Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
Ingibjörg Huld Þórðardóttir situr fundinn í stað Sigríðar Magnúsdóttur varaforseta (B)
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 784
Málsnúmer 1705014FVakta málsnúmer
Fundargerð 784. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 356. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Lagður fram tölvupóstur úr máli númer 1705135, dagsettur 12. maí 2017, frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Prófasturinn-Gistiheimili ehf., kt. 430517-1390, um að reka gististað í flokki II að Aðalgötu 14 (213-1129), Sauðárkróki. Fram kemur einnig að fyrir hafa Krókaleiðir ehf., kt. 680403-2360, gistileyfi að Aðalgötu 14 (Gisting Litla Borg), sem mun falla úr gildi þegar framangreind umsókn fær fullnaðarafgreiðslu hjá embættinu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Lögð fram drög að leiðbeiningum um notkun samfélagsmiðla á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar s.s. heimasíður og Facebooksíður stofnana.
Byggðarráð samþykkir framangreindar leiðbeiningar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 8 Leiðbeiningar um notkun samfélagsmiðla. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar, dagsett 2. maí 2017. Stjórn UMSS óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn sambandsins um að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2020 á 110. afmælisári ungmennasambandsins.
Byggðarráð samþykkir að styðja við umsókn Ungmennasambands Skagafjarðar um að halda Unglingalandsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Lögð fram drög að samningi um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Sauðárkróki á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Puffin and friends, kt. 601106-0780, tímabilið 1. júní ? 30. september 2017.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. maí 2017 frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi skipun samgöngu- og innviðanefnd SSNV skv. ákvörðun 25. ársþings sambandsins. Hvert aðildarsveitarfélag á einn fulltrúa í nefndinni og annan til vara. Óskað er eftir tilnefningu frá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon sem aðalmann og Bryndísi Lilju Hallsdóttur sem varamann. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Lagt fram tilboð dagsett 24. apríl 2017 frá Íslenska Gámafélaginu, kt. 470596-2289 í uppbyggingu og rekstur á rafhleðslustöðvum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitu- og framkvæmdasviðs til umsagnar. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. maí 2017 frá Orku Náttúrunnar, þar sem ON óskar eftir að ganga til samstarfs við Sveitarfélagið Skagafjörð um uppsetningu á hlöðum í Varmahlíð og á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitu- og framkvæmdasviðs til umsagnar. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Lagðar fram til kynningar bókanir sveitarstjórna Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf um rekstur á Náttúrustofu Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Byggðarráð samþykkir að tilnefna eftirtalin í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir, Halldór G. Ólafsson.
Varammenn: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 784 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV þann 9. maí 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 784. fundar byggðarráðs staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
2.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46
Málsnúmer 1705019FVakta málsnúmer
Fundargerð 65. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 356. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna samsýningar 14 myndlistarmanna sem opnar þann 1. júlí 2017 í húsakynnum Safnahússins og á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar framtakinu og samþykkir að veita kr. 100.000,- til sýningarinnar sem tekið verður af fjárhagslið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46 Tekið fyrir erindi frá Þjóðminjasafni Íslands þar sem samningi á milli safnsins og Byggðasafns Skagfirðinga er sagt upp en jafnframt óskað eftir viðræðum um nýjan samning. Þar yrði m.a. tekið tillit til varðveislu bæjarins og þess að hluti aðgangseyris að bænum renni til viðhalds og varðveislu hans.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd staðfestir móttöku uppsagnar samningsins og fagnar viðræðum um starfsemina í Glaumbæ, rekstur hennar og framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46 Tekin fyrir boðun fundar Ferðamálstofu um málefni Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem og MAST um ýmis mál sem snúa að sveitarfélögunum. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 46 Tekið fyrir erindi frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur, fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum ehf., þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi um rekstur Félagsheimilisins Ketiláss.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að framlengja samninginn til 1. maí 2018 en að auglýst verði eftir rekstraraðila fyrir húsið frá þeim tíma. Auglýst verði eigi síðar en haustið 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 46. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
3.Félags- og tómstundanefnd - 244
Málsnúmer 1705013FVakta málsnúmer
Fundargerð 244 fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 356. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félags- og tómstundanefnd - 244 Lagt fram minnisblað forstöðumanns frístunda- og íþróttamála um stöðu mála fyrir sumarið. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 244 Lagt fram bréf framkvæmdastjóra málefna fatlaðs fólks til réttindavaktar Velferðarráðuneytisins, dags. 3. maí 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Félags- og tómstundanefnd - 244 Félags- og tómstundanefnd telur að túlka beri 11. grein reglna um niðurgreiðslu dagvistargjalda á einkaheimilum og foreldragreiðslur rúmt þannig að miðað sé við 9 mánaða aldur barns til að foreldragreiðslur, jafnvel þótt foreldrar hafi valið að fresta hluta foreldraorlofs og nýta það síðar til hagsbóta fyrir barnið. Þannig verður samræmi milli 10. greinar um niðurgreiðslu hjá dagforeldri og 11. greinar reglnanna sem kveður á um foreldragreiðslur. Þessa túlkun ber að nota við afgeiðslu fyrirliggjandi umsókna.
