Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 45

Málsnúmer 1705002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 354. fundur - 08.05.2017

Fundargerð 45. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gunnsteinn Björnson kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 45 Tekin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2016-2020 sem Þorgeir Pálsson hjá Thorp ehf. vann fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð í samvinnu við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
    Undir þessum lið komu þau Þórhildur Jónsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Davíð Jóhannsson frá SSNV og Þorgeir Pálsson frá Thorp ehf. sem tók þátt í fundinum símleiðis.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir þessa stefnumótun fyrir sitt leyti. Stefnumótunin verður formlega kynnt á opnum fundi á Hólum í Hjaltadal, þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 13.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 45 Tekin fyrir beiðni um styrk vegna sýningar um ævi og ritstörf skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd getur því miður ekki orðið við erindinu en óskar aðstandendum hennar góðs gengis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.