldum „ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Með öðrum orðum, nái tillaga ráðherra fram að ganga, verður með öllu óheimilt um ófyrirséða framtíð að stunda orkurannsóknir á þeim virkjunarkostum sem lagðir eru til að fara í verndarflokk á Norðurlandi vestra, nema fyrir Orkustofnun til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu, í samanburðartilgangi eða öðrum almennum tilgangi.
Er grafalvarlegt að umhverfisráðherra horfi í þingsályktunartillögu sinni með öllu fram hjá þeirri staðreynd að orkuskortur er yfirvofandi víða um land og að virkjanir og dreifikerfi raforku anna ekki eftirspurn víða á landsbyggðinni. Að óbreyttu mun orkuskortur hamla bæði atvinnuuppbyggingu og orkuskiptum, s.s. rafbílavæðingu. Þetta hefur raunar þegar átt sér stað á Norðurlandi vestra en áform um iðnaðaruppbyggingu á Hafursstöðum við Húnaflóa stranda á orkuöflun. Umræddur iðnaður myndi skapa á þriðja hundrað beinna starfa og svipaðan fjölda afleiddra starf og skipta gríðarlegu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu öllu enda Hafursstaðir af mörgum orsökum einkar heppilegur staður, m.a. hvað varðar atvinnusókn og samgöngur af öllu Norðurlandi vestra. Þá hefur verið unnið að öðrum verkefnum á sviðum atvinnuuppbyggingar á svæðinu, t.a.m. hvað varðar framleiðslu koltrefja og basalttrefja í Skagafirði en þar er um að ræða afurðir orkufreks iðnaðar sem þykja henta einkar vel til umhverfisvænna lausna, s.s. í framleiðslu bíla, flugvéla, báta og vindmylluspaða. Um langt skeið hefur jafnframt verið unnið að annarri atvinnuuppbyggingu í bæði Skagafirði og Húnavatnssýslum og má þar t.d. nefna gagnaversiðnað. Öll eiga þessi verkefni það sammerkt að krefjast tryggrar raforkuframleiðslu og orkuafhendingar.
Áréttað skal hér að Alþingi hefur áður samþykkt þingsályktun um átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun, til að spyrna gegn byggðaröskun og fólksfækkun sem vart á sér hliðstæður hér á landi hin síðari ár.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir málsmeðferð verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar og ofangreindri þingsályktunartillögu sem byggðarráð telur að brjóti í bága við ákvæði laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun.
Sé horft til hins lögbundna ferils mats á mögulegum orkunýtingarkostum, þá skal samkvæmt 4. mgr. 3. gr. sömu laga í verndar- og orkunýtingaráætlun „í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.“ Í því skyni skal skipuð verkefnisstjórn en hlutverk hennar er samkvæmt 9. gr. að „annast upplýsingasöfnun, faglegt mat, sbr. 4. mgr. 3. gr., og gerð tillagna til ráðherra vegna verndar- og orkunýtingaráætlunar og er [verkefnisstjórn] samráðsvettvangur vegna hennar. Verkefnisstjórn skal skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum sem fari yfir virkjunaráform hver frá sínum sjónarhóli, meti þá með stigagjöf og geri tillögur til verkefnisstjórnar.“ Í 10. gr. segir ennfremur að verkefnisstjórn skuli byggja „faglegt mat sitt á upplýsingum sem fyrir liggja um þætti sem taka skal tillit til í verndar- og orkunýtingaráætlun og beitir við það samræmdum viðmiðum og almennt viðurkenndum aðferðum. Vinna faghópa er lögð til grundvallar matinu.“
Verkefnisstjórn rammaáætlunar skipaði 4 faghópa og skiluðu einungis faghópar 1 og 2 fullnægjandi niðurstöðum. Niðurstöður faghóps 3 nýttust að mati verkefnisstjórnar ekki við endanlega röðun og flokkun virkjunarhugmynda og því ákvað verkefnisstjórn að meta viðfangsefni faghópsins, samfélagsleg áhrif virkjunarhugmynda, með öðrum hætti. Faghópur 4 skilaði frá sér þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjunarkosta sem til umfjöllunar væru í þessum 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar.
