Fara í efni

Umsagnarbeiðni - þingsályktunartillaga um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga

Málsnúmer 1704094

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 781. fundur - 12.04.2017

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2017 frá nefndasviði Alþingis. Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp sem kanni hvort unnt sé að skipta útsvarstekjum milli tveggja sveitarfélaga. Ráðherra hafi samráð við ráðherra sem fer með sveitarstjórnarmál og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mælir með því að þessi starfshópur verði skipaður og skipting útsvarstekna skoðuð.