Sveitarfélagið Skagafjörður, ársreikningur 2016
Málsnúmer 1705017
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 354. fundur - 08.05.2017
Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2016.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 4.917 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.239 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.314 millj. króna, þar af A-hluti 3.913 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 603 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 326 millj. króna. Afskriftir eru samtals 189 millj. króna, þar af 105 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 257 millj. króna, þ.a. eru 192 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2016 er 252 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er er jákvæður um 43 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 8.099 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 6.021 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2016 samtals 6.093 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.875 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.533millj. króna hjá A og B hluta auk 556 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.007 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 25%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.158 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 101 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 308 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 633 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2016, 226 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 432 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 706 millj. króna, handbært fé hækkaði um 149 millj. króna á árinu og nam það 195 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 665 millj. króna.
Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2016, 124% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 115% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Sveitarstjórn samþykkir með öllum atkvæðum að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 4.917 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.239 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.314 millj. króna, þar af A-hluti 3.913 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 603 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 326 millj. króna. Afskriftir eru samtals 189 millj. króna, þar af 105 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 257 millj. króna, þ.a. eru 192 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2016 er 252 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er er jákvæður um 43 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 8.099 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 6.021 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2016 samtals 6.093 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.875 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.533millj. króna hjá A og B hluta auk 556 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.007 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 25%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.158 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 101 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 308 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 633 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2016, 226 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 432 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 706 millj. króna, handbært fé hækkaði um 149 millj. króna á árinu og nam það 195 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 665 millj. króna.
Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2016, 124% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 115% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Sveitarstjórn samþykkir með öllum atkvæðum að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 355. fundur - 15.05.2017
Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2016.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 4.917 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.239 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.314 millj. króna, þar af A-hluti 3.913 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 603 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 326 millj. króna. Afskriftir eru samtals 189 millj. króna, þar af 105 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 257 millj. króna, þ.a. eru 192 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2016 er 252 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er er jákvæður um 43 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 8.099 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 6.021 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2016 samtals 6.093 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.875 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.533millj. króna hjá A og B hluta auk 556 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.007 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 25%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.158 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 101 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 308 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 633 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2016, 226 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 432 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 706 millj. króna, handbært fé hækkaði um 149 millj. króna á árinu og nam það 195 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 665 millj. króna.
Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2016, 124% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 115% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Efnahagslegt umhverfi flestra sveitarfélaga í landinu hefur verið óvenjugott síðustu misseri og má þess glögglega sjá stað í ársreikningum þeirra nú víðsvegar um landið.
Niðurstaða ársreiknings Skagafjarðar er á margan hátt jákvæð og má sjá viðsnúning á mörgum sviðum, án þess þó að gripið hafi verið til sérstakra aðgerða af hálfu sveitarstjórnar eða íbúum fjölgað.
Ekki er hinsvegar hægt að treysta á að ytri skilyrði og efnahagsástand reynist sveitarfélaginu hagstæð til lengri tíma litið og því brýnt að sveitarstjórn og nefndir sameinist um vinnu við að tryggja enn betur rekstur sveitarfélagins og þjónustu. Samhliða því þarf að styrkja byggðina, innviði og tekjur sveitarfélagsins.
Afkoma sveitarfélagsins er mjög viðkvæm og byggjast tekjur að miklu leiti á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem voru óvenju mikil á árinu. Söluandvirði eigna á síðasta ári nam sömuleiðis verulegum upphæðum og má sjá merki þess í ársreikningi, framkvæmdir sem áætlaðar voru á árinu döguðu sumar hverjar uppi og um leið útgjöld til þeirra.
Ef meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa gert með sér samning um áherslur og stefnumörkun á kjörtímabilinu, er hann enn falinn íbúum sveitarfélagsins af ótilgreindum ástæðum, þó 3 ár séu frá kosningum.
Skortur á pólitískri stefnumörkun er bagalegur fyrir sveitarfélag sem á mikið undir því að unnið sé útfrá langtímasýn á uppbyggingu og þjónustu víðsvegar um sveitarfélagið.
Auk hagstæðra ytri skilyrða byggist jákvæð afkoma sveitarsjóðs fyrst og fremst á góðri vinnu sveitarstjóra og allra starfsmanna og eru þeim færðar þakkir fyrir.
Bjarni Jónsson, oddviti VG og óháðra
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir oddviti Skagafjarðarlistans
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A og B hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 252 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á rúmar 43 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda er rúmar 414 milljónir en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir hagnaði upp á rúmar 303 milljónir. Handbært fé frá rekstri var í A og B hluta rúmar 633 milljónir. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 milljón króna, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 308 milljónir króna.
Skuldahlutfall sveitarsjóðs er 124% án þess að dregið sé frá hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem miðað er við að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150 % af reglulegum tekjum, ef dregnar eru frá lífeyrisskuldbindingar eins og heimilt er samkvæmt reglugerð, er skuldaviðmið sveitarsjóðs 115% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum.