Að framansögðu er ljóst að ekki liggja fyrir upplýsingar um alla þá þætti sem ber samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga nr. 48/2011 að hafa til hliðsjónar við mat á því hvort orkunýtingarkostir falli í orkunýtingarflokk eða verndarflokk. Samkvæmt 5. gr. laganna skal þá setja umrædda kosti í biðflokk en í „biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar falla virkjunarkostir sem er talið að afla þurfi frekari upplýsinga um svo meta megi á grundvelli sjónarmiða sem fram koma í 4. mgr. 3. gr. hvort þeir eigi að falla í orkunýtingarflokk eða verndarflokk.“
Torvelt getur reynst að snúa neikvæðri byggðaþróun á Norðurlandi vestra við verði með öllu útilokað að hagnýta fleiri mögulega virkjunarkosti á svæðinu. Órökrétt er með öllu að jafnframt sé óheimilt að rannsaka þá sömu kosti til fulls með tilliti til heildstæðs hagsmunamats. Er það beinlínis andstætt lögum og tilgangi rammaáætlunar þar sem þeirri greiningarvinnu sem liggja á til grundvallar flokkun virkjanakostanna er mjög ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Að mati byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar er útilokað að setja mögulega virkjunarkosti í Skagafirði í verndarflokk án þess að ráðist sé í mun viðameiri rannsóknir og mat á áhrifum þeirra á náttúru og samfélag í Skagafirði og nágrenni og að þar séu rekjanlegar og gagnsæjar niðurstöður allra faghópa rammaáætlunar hafðar til hliðsjónar. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer því fram á að Alþingi breyti framkominni þingsályktunartillögu á þann veg að Skagafjarðarvirkjanir fari í biðflokk rammaáætlunar og verði þar með rannsakaðar til fulls, sem aftur verði grundvöllur ákvarðanatöku síðar meir um hvort þessir kostir verði hagnýttir til orkuöflunar eða þeir látnir njóta verndar.
Ofangreind bókun samþykkt með tveimur atkvæðum Stefáns Vagns Stefánssonar (B) og Sigríðar Svavarsdóttur (D). Bjarni Jónsson greiðir atkvæði á móti (VG).
Bjarni Jónsson óskar bókað:
VG og óháðir vísa til fjölmargra ályktanna félagsfunda og stjórna VG í Skagafirði á undanförnum árum um verndun Jökulsánna í Skagafirði. Sveitarstjórnarhópur VG og óháðra fagna því að virkjanakostir sem tengjast Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun séu endanlega slegnir af og vatnasvæði Héraðsvatna sett í verndarflokk í rammaáætlun. Jökulsárnar í Skagafirði með sinni stórbrotnu náttúru er einstakar og þær ber að vernda, bæði fyrir komandi kynslóðir og á forsendum náttúrunnar sjálfrar. Með því að setja virkjanakosti í Jökulsánum í Skagafirði í verndarflokk er staðfest ótvírætt verndargildi svæðisins og þeir samfélagslegu hagsmunir til framtíðar sem felast í verndun þess.
Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson gerði tillögu um að sveitarstjórn geri bókun meirihluta byggðarráðs að sinni.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill með umsögn sinni nú benda á að í þeirri þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram fyrir Alþingi er aðeins lagt til að 1 virkjunarkostur á vatnasviði á Norðurlandi vestra verði í orkunýtingarflokki og 1 virkjunarkostur í vindorku.
Er þar um að ræða annars vegar veituleið Blönduvirkjunar og hins vegar Blöndulund, þar af aðeins um 30 MW í tiltölulega hagkvæmu vatnsafli. Í verndarflokk fara hins vegar 4 virkjunarkostir á vatnasviði á Norðurlandi vestra. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, er stjórnvöldum „ekki heimilt að veita leyfi tengd orkurannsóknum eða orkuvinnslu vegna virkjunarkosta sem eru í verndarflokki eða eru á svæðum sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Þá eru aðrar orkurannsóknir sem ekki eru leyfisskyldar einnig óheimilar.