Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 783
Málsnúmer 1705009FVakta málsnúmer
Fundargerð 783. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 355. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Frestað mál frá árinu 2015. Farið yfir stöðu mála varðandi sýslumörk á Skagaheiði. Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og tæknisviðs kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu málsins. Lögð fram bréf frá Skagabyggð, dagsett 14. mars 2015 varðandi sýslumörk á Skaga og Sveitarfélaginu Skagaströnd, dagsett 12. febrúar 2014.
Byggðarráð samþykkir að fela Ingvari Páli að þoka málinu áfram í átt að samkomulagi við framangeind sveitarfélög. Bókun fundar Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Lögð fram svohljóðandi bókun 127. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 30. mars 2017: „Sveitarfélagið Skagafjörður hefur fengið úthlutað styrk til uppsetningu tveggja hraðhleðslustöðva í Varmahlíð og á Sauðárkróki á árinu 2017. Lagt var fyrir fundinn yfirlit yfir mögulegar staðsetningar á hraðhleðslustöðvum. Nefndin leggur til að hraðhleðslustöðvar verði staðsettar við sundlaugar á Sauðárkróki og í Varmahlíð.“
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Gýgjar Sigurðarson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela Ingvari Gýgjari að halda áfram með málið. Bókun fundar Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705032, dagsettur 3. maí 2017, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Drangey gistiheimili ehf., kt. 600709-1510, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Aðalgötu 4, 550 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705038, dagsettur 4. maí 2017, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá ahsig ehf., kt. 610102-3280, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, Áskaffi, í byggðasafninu að Glaumbæ, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Lagt fram bréf dagsett 8. maí 2017 frá Ungmennafélagi Íslands varðandi Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 sem verða haldin á Sauðárkróki dagana 13.- 15. júlí 2018. Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni einn fulltrúa í landsmótsnefnd sem einnig mun gegna formennsku í framkvæmdanefnd mótsins.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigríði Svavarsdóttur, forseta sveitarstjórnar sem fulltrúa sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Lagt fram bréf frá Landskerfi bókasafna, dagsett 2. maí 2017, þar sem boðað er til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þann 24. maí 2017 í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að Þórdís Friðbjörnsdóttir, héraðsbókavörður verði fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 26. apríl 2017, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til fjárlaganefndar Alþingis, varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2018-2022, 402. mál.
Byggðarráð samþykkir að taka undir umsögn sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. maí 2017 frá Landsneti hf. þar sem segir að Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 30. maí 2017. Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna áforma um Blöndulínu 3 vilja Vg og óháð leggja áherslu á að loftlínur verði aðeins notaðar þar sem ekki er mögulegt að leggja jarðstrengi og tekið verði mið af náttúruverndarsjónarmiðum og hagsmunum og vilja heimafólks við áætlanagerð og ákvarðanatöku.
Þá er áréttuð samhljóða ályktun Sveitarstjórnar Skagafjarðar frá árinu 2012: "Sveitarstjórn áréttar ennfremur að við undirbúning og vinnu að línulögninni sé tekið ríkt tillit til hagsmuna heimamanna og skoðað hvort og þá með hvaða hætti hægt er að koma til móts við kröfur um línulögn í jörð að hluta til."
"Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að setja skilyrði fyrir lagningu Blöndulínu 3 hvað varðar leiðarval og framkvæmdakosti, þar með talið að raflína verði að hluta til lögð í jörð."
Bjarni Jónsson V - lista
Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. mars 2017 frá Brú lífeyrissjóði varðandi breytingu á A deild lífeyrissjóðsins vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997. Bókun fundar Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 783 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 7. apríl 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 783. fundar byggðarráðs staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum.
2.Umhverfis- og samgöngunefnd - 128
Málsnúmer 1705008FVakta málsnúmer
Fundargerð 126. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 353. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Viggó Jónsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
- 2.1 1705016 Umhverfisdagar 2017Umhverfis- og samgöngunefnd - 128 Rætt var um framkvæmd umhverfisdaga 2017.