Jafnframt felur nefndin félagsmálastjóra að gera tillögu að breyttu orðalagi reglnanna til að taka af allan vafa um þetta atriði.
Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Félags- og tómstundanefnd - 244 Tekin fyrir fimm erindi frá fjórum einstaklingum. Einu erindi synjað en fjögur samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
4.Fræðslunefnd - 121
Málsnúmer 1705011FVakta málsnúmer
Fundargerð 121. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 356. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 121 Starfsfólk leikskólans Ársala hyggur á námsferð til Skotlands í júní 2018. Af því tilefni er óskað eftir heimild fræðslunefndar til að færa hluta af skipulagsdögum, sem alla jafna eru dreifðir yfir árið, saman, þannig að skipulagsdagar verði haldnir 4., 5. og 6. júní 2018. Jafnframt er óskað eftir heimild starfsmanna til að taka sér orlof 7. og 8. júní. Loka þyrfti leikskólanum í eina viku af þessu tilefni, þ.e. frá 4.-8. júní 2018. Nefndin samþykkir tillöguna en ítrekar að málið sé kynnt foreldrum rækilega í tíma. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar fræðslunefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 121 Í dag, 17. maí eru 23 börn, sem fædd eru á árinu 2016, á biðlista eftir leikskóladvöl, þar af 17 sem verða orðin eins árs þann 30. ágúst n.k. Nú eru starfandi 2 dagforeldrar með samtals 9 börn í vistun. Vitað er að annað dagforeldrið mun starfa áfram næsta skólaár, ekki er vitað hvort hitt dagforeldrið starfar áfram. Verið er að leita leiða til að fjölga dagforeldrum, en á þessari stundu er ekki vitað hvort það tekst. Nefndin lýsir þungum áhyggjum af stöðu dagvistunarmála á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar fræðslunefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 121 Lögð fram tillaga að verklagsreglum vegna manneklu í Ársölum. Afar erfiðlega hefur gengið að ráða fólk til starfa við leikskólann og jafnframt hafa veikindi verið óvenju mikil í leikskólanum á þessu skólaári. Verklagsreglur sem hér um ræðir gera ráð fyrir að hægt sé að senda börn heim ef mönnun leikskólans er talin undir ásættanlegum mörkum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar fræðslunefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 121 Með hliðsjón af áhyggjum og umræðum um raka og myglu í leikskólanum Ársölum, yngra stigi, var ákveðið að leita til Verkfræðistofunnar Eflu eftir nánari skoðun. Tekin voru borkjarnasýni úr útveggjum og er beðið niðurstaðna úr þeim sýnum. Vonast er til að niðurstöður þeirra sýna liggi fyrir í lok þessarar viku eða upphafi næstu viku. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar fræðslunefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 121 Lögð fram tillaga að kennslukvóta fyrir grunnskólana fyrir næsta skólaár. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar fræðslunefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 121 Lögð fram ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar fræðslunefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 121 Lagðar fram niðurstöður kannana Skólapúlsins 2016-2017. Um er að ræða foreldrakönnun leik- og grunnskóla, starfsmannakönnun grunnskóla og nemendakönnun grunnskóla. Þessar niðurstöður sýna hvernig skagfirskir skólar standa sig í samanburði við aðra skóla í landinu. Niðurstöður þeirra eru í flestum tilvikum afar jákvæðar fyrir skagfirskt skólastarf og mikilvægt að stjórnendur kynni þær vel í sínu skólasamfélagi og nýti þær jafnframt til umbóta og enn frekari uppbyggingar í skólastarfi sinna skóla. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar fræðslunefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 121 Lagt fram minnisblað um stöðu tónlistarskólans og horfur á næsta skólaári. Flutningur skólans á Sauðárkróki í húsnæði Árskóla þykir hafa tekist afar vel þótt enn megi sníða af annmarka. Bókun fundar Afgreiðsla 121. fundar fræðslunefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