“ Með öðrum orðum, nái tillaga ráðherra fram að ganga, verður með öllu óheimilt um ófyrirséða framtíð að stunda orkurannsóknir á þeim virkjunarkostum sem lagðir eru til að fara í verndarflokk á Norðurlandi vestra, nema fyrir Orkustofnun til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu, í samanburðartilgangi eða öðrum almennum tilgangi. Er grafalvarlegt að umhverfisráðherra horfi í þingsályktunartillögu sinni með öllu fram hjá þeirri staðreynd að orkuskortur er yfirvofandi víða um land og að virkjanir og dreifikerfi raforku anna ekki eftirspurn víða á landsbyggðinni. Að óbreyttu mun orkuskortur hamla bæði atvinnuuppbyggingu og orkuskiptum, s.s. rafbílavæðingu. Þetta hefur raunar þegar átt sér stað á Norðurlandi vestra en áform um iðnaðaruppbyggingu á Hafursstöðum við Húnaflóa stranda á orkuöflun. Umræddur iðnaður myndi skapa á þriðja hundrað beinna starfa og svipaðan fjölda afleiddra starf og skipta gríðarlegu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu öllu enda Hafursstaðir af mörgum orsökum einkar heppilegur staður, m.a. hvað varðar atvinnusókn og samgöngur af öllu Norðurlandi vestra. Þá hefur verið unnið að öðrum verkefnum á sviðum atvinnuuppbyggingar á svæðinu, t.a.m. hvað varðar framleiðslu koltrefja og basalttrefja í Skagafirði en þar er um að ræða afurðir orkufreks iðnaðar sem þykja henta einkar vel til umhverfisvænna lausna, s.s. í framleiðslu bíla, flugvéla, báta og vindmylluspaða. Um langt skeið hefur jafnframt verið unnið að annarri atvinnuuppbyggingu í bæði Skagafirði og Húnavatnssýslum og má þar t.d. nefna gagnaversiðnað. Öll eiga þessi verkefni það sammerkt að krefjast tryggrar raforkuframleiðslu og orkuafhendingar. Áréttað skal hér að Alþingi hefur áður samþykkt þingsályktun um átak til atvinnuuppbyggingar í Austur-Húnavatnssýslu, með nýtingu raforku sem framleidd er í Blönduvirkjun, til að spyrna gegn byggðaröskun og fólksfækkun sem vart á sér hliðstæður hér á landi hin síðari ár. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir málsmeðferð verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar og ofangreindri þingsályktunartillögu sem sveitarstjórn telur að brjóti í bága við ákvæði laga nr. 48 frá árinu 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Sé horft til hins lögbundna ferils mats á mögulegum orkunýtingarkostum, þá skal samkvæmt 4. mgr. 3. gr. sömu laga í verndar- og orkunýtingaráætlun „í samræmi við markmið laga þessara lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.“ Í því skyni skal skipuð verkefnisstjórn en hlutverk hennar er samkvæmt 9. gr. að „annast upplýsingasöfnun, faglegt mat, sbr. 4. mgr. 3. gr., og gerð tillagna til ráðherra vegna verndar- og orkunýtingaráætlunar og er [verkefnisstjórn] samráðsvettvangur vegna hennar. Verkefnisstjórn skal skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum sem fari yfir virkjunaráform hver frá sínum sjónarhóli, meti þá með stigagjöf og geri tillögur til verkefnisstjórnar.“ Í 10. gr. segir enn fremur að verkefnisstjórn skuli byggja „faglegt mat sitt á upplýsingum sem fyrir liggja um þætti sem taka skal tillit til í verndar- og orkunýtingaráætlun og beitir við það samræmdum viðmiðum og almennt viðurkenndum aðferðum. Vinna faghópa er lögð til grundvallar matinu.“ Verkefnisstjórn rammaáætlunar skipaði 4 faghópa og skiluðu einungis faghópar 1 og 2 fullnægjandi niðurstöðum. Niðurstöður faghóps 3 nýttust að mati verkefnisstjórnar ekki við endanlega röðun og flokkun virkjunarhugmynda og því ákvað verkefnisstjórn að meta viðfangsefni faghópsins, samfélagsleg áhrif virkjunarhugmynda, með öðrum hætti. Faghópur 4 skilaði frá sér þeirri niðurstöðu að ekki væru forsendur til að meta þjóðhagslega hagkvæmni þeirra virkjunarkosta sem til umfjöllunar væru í þessum 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Að framansögðu er ljóst að ekki liggja fyrir upplýsingar um alla þá þætti sem ber samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laga nr. 48/2011 að hafa til hliðsjónar við mat á því hvort orkunýtingarkostir falli í orkunýtingarflokk eða verndarflokk. Samkvæmt 5. gr. laganna skal þá setja umrædda kosti í biðflokk en í „biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar falla virkjunarkostir sem er talið að afla þurfi frekari upplýsinga um svo meta megi á grundvelli sjónarmiða sem fram koma í 4. mgr. 3. gr. hvort þeir eigi að falla í orkunýtingarflokk eða verndarflokk.