Formanni og sviðstjóra falið að ræða við markaðs- og kynningarsvið sveitarfélagsins til að koma með tillögur um framkvæmd og kynningu á átakinu. Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu - 2.2 1705024 Matslýsing kerfisáætlunar Landsnets 2017-2026 - kynningUmhverfis- og samgöngunefnd - 128 Lagður var fram til kynnningar tölvupóstur frá Landsneti þar sem kynnt er matslýsing kerfisáætlunar 2017 til 2026.
Matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets og er frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna til og með 30. maí 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu - 2.3 1704188 Fyrirspurn og svör um viðhald og uppbyggingu Reykjastrandarvegar og HegranesvegarUmhverfis- og samgöngunefnd - 128 Lagt fram til kynningar þingskjal 635 vegna 346. máls á 146. löggjafarþingi 2016-2017, svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um þrjá
tengivegi; Hegranesveg nr. 764, Reykjastrandarveg 748 og Vatnsnesveg nr. 711.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skorar á samgönguráðherra og Alþingi að tryggja nauðsynlega fjármuni til vegabóta og uppbyggingar á Hegranesvegi og Reykjastrandarvegi og leggur áherslu á að ekki verði frekari bið og nauðsynlegum vegabótum verði sinnt og vegirnir byggðir upp eins og þarf og lagt á þá bundið slitlag. Viðhaldi veganna hefur verið stórlega
ábótavant undanfarin ár þrátt fyrir stóraukna umferð og ástand þeirra afar slæmt og vegirnir beinlínis hættulegir.
Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu - 2.4 1701004 Fundagerðir 2017 - Hafnasamb. ÍslandsUmhverfis- og samgöngunefnd - 128 Lögð var fram til kynningar 394. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur undir ósk hafnasambandsins að gerður verði samningur við hafnirnar um greiðslu fyrir þá þjónustu sem þær veita ríkinu með vigtun og skráningu sjávarafla í þágu fiskveiðistjórnunarkerfi ríkisins. Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu - 2.5 1601005 Fundagerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Nl.vUmhverfis- og samgöngunefnd - 128 Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 20. desember 2016 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu
- 2.6 1704204 Ársfundur Umhverfisstofnunar 2017Umhverfis- og samgöngunefnd - 128 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 353. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu
3.Veitunefnd - 38
Málsnúmer 1705006FVakta málsnúmer
Fundargerð 37. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 355. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 38 Ingimar Jóhannsson kom á fund nefndarinnar fyrir hönd sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju.
Til umræðu var samningur vegna stækkun Sauðárkrókskirkju frá 1990.
Ákveðið að setja mæli á innspýtingu fyrir snjóbræðslu og að Skagafjarðarveitur greiði fyrir upphitun heimkeyrsluréttar samkvæmt samningi frá 1990. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 38 Prufudæling á borholum í Hrolleifsdal, SK-28 og SK-32, stendur nú yfir.
Byrjað var að prufudæla SK-28 19. apríl sl. og síðar var farið að dæla úr báðum holum samtímis.
Ákveðið að boða sérfræðinga frá ÍSOR á fund veitunefndar að loknum dæluprófunum. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 38 Fyrsti verkfundur vegna hitaveitu og strenglagnar í Lýtingsstaðahreppi er á morgun. Verktakar munu hefja framkvæmdir á næstu dögum. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 38 Lagning ljósleiðara frá Marbæli að Sauðárkróki er í útboðsferli og verða tilboð í verkið opnuð 15. maí nk.
Stefnt er á að bjóða út lagningu um Hegranes að hluta ásamt Höfðaströnd og Sléttuhlíð á næstu dögum. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 38 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Vodafone þar sem fyrirtækið lýsir yfir áhuga á að taka þátt í uppbyggingu fjarskiptainnviða í tengslum við styrkveitingu til sveitarfélagsins vegna Ísland ljóstengt.
Sviðstjóra falið að boða fulltrúa Vodafone á fund veitunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 355. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2017 með níu atkvæðum.
4.Sveitarfélagið Skagafjörður, ársreikningur 2016
Málsnúmer 1705017Vakta málsnúmer
Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2016.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 4.917 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.239 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.314 millj. króna, þar af A-hluti 3.913 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 603 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 326 millj. króna. Afskriftir eru samtals 189 millj. króna, þar af 105 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 257 millj. króna, þ.a. eru 192 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2016 er 252 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er er jákvæður um 43 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 8.099 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 6.021 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2016 samtals 6.093 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.875 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.533millj. króna hjá A og B hluta auk 556 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.007 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 25%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.158 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 101 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 308 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 633 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2016, 226 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 432 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 706 millj. króna, handbært fé hækkaði um 149 millj. króna á árinu og nam það 195 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 665 millj. króna.
Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2016, 124% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 115% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Efnahagslegt umhverfi flestra sveitarfélaga í landinu hefur verið óvenjugott síðustu misseri og má þess glögglega sjá stað í ársreikningum þeirra nú víðsvegar um landið.
Niðurstaða ársreiknings Skagafjarðar er á margan hátt jákvæð og má sjá viðsnúning á mörgum sviðum, án þess þó að gripið hafi verið til sérstakra aðgerða af hálfu sveitarstjórnar eða íbúum fjölgað.
Ekki er hinsvegar hægt að treysta á að ytri skilyrði og efnahagsástand reynist sveitarfélaginu hagstæð til lengri tíma litið og því brýnt að sveitarstjórn og nefndir sameinist um vinnu við að tryggja enn betur rekstur sveitarfélagins og þjónustu. Samhliða því þarf að styrkja byggðina, innviði og tekjur sveitarfélagsins.
Afkoma sveitarfélagsins er mjög viðkvæm og byggjast tekjur að miklu leiti á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem voru óvenju mikil á árinu. Söluandvirði eigna á síðasta ári nam sömuleiðis verulegum upphæðum og má sjá merki þess í ársreikningi, framkvæmdir sem áætlaðar voru á árinu döguðu sumar hverjar uppi og um leið útgjöld til þeirra.
Ef meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa gert með sér samning um áherslur og stefnumörkun á kjörtímabilinu, er hann enn falinn íbúum sveitarfélagsins af ótilgreindum ástæðum, þó 3 ár séu frá kosningum.
Skortur á pólitískri stefnumörkun er bagalegur fyrir sveitarfélag sem á mikið undir því að unnið sé útfrá langtímasýn á uppbyggingu og þjónustu víðsvegar um sveitarfélagið.
Auk hagstæðra ytri skilyrða byggist jákvæð afkoma sveitarsjóðs fyrst og fremst á góðri vinnu sveitarstjóra og allra starfsmanna og eru þeim færðar þakkir fyrir.
Bjarni Jónsson, oddviti VG og óháðra
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir oddviti Skagafjarðarlistans
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A og B hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 252 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á rúmar 43 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda er rúmar 414 milljónir en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir hagnaði upp á rúmar 303 milljónir. Handbært fé frá rekstri var í A og B hluta rúmar 633 milljónir. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 milljón króna, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 308 milljónir króna.
Skuldahlutfall sveitarsjóðs er 124% án þess að dregið sé frá hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem miðað er við að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150 % af reglulegum tekjum, ef dregnar eru frá lífeyrisskuldbindingar eins og heimilt er samkvæmt reglugerð, er skuldaviðmið sveitarsjóðs 115% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum.
Í sömu lögum er sveitarfélögum gert að vera með rekstur sinn í plús á hverju þriggja ára tímabili og stenst Sveitarfélagið Skagafjörður það viðmið sömuleiðis. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 706 milljónum króna á síðasta ári en ný lántaka og skuldbreytingar eru á sama tímabili fyrir 665 milljónir króna sem þýðir að skuldir sveitarsjóðs lækkuðu á árinu þrátt fyrir miklar framkvæmdir.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfinar samstæðunar 226 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 432 milljóna króna. Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga.
Rekstur sveitarsjóð er í góðu jafnvægi og batnar frá síðasta ári sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðuleiki í rekstri. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika á næstu árum. Er það verkefni allra sveitarstjórnarfulltrúa saman hvar í flokki þeir eru, enda kjörnir til að standa vörð um hagsmuni sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2016 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 4.917 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.239 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.314 millj. króna, þar af A-hluti 3.913 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 603 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 326 millj. króna. Afskriftir eru samtals 189 millj. króna, þar af 105 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 257 millj. króna, þ.a. eru 192 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2016 er 252 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er er jákvæður um 43 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 8.099 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 6.021 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2016 samtals 6.093 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.875 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.533millj. króna hjá A og B hluta auk 556 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.007 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 25%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.158 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 101 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 308 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 633 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2016, 226 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 432 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 706 millj. króna, handbært fé hækkaði um 149 millj. króna á árinu og nam það 195 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 665 millj. króna.
Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2016, 124% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 115% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Efnahagslegt umhverfi flestra sveitarfélaga í landinu hefur verið óvenjugott síðustu misseri og má þess glögglega sjá stað í ársreikningum þeirra nú víðsvegar um landið.
Niðurstaða ársreiknings Skagafjarðar er á margan hátt jákvæð og má sjá viðsnúning á mörgum sviðum, án þess þó að gripið hafi verið til sérstakra aðgerða af hálfu sveitarstjórnar eða íbúum fjölgað.
Ekki er hinsvegar hægt að treysta á að ytri skilyrði og efnahagsástand reynist sveitarfélaginu hagstæð til lengri tíma litið og því brýnt að sveitarstjórn og nefndir sameinist um vinnu við að tryggja enn betur rekstur sveitarfélagins og þjónustu. Samhliða því þarf að styrkja byggðina, innviði og tekjur sveitarfélagsins.
Afkoma sveitarfélagsins er mjög viðkvæm og byggjast tekjur að miklu leiti á framlögum úr Jöfnunarsjóði sem voru óvenju mikil á árinu. Söluandvirði eigna á síðasta ári nam sömuleiðis verulegum upphæðum og má sjá merki þess í ársreikningi, framkvæmdir sem áætlaðar voru á árinu döguðu sumar hverjar uppi og um leið útgjöld til þeirra.
Ef meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa gert með sér samning um áherslur og stefnumörkun á kjörtímabilinu, er hann enn falinn íbúum sveitarfélagsins af ótilgreindum ástæðum, þó 3 ár séu frá kosningum.
Skortur á pólitískri stefnumörkun er bagalegur fyrir sveitarfélag sem á mikið undir því að unnið sé útfrá langtímasýn á uppbyggingu og þjónustu víðsvegar um sveitarfélagið.
Auk hagstæðra ytri skilyrða byggist jákvæð afkoma sveitarsjóðs fyrst og fremst á góðri vinnu sveitarstjóra og allra starfsmanna og eru þeim færðar þakkir fyrir.
Bjarni Jónsson, oddviti VG og óháðra
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir oddviti Skagafjarðarlistans
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A og B hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 252 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á rúmar 43 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A og B hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda er rúmar 414 milljónir en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir hagnaði upp á rúmar 303 milljónir. Handbært fé frá rekstri var í A og B hluta rúmar 633 milljónir. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 milljón króna, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 308 milljónir króna.
Skuldahlutfall sveitarsjóðs er 124% án þess að dregið sé frá hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem miðað er við að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150 % af reglulegum tekjum, ef dregnar eru frá lífeyrisskuldbindingar eins og heimilt er samkvæmt reglugerð, er skuldaviðmið sveitarsjóðs 115% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum.
Í sömu lögum er sveitarfélögum gert að vera með rekstur sinn í plús á hverju þriggja ára tímabili og stenst Sveitarfélagið Skagafjörður það viðmið sömuleiðis. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 706 milljónum króna á síðasta ári en ný lántaka og skuldbreytingar eru á sama tímabili fyrir 665 milljónir króna sem þýðir að skuldir sveitarsjóðs lækkuðu á árinu þrátt fyrir miklar framkvæmdir.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfinar samstæðunar 226 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 432 milljóna króna. Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga.
Rekstur sveitarsjóð er í góðu jafnvægi og batnar frá síðasta ári sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðuleiki í rekstri. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika á næstu árum. Er það verkefni allra sveitarstjórnarfulltrúa saman hvar í flokki þeir eru, enda kjörnir til að standa vörð um hagsmuni sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2016 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
5.Fundagerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga
Málsnúmer 1701002Vakta málsnúmer
Þrjár fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 847. frá 24. febrúar, nr. 848. frá 24. mars og nr. 849. frá 31. mars 2017 lagðar fram til kynningar á 355. sveitarstjórnar 15. maí 2017
Fundi slitið - kl. 17:20.