Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2017 verða í annað sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Kristmundi Bjarnasyni verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf í þágu samfélagsins til áratuga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Kristmundi Bjarnasyni verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf í þágu samfélagsins til áratuga.