5.Skipulags- og byggingarnefnd - 305
Málsnúmer 1705005FVakta málsnúmer
Fundargerð 305. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 356. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 305 1. Skipulags- og matslýsing
Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd. Umsagnir bárust frá: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Húnavatnshreppi, Dalvíkurbyggð og Landsneti. Athugasemdir bárust frá Helgu Þórðardóttur og Margeiri Björnssyni, Ólafi Margeirssyni, Starra Heiðmarssyni, Maríu Reykdal, Birni Sveinssyni og Magneu Guðmundsdóttur, Evelyn Kuhne og Sveini Guðmundssyni, Jóni Arnljótssyni, Magnúsi Óskarssyni f.h. eigenda Brekku, Ástu Hrönn Þorsteinsdóttur, Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, Jóni Agli Indriðasyni, Einari Ólafssyni og Önnu S. Sigmundsdóttur, Sigurði Friðrikssyni, Klöru S. Jónsdóttur og Finni Sigurðarsyni f.h. Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt, Hestasporti ævintýraferðir, Þórhildi B. Jakobsdóttur og Óla S. Péturssyni, Birni Margeirssyni, Rakel Heiðmarsdóttur, Magnúsi Péturssyni, Rósu Björnsdóttur, Áhugahópi um vernd Jökulsáa, Hrafni Margeirssyni, Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Sveini Margeirssyni og Ólafi Þ. Hallgrímssyni.
Skipulagsnefnd þakkar kærlega fyrir framkomnar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsnefndin hefur skipað umsögnum og athugasemdum í 8 viðfangsefni sem eru valkostir, þörf fyrir framkvæmdir, áhrifamat, efnistaka, samræmi við aðrar áætlanir, upplýsingar og staðhættir, virkjanir og málsmeðferð. Eftirfarandi eru viðbrögð nefndarinnar og hvernig hún mun standa að áframhaldandi skipulagsvinnu.
1.1 Valkostir
Í mörgum athugasemdum var gerð krafa um að meta jarðstreng sem valkost. Einnig komu ábendingar um að skoða valkosti um leiðaval, þ.e. Kiðaskarðsleið, Hróðmundarskarðsleið og fylgja þjóðveginum.
Viðbrögð: Skipulagsnefnd mun við mótun vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu skoða og bera saman áhrif og ávinning af ofangreindum valkostum. Í skipulagsvinnu verða bornir saman valkostirnir, auk Héraðsvatnaleiðar og Efribyggðaleiðar, Kiðaskarðsleiðar, Hróðmundarskarðsleiðar, þess að fylgja þjóðveginum, jarðstrengslagnar að hluta eða öllu leyti og núll-kosts. Í samanburði verður m.a. litið til ávinnings fyrir Skagafjörð, umhverfisáhrifa og samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og annarra áætlana.
Skipulagsnefnd mun óska eftir upplýsingum frá Landsneti um forsendur jarðstrengslagnar, lengdir og þá kosti og annmarka sem eru fyrir hendi. Jafnframt hvort líklegt sé að breytingar verði á þessum annmörkum.
Í umsögn Skipulagsstofnunar er óskað eftir valkostagreiningu á staðarvali tengivirkis í þéttbýlinu á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd mun gera grein fyrir valkostum til skoðunar og rökum fyrir staðarvali.
1.2 Þörf fyrir framkvæmdir
Nokkrar athugasemdir snéru að þörf fyrir lagningu nýrrar raflínu um sveitarfélagið. Skipulagsnefnd mun við mótun skipulags gera grein fyrir þörf á framkvæmdum, annars vegar sem tengist beint hagsmunum sveitarfélagsins og hins vegar sem tengist styrkingu á meginflutningskerfi raforku. Skipulagsnefnd hefur óskað eftir upplýsingum frá Landsneti um þörf á framkvæmdum.
