Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

44. fundur 27. apríl 2017 kl. 15:00 - 15:35 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá
Viggó Jónsson tók símleiðis þátt í fundinum.

1.Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2017

Málsnúmer 1704105Vakta málsnúmer

Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2017 verða í annað sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.



Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Kristmundi Bjarnasyni verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf í þágu samfélagsins til áratuga.

2.Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði

Málsnúmer 1603183Vakta málsnúmer

Lögð fyrir drög að stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði fyrir árin 2016-2020.

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 15:35.