Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46
Málsnúmer 1705019F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 356. fundur - 07.06.2017
Fundargerð 65. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 356. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna samsýningar 14 myndlistarmanna sem opnar þann 1. júlí 2017 í húsakynnum Safnahússins og á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að veita kr. 100.000,- til sýningarinnar sem tekið verður af fjárhagslið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46 Tekið fyrir erindi frá Þjóðminjasafni Íslands þar sem samningi á milli safnsins og Byggðasafns Skagfirðinga er sagt upp en jafnframt óskað eftir viðræðum um nýjan samning. Þar yrði m.a. tekið tillit til varðveislu bæjarins og þess að hluti aðgangseyris að bænum renni til viðhalds og varðveislu hans.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd staðfestir móttöku uppsagnar samningsins og fagnar viðræðum um starfsemina í Glaumbæ, rekstur hennar og framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46 Tekin fyrir boðun fundar Ferðamálstofu um málefni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem og MAST um ýmis mál sem snúa að sveitarfélögunum. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46 Tekið fyrir erindi frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur, fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum ehf., þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um rekstur Félagsheimilisins Ketiláss.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að framlengja samninginn til 1. maí 2018 en að auglýst verði eftir rekstraraðila fyrir húsið frá þeim tíma. Auglýst verði eigi síðar en haustið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.