1.3 Áhrifamat
Í athugasemdum kemur fram að óskað er eftir að metin verði áhrif á ferðaþjónustu, búsetulandslag og landslagsheildir. Jafnframt verði lagt mat á áhrif á vatnsverndarsvæði og neysluvatn.
Skipulagsnefnd mun meta möguleg áhrif á þessa umhverfisþætti og miðar þar við fyrirliggjandi gögn. Nefndin mun jafnframt skerpa á matsspurningum og viðmiðum fyrir alla umhverfisþætti sem eru til skoðunar í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.
1.4 Efnistaka
Gerðar voru athugasemdir við fjölda efnistökustaða og umfangi efnistöku.
Skipulagsnefnd mun fara yfir þörf á öllum efnistökusvæðum sem komu fram í lýsingu. Nefndin mun m.a. leita til Landsnets um frekari upplýsingar um þörf og umfang efnistökustaða. Gerð verður grein fyrir niðurstöðu í vinnslutillögu.
1.5 Samræmi við aðrar áætlanir
Í athugasemdum komu fram ábendingar um að við breytingartillögu þurfi að líta til viðmiða í Ferðamálastefnu, Ferðamálaáætlun, Menningarstefnu í mannvirkjagerð, velferð til framtíðar um vatn og Orkustefnu Íslands.
Í skipulagstillögu verður gerð grein fyrir samræmi breytingartillögu við ofangreindar stefnur og áætlanir.
1.6 Upplýsingar og staðhættir
Í umsögn Skipulagsstofnunar kom fram að það skorti á að lýsa verndarsvæðum í skipulagslýsingu.
Skipulagsnefnd mun í vinnslutillögu gera grein fyrir þeirri landnotkun og þeim takmörkunum sem þar eru í gildi, þ.m.t. náttúruverndarsvæði, skógræktarsvæði og vatnsverndarsvæði.
1.7 Virkjanir
Gerðar voru athugasemdir við að setja virkjanir inn á aðalskipulag Skagafjarðar, sem væri í andstöðu við rammaáætlun.
Skipulagsnefnd áréttar að í lýsingu kom fram að endurskoða þyrfti ákvörðun um landnotkun. Þegar Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var samþykkt árið 2012 var skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1,1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1,2) frestað. Slík frestun gildir í 4 ár og sá tími er liðinn. Skipulagsnefnd mun taka ákvörðun um landnotkun á svæðinu, sem yrði annað hvort að skipulagi yrði frestað eða virkjunarkostir yrðu felldir út á skipulagi. Sú ákvörðun byggir m.a. á afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga rammaáætlunar.
1.8 Málsmeðferð
Í nokkrum athugasemdum kom fram að ekki ætti að breyta aðalskipulagi fyrr en Landsnet væri búið að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir Blöndulínu 3.
Skipulagsnefnd telur að nægjanlegar upplýsingar muni liggja fyrir um Blöndulínu 3. Sveitarfélagið hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá Landsneti um ýmsa þætti framkvæmdar. Sveitarfélagið mun styðjast við þær í ákvörðun sinni, ásamt því að skoða hvernig valkostir samræmist stefnu sveitarfélagsins, hafi ávinning í för með sér fyrir sveitarfélagið og hver séu líkleg umhverfisáhrif valkosta. Ef upplýsingar verða nægar til að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3, mun sveitarfélagið taka ákvörðun, en einnig að tilgreina atriði sem þarf að fjalla sérstaklega um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 9 "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar." Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 305 Margeir Björnsson kt. 191038-2079 og Helga Þórðardóttir kt. 070450-4459 sækja um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 19,4 ha. svæði á lögbýlinu Mælifellsá (146221). Er það viðbót við 31,5 ha. svæði sem gerður var samningur um við Norðurlandsskóga árið 2002. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er umbeðin framkvæmd að hluta innan þess svæðis þar sem skipulagi er frestað vegna hugsanlegrar legu Blöndulínu 3. Vinna við breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 stendur nú yfir. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að undanskildu því svæði þar sem skipulagi er frestað.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 " Mælifellsá (146221) - Umsókn um framkvæmdaleyfi." Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 305 Ómar Kjartansson kt.