Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 782

Málsnúmer 1705001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 354. fundur - 08.05.2017

Fundargerð 782. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Bjarni Jónsson, kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2016. Kristján Jónasson lögg. endurkoðandi hjá KPMG hf., fór yfir og kynnti reikninginn.
    Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Undir þessum dagskrárlið sátu sveitarstjórnarfulltrúarnir Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarki Tryggvason, Sigríður Magnúsdóttir og Gunnsteinn Björnsson. Véku þau síðan af fundi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 "Sveitarfélagið Skagafjörður, ársreikningur 2016" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf dagsett 23. mars 2017 frá Auði Steingrímsdóttur og Guðmundi Sveinssyni þar sem þau óska eftir að fá til notkunar og leigu ræktunarland í eigu sveitarfélagsins með landnúmer 143992 og fastanúmer 213-2632, vegna áforma sveitarfélagsins að taka land sem þau hafa í dag, undir nýtt byggingarland. Landið sem þau óska eftir er í landi sveitarfélagsins sunnan í Áshildarholti og liggur niður að Áshildarholtsvatni.
    Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og gera drög að samkomulagi um landskipti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lögð fram drög af umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, 376. mál.
    Byggðarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og getur ekki stutt að frumvarpið verði að lögum. Byggðarráð hafnar öllum áformum um að færa alla útgáfu starfsleyfa til Umhverfisstofnunar, enda eru þær tillögur illa ígrundaðar.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og bar upp þá tillögu að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, svohljóðandi.

    "Lögð fram drög af umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, 376. mál. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og getur ekki stutt að frumvarpið verði að lögum. Sveitarstjórn hafnar öllum áformum um að færa alla útgáfu starfsleyfa til Umhverfisstofnunar, enda eru þær tillögur illa ígrundaðar."

    Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1704229, dagsettur 26. apríl 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gústavs Bentssonar, kt. 200372-5659, Steini, 551 Sauðárkróki, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Steini, 551 Sauðárkróki.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf dagsett 27. apríl 2017 frá Barnaverndarstofu þar sem stofnunin óskar eftir að losna undan gildandi leigusamningi um húsnæðið að Háholti. Segir í bréfinu að fyrirsjáanlegt sé að ekki verði um frekari starfsemi að ræða frá 1. júlí n.k. af hálfu Barnaverndarstofu.
    Byggðarráð harmar þá stöðu sem meðferðarheimilið er komið í og óskar eftir því að fá fulltrúa Barnaverndarstofu á fund ráðsins sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2017 frá nefndasviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál.
    Byggðarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu og styður hana eindregið, enda mikið öryggismál fyrir hinar dreifðu byggðir landsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 19. apríl 2017, þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu vegna ársins 2016. Heildarfjárhæð arðsins er 491 milljónir króna. Hlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 11.484.490 kr. Til frádráttar kemur fjármagnstekjuskattur að upphæð 2.296.898 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf dagsett 5. apríl 2017 frá Vodafone (Fjarskipti hf.), þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarf á uppbyggingu ljósleðarakerfis í Skagafirði.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitunefndar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lögð fram og farið yfir dagskrá vinabæjamóts í Köge, Danmörku, dagana 30. maí - 2. júní 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi málþing um innleiðingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málþingið verður haldið 16. maí n.k. í Reykjavík.
    Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á málþinginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • .11 1704029 Rafbílar
    Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram yfirlit frá veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins yfir úrval bifreiða sem drifnir eru rafmagni eingöngu og gætu hentað í rekstri sveitarfélagsins.
    Byggðarráð tekur vel í að keyptur verði rafdrifinn bíll fyrir sveitarfélagið og felur sveitarstjóra að koma með tillögu fyrir ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf frá Héraðssjóði Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis, dagsett 31. mars 2017 varðandi fasteignirnar við Hásæti 5, a,b,c, og d á Sauðárkróki. Lýsir stjórn sjóðsins vilja sínum til að ræða það að selja meðeigendum sínum, Akrahreppi og Sveitarfélaginu Skagafirði, hlut sinn í fasteignunum.
    Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að halda áfram með málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lögð fram svohljóðandi bókun 191. fundar landbúnaðarnefndar frá 25. apríl 2017:
    „Landbúnaðarnefnd leggur til að landspildunni úr landi Steintúns sunnan við Hrímnishöll verði lokað í sumar á meðan verið er að ganga frá lóðarsamningum um húsin og skilgreina vatnsverndarsvæði. Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að ekki verði leyfð beit eða dýrahald á svæðinu í sumar.“
    Byggðarráð samþykkir að ekki verði leyfð beit eða dýrahald á landspildu sveitarfélagsins úr landi Steintúns sunnan við Hrímnishöll héðan í frá þar til annað er ákveðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram til kynningar þingskjal 635 ? 346. mál á 146 löggjafarþingi 2016-2017, svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um þrjá tengivegi; Hegranesveg nr. 764, Reykjastrandarveg 748 og Vatnsnesveg nr. 711.

    Byggðarráð skorar á samgönguráðherra og Alþingi að tryggja nauðsynlega fjármuni til vegabóta og uppbyggingar á Hegranesvegi og Reykjastrandarvegi og leggur áherslu á að ekki verði frekari bið og nauðsynlegum vegabótum verði sinnt og vegirnir byggðir upp eins og þarf og lagt á þá bundið slitlag. Viðhaldi veganna hefur verið stórlega ábótavant undanfarin ár þrátt fyrir stóraukna umferð og ástand þeirra afar slæmt og vegirnir beinlínis hættulegir.
    Fram kemur í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Bjarna Jónssonar á Alþingi um viðhald og uppbyggingu veganna, að fjármagn sem ætlað er til viðhalds þeirra í ár dugi aðeins til brýnustu aðgerða. Ættu fjárveitingar til viðhalds að uppfylla það sem Vegagerðin hefur skilgreint sem þörf, þyrftu þær að vera a.m.k. tvöfalt hærri. Ekki liggur fyrir tímasett áætlun um að koma bundnu slitlagi á vegina samkvæmt svarinu. Hins vegar er ætlunin að leggja bundið slitlag á 5 km af Hegranesvegi í ár. Ekki hafi verið ráðstafað fé til að halda áfram að leggja bundið slitlag á veginn.
    Bent er á að ef unnt er að leggja bundið slitlag á tengivegi sem þessa, án mikilla breytinga eða uppbyggingar, sé hægt að lækka kostnað niður í allt að allt 30 millj. kr. á km, eins og fram kemur í skriflegu svari ráðherra.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu um að sveitarstjórn taki undir fyrri hluta bókunnar byggðarráðs, svohljóðandi:

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á samgönguráðherra og Alþingi að tryggja nauðsynlega fjármuni til vegabóta og uppbyggingar á Hegranesvegi og Reykjastrandarvegi og leggur áherslu á að ekki verði frekari bið og nauðsynlegum vegabótum verði sinnt og vegirnir byggðir upp eins og þarf og lagt á þá bundið slitlag. Viðhaldi veganna hefur verið stórlega ábótavant undanfarin ár þrátt fyrir stóraukna umferð og ástand þeirra afar slæmt og vegirnir beinlínis hættulegir.

    Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2017 frá Farskólanum ? miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra þar sem boðað er til aðalfundar þann 10. maí 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 27. apríl 2017 varðandi umfjöllun um íslenska sveitarstjórnarstigið á vorþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins í lok mars s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.