Í sömu lögum er sveitarfélögum gert að vera með rekstur sinn í plús á hverju þriggja ára tímabili og stenst Sveitarfélagið Skagafjörður það viðmið sömuleiðis. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 706 milljónum króna á síðasta ári en ný lántaka og skuldbreytingar eru á sama tímabili fyrir 665 milljónir króna sem þýðir að skuldir sveitarsjóðs lækkuðu á árinu þrátt fyrir miklar framkvæmdir.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfinar samstæðunar 226 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 432 milljóna króna. Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga.
Rekstur sveitarsjóð er í góðu jafnvægi og batnar frá síðasta ári sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðuleiki í rekstri. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika á næstu árum. Er það verkefni allra sveitarstjórnarfulltrúa saman hvar í flokki þeir eru, enda kjörnir til að standa vörð um hagsmuni sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2016 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 4.917 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.239 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.314 millj. króna, þar af A-hluti 3.913 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 603 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 326 millj. króna. Afskriftir eru samtals 189 millj. króna, þar af 105 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 257 millj. króna, þ.a. eru 192 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2016 er 252 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er er jákvæður um 43 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 8.099 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 6.021 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2016 samtals 6.093 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.875 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.533millj. króna hjá A og B hluta auk 556 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.007 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 25%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.158 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 101 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 308 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 633 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2016, 226 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 432 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 706 millj. króna, handbært fé hækkaði um 149 millj. króna á árinu og nam það 195 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 665 millj. króna.
Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2016, 124% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 115% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Efnahagslegt umhverfi flestra sveitarfélaga í landinu hefur verið óvenjugott síðustu misseri og má þess glögglega sjá stað í ársreikningum þeirra nú víðsvegar um landið.
Niðurstaða ársreiknings Skagafjarðar er á margan hátt jákvæð og má sjá viðsnúning á mörgum sviðum, án þess þó að gripið hafi verið til sérstakra aðgerða af hálfu sveitarstjórnar eða íbúum fjölgað.
Ekki er hinsvegar hægt að treysta á að ytri skilyrði og efnahagsástand reynist sveitarfélaginu hagstæð til lengri tíma litið og því brýnt að sveitarstjórn og nefndir sameinist um vinnu við að tryggja enn betur rekstur sveitarfélagins og þjónustu. Samhliða því þarf að styrkja byggðina, innviði og tekjur sveitarfélagsins.
Afkoma sveitarfélagsins er mjög viðkvæm og byggjast tekjur að miklu leiti á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem voru óvenju mikil á árinu. Söluandvirði eigna á síðasta ári nam sömuleiðis verulegum upphæðum og má sjá merki þess í ársreikningi, framkvæmdir sem áætlaðar voru á árinu döguðu sumar hverjar uppi og um leið útgjöld til þeirra.
Ef meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa gert með sér samning um áherslur og stefnumörkun á kjörtímabilinu, er hann enn falinn íbúum sveitarfélagsins af ótilgreindum ástæðum, þó 3 ár séu frá kosningum.
Skortur á pólitískri stefnumörkun er bagalegur fyrir sveitarfélag sem á mikið undir því að unnið sé útfrá langtímasýn á uppbyggingu og þjónustu víðsvegar um sveitarfélagið.
Auk hagstæðra ytri skilyrða byggist jákvæð afkoma sveitarsjóðs fyrst og fremst á góðri vinnu sveitarstjóra og allra starfsmanna og eru þeim færðar þakkir fyrir.
Bjarni Jónsson, oddviti VG og óháðra
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir oddviti Skagafjarðarlistans
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A og B hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 252 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á rúmar 43 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda er rúmar 414 milljónir en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir hagnaði upp á rúmar 303 milljónir. Handbært fé frá rekstri var í A og B hluta rúmar 633 milljónir. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 milljón króna, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 308 milljónir króna.
Skuldahlutfall sveitarsjóðs er 124% án þess að dregið sé frá hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem miðað er við að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150 % af reglulegum tekjum, ef dregnar eru frá lífeyrisskuldbindingar eins og heimilt er samkvæmt reglugerð, er skuldaviðmið sveitarsjóðs 115% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum.
Í sömu lögum er sveitarfélögum gert að vera með rekstur sinn í plús á hverju þriggja ára tímabili og stenst Sveitarfélagið Skagafjörður það viðmið sömuleiðis. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 706 milljónum króna á síðasta ári en ný lántaka og skuldbreytingar eru á sama tímabili fyrir 665 milljónir króna sem þýðir að skuldir sveitarsjóðs lækkuðu á árinu þrátt fyrir miklar framkvæmdir.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfinar samstæðunar 226 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 432 milljóna króna. Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga.
Rekstur sveitarsjóð er í góðu jafnvægi og batnar frá síðasta ári sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðuleiki í rekstri. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika á næstu árum. Er það verkefni allra sveitarstjórnarfulltrúa saman hvar í flokki þeir eru, enda kjörnir til að standa vörð um hagsmuni sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2016 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Undir þessum dagskrárlið sátu sveitarstjórnarfulltrúarnir Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarki Tryggvason, Sigríður Magnúsdóttir og Gunnsteinn Björnsson. Véku þau síðan af fundi.