Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

304. fundur 03. maí 2017 kl. 09:30 - 11:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hofsstaðasels 146407 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1704042Vakta málsnúmer

Bessi Freyr Vésteinsson kt. 120970-3059 og Sólrún Ingvadóttir kt. 070565-3079, f.h. Sels ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Hofsstaðasels, landnr. 146407, óska eftir heimild til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 30. mars 2017. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7067-02.

Um er að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar. Frá byggingarreitnum er fyrirhugað að leggja vegslóða að Siglufjarðarvegi, sem nýtist sem rekstrarleið fyrir gripi og sem aðkoma að túnum. Umsögn Vegagerðarinnar þarf að liggja fyrir varðandi rekstrarleið. Erindið samþykkt.

2.Ármúli 145983 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1704048Vakta málsnúmer

Hermann Þórisson kt. 140960-4709, þinglýstur eigandandi Ármúla, landnr. 145983, óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni, dags. 4. apríl 2017. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 728101. Um er að ræða byggingarreit vegna tveggja gestahúsa. Erindið samþykkt.

3.Barð (146777) og Fyrirbarð (146795) - Umsókn um sameiningu jarða.

Málsnúmer 1704131Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 3. apríl sl., óska, Ólafur Helgi Marteinsson kt. 300459-2349 og Rúnar Marteinsson kt. 100463-4319 fh. Fyrirbarðs ehf. kt. 440712-1850 , þinglýsts eiganda jarðanna Barðs í Fljótum landnr. 146777 og Fyrirbarðs í Fljótum landnr. 146795 heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að sameina framangreindar jarðir. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gera grein fyrir erindinu. Uppdrættirnir eru nr. S01, S02 og S03 í verki númer 729701, og eru þeir dagsettir 3. apríl 2017. Þá er sótt um að eftir sameininguna beri jörðin heitið Barð og hafa landnúmerið 146777.

Fasta- og matsnúmer sem í dag tilheyra jörðinni Barði eru:

214-3843, 214-3844,214-3845,214-3846,214-3847,214-3848,214-3849,214-3850,214-3851

Fasta- og matsnúmer sem í dag tilheyra jörðinni Fyrirbarði eru:

214-3934,214-3935,214-3937, 214-3938, 214-3940. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

4.Túngata 10 - Umsókn um tímabundna breytta notkun.

Málsnúmer 1704143Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um heimild til að breyta notkun íbúðarhússins Túngata 10 á Hofsósi. Sótt er um að breyta notkun húsnæðis, tímabundið til tveggja ára, í leikskóla. Erindið samþykkt.

5.Neðri-Ás 1 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1704153Vakta málsnúmer

Erlingur Garðarson kt. 100259-3979 Neðra- Ási 1 óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit fyrir fjós í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur er gerður á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdráttur dagsettur 21. apríl 20107 númer S01 verk 71593. Erindið samþykkt.



6.Eyrartún 1 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1704067Vakta málsnúmer

Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149 og og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir kt. 270983-6189 sækja um lóðina Eyratún 1 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta Magnúsi Frey og Kolbrúnu lóðinni.

7.Sveitarfélagið Skagafjörður - Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðaralögn Marbæli Sauðárkrókur.

Málsnúmer 1704199Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðarstrengs frá Marbæli á Langholti út í Sauðárkrók. Ljósleiðarstrengurinn verður plægður niður og fylgir að mestu núverandi hitaveitulögnum. Verkefnið er samstarfsverkefni Sveitarfélalgsins Skagafjarðar og Mílu ehf. sem mun eiga og reka strenginn að framkvæmd lokinni. Meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrættir frá Mílu ehf. dagsettir 17.03.2017. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að veita framkvæmdarleyfi.

8.Stóra-Gröf syðri - tilkynning um skógrækt

Málsnúmer 1703166Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 10. mars sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða 20,5 ha skógrækt að Stóru- Gröf syðri í Skagafirði landnr. 146004. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303 fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl. var afgreiðslu frestað. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi skulu framkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum ávallt háðar framkvæmdaleyfi. Í fyrsta viðauka við l. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, nánar tiltekið í lið 1.07, kemur fram að á meðal framkvæmda sem falla undir c- flokk, sem eru framkvæmdir sem kunna m.t.t. umfangs, eðlis og staðsetningar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum, sé „nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Þar sem fyrirhuguð skógrækt breytir núverandi landnotkun, m.a. í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010, úr því að vera landbúnaðarsvæði (L) yfir í að vera skógræktar- og landgræðslusvæði (merkt SL) skv. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er ekki annað að sjá en að hún sé þess háttar „framkvæmd sem tilgreind er í lögum um mat á umhverfisáhrifum“, og sé því háð framkvæmdaleyfi skv. framangreindu ákvæði reglugerðar nr. 772/2012.

