Fara í efni

Sveitarfélagið Skagafjörður - Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðaralögn Marbæli Sauðárkrókur.

Málsnúmer 1704199

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 304. fundur - 03.05.2017

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðarstrengs frá Marbæli á Langholti út í Sauðárkrók. Ljósleiðarstrengurinn verður plægður niður og fylgir að mestu núverandi hitaveitulögnum. Verkefnið er samstarfsverkefni Sveitarfélalgsins Skagafjarðar og Mílu ehf. sem mun eiga og reka strenginn að framkvæmd lokinni. Meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrættir frá Mílu ehf. dagsettir 17.03.2017. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að veita framkvæmdarleyfi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 354. fundur - 08.05.2017

Vísað frá 304. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. maí 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



"Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðarstrengs frá Marbæli á Langholti út í Sauðárkrók. Ljósleiðarstrengurinn verður plægður niður og fylgir að mestu núverandi hitaveitulögnum. Verkefnið er samstarfsverkefni Sveitarfélalgsins Skagafjarðar og Mílu ehf. sem mun eiga og reka strenginn að framkvæmd lokinni. Meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrættir frá Mílu ehf. dagsettir 17.03.2017. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að veita framkvæmdarleyfi."



Veiting ofangreinds framkvæmdaleyfis borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.