“ Torvelt getur reynst að snúa neikvæðri byggðaþróun á Norðurlandi vestra við verði með öllu útilokað að hagnýta fleiri mögulega virkjunarkosti á svæðinu. Órökrétt er með öllu að jafnframt sé óheimilt að rannsaka þá sömu kosti til fulls með tilliti til heildstæðs hagsmunamats. Er það beinlínis andstætt lögum og tilgangi rammaáætlunar þar sem þeirri greiningarvinnu sem liggja á til grundvallar flokkun virkjanakostanna er mjög ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Að mati Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar er útilokað að setja mögulega virkjunarkosti í Skagafirði í verndarflokk án þess að ráðist sé í mun viðameiri rannsóknir og mat á áhrifum þeirra á náttúru og samfélag í Skagafirði og nágrenni og að þar séu rekjanlegar og gagnsæjar niðurstöður allra faghópa rammaáætlunar hafðar til hliðsjónar. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer því fram á að Alþingi breyti framkominni þingsályktunartillögu á þann veg að Skagafjarðarvirkjanir fari í biðflokk rammaáætlunar og verði þar með rannsakaðar til fulls, sem aftur verði grundvöllur ákvarðanatöku síðar meir um hvort þessir kostir verði hagnýttir til orkuöflunar eða þeir látnir njóta verndar.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
VG og óháðir vísa til fjölmargra ályktanna félagsfunda og stjórna VG í Skagafirði á undanförnum árum um verndun Jökulsánna í Skagafirði. Sveitarstjórnarhópur VG og óháðra fagna því að virkjanakostir sem tengjast Skatastaðavirkjun og Villinganesvirkjun séu endanlega slegnir af og vatnasvæði Héraðsvatna sett í verndarflokk í rammaáætlun. Jökulsárnar í Skagafirði með sinni stórbrotnu náttúru er einstakar og þær ber að vernda, bæði fyrir komandi kynslóðir og á forsendum náttúrunnar sjálfrar. Með því að setja virkjanakosti í Jökulsánum í Skagafirði í verndarflokk er staðfest ótvírætt verndargildi svæðisins og þeir samfélagslegu hagsmunir til framtíðar sem felast í verndun þess.
Það er ánægjulegt að fulltrúar sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks hafi snúið við blaðinu frá ályktun frá sveitarstjórn sem þeir stóðu að 21. nóvember 2012, þar sem þess var krafist að virkjanir í jökulsánum yrðu færðar, þá úr biðflokki í nýtingarflokk. Þá var ekki talin þörf á frekari rannsóknum eða álitum faghópa. Bentu fulltrúar þessara flokka á í greinargerð með tillögunni máli sínu til stuðnings að "Virkjun jökulsánna í Skagafirði hefur verið til athugunar síðan á 8. áratug síðustu aldar og er mikið til af rannsóknargögnum um fyrirhugaða orkukosti."
Nú vilja fulltrúar framsóknar og Sjálfstæðisflokks að virkjanakostir í jökulsánum verði færðir úr verndarflokki í biðflokk og meiri rannsóknir. Með þessu áframhaldi er þess væntanlega ekki langt að bíða að sveitarstjórn geti sameinast um að mæla með verndun jökulsánna í Skagafirði.
Þegar umfjöllun byggðaráðs um þá tillögu að rammáætlun sem nú liggur fyrir var móttekin á alþingi, láðist að setja inn bókun minnihluta byggðaráðs og sömuleiðis þá afgreiðslu að byggðaráð stóð ekki einhuga að bókun meirihlutans, heldur voru bókanirnar tvær og að um málið eru skiptar skoðanir í byggðaráði Skagafjarðar og er það miður.
Fyrir hönd VG og óháðra
Bjarni Jónsson
Ásta Björg Pálmadóttir,Bjarni Jónsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs, þá tóku til máls Viggó Jónsson, Gunnsteinn Björnsson og Sigríður Magnúsdóttir með leyfi 2. varaforseta.
Tillagan var borin upp til afgreiðslu samþykkt með sex atkvæðum,. Bjarni Jónsson (VG) greiðir atkvæði á móti og vísar í áður framkomna bókun sína. Sigríður Magnúsdóttir (B) og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (K) óskuðu bókað að þær sitji hjá.
Afgreiðsla 779. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með sex atkvæðum. Bjarni Jónsson greiðir atkvæði á móti Sigríður Magnúsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskuðu bókað að þær sitji hjá.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 779 Fundargerð 15. fundar stjórnar SSNV frá 7. mars 2017 lögð fram til kynningar á 779. fundi byggðarráðs þann 30. mars 2017 Bókun fundar Fundargerð 15. fundar stjórnar SSNV frá 7. mars 2017 lögð fram til kynningar á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 779 Lagt fram til kynningar fundarboð dagsett 10. mars 2017 vegna 25. ársþings SSNV sem verður haldið þann 7. apríl 2017 á Hótel Laugarbakka í Húnaþingi vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 779. fundar byggðarráðs staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2017 með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 18:25.
Þórdís Friðbjörnsdóttir (B) boðaði forföll, Ingibjörg Huld Þórðardóttir situr fundinn.