Í ljósi ofanritaðs er það afstaða skipulags- og byggingarnefndar að um sé að ræða framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd.

9.Mælifellsá - tilkynning um skógrækt

Málsnúmer 1703032Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 28. febrúar sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða stækkun á skógrækt að Mælifellsá. landnr. 146221. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303 fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl var Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu með vísan til afgreiðslu fundarinns og frekari lagalegra sjónarmiða. Svarbréf skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 25. apríl 2017 liggur fyrir til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og vísar því til sveitarstjórnar.

10.Hofsstaðir 146408 - Tilkynning um skógrækt

Málsnúmer 1704112Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 11. apríl 2017 tilkynnir Skógræktin um skógræktarsamning á jörðinni Hofsstaðir, landnúmer 146408. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi skulu framkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum ávallt háðar framkvæmdaleyfi. Í fyrsta viðauka við l. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, nánar tiltekið í lið 1.07, kemur fram að á meðal framkvæmda sem falla undir c-flokk, sem eru framkvæmdir sem kunna m.t.t. umfangs, eðlis og staðsetningar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum, sé „nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Þar sem fyrirhuguð skógrækt breytir núverandi landnotkun, m.a. í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010, úr því að vera landbúnaðarsvæði (L) yfir í að vera skógræktar- og landgræðslusvæði (merkt SL) skv. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er ekki annað að sjá en að hún sé þess háttar „framkvæmd sem tilgreind er í lögum um mat á umhverfisáhrifum“, og sé því háð framkvæmdaleyfi skv. framangreindu ákvæði reglugerðar nr. 772/2012. í ljósi ofanritaðs er það afstaða skipulags- og byggingarnefndar að um sé að ræða framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd.

11.Skógargata 19B - Umsókn um lóð.

Málsnúmer 1704169Vakta málsnúmer

Óli Viðar Andrésson kt. 270572-4809 sækir um lóðina Skógargata 19b og óskar heimildar til að flytja á lóðina frístundahús í hans eigu sem nú stendur á frístundalóði í landi Víðimels.Þá er jafnframt óskað eftir ábendingum frá Skipulags- og byggingarefnd um mögulega staðsetningu á húsinu á Sauðárkróki ef umbeðin staðsetning í Skógargötu 19b kæmi ekki til greina. Erindinu hafnað, í þéttbýlinu á Sauðárkróki eru ekki til skipulagðar lóðir fyrir frístundahús.

12.Aðalgata 4 - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1704051Vakta málsnúmer

Jóhanna Ey Harðardóttir kt. 120188-3569 og Ólína Björk Hjartardóttir kt. 130988-2889 f.h. Drangey gistiheimili ehf. kt. 600709-1510 eigenda efri hæðar íbúðar með fastanúmer 213-1098 að Aðalgötu 4 á Sauðárkróki, óska eftir samþykki skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar til að breyta notkun hússins í gistiheimili. Fyrirhuguð er gistiaðstaða fyrir allt að tíu manns.

Framangreind eign er í fjöleignarhúsi og gera eigendur neðrihæðar hússins ekki athugasemdir við umbeðna breytta notkun. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

13.Háahlíð 12 - Umsókn um bílastæði við lóð

Málsnúmer 1704167Vakta málsnúmer

Jón Pálmason kt. 031157-8389 Háuhlíð 12 Sauðárkróki óskar eftir leyfi til að fjarlægja gras/jarðveg af norðurenda graseyjar framan við Háuhlíð 12 og setja hellur í staðinn. Í umsókn kemur fram að stæðið sé hugsað fyrir 1 bíl. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar ekki að gerð séu bílastæði utan lóðar, en heimilar breikkun á innkeyrslu um allt að 1,5 m til suðurs. Framkvæmdin skal unnin í samráði við veitu- og framkvæmdasvið.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46

Málsnúmer 1703025FVakta málsnúmer

Fundargerð 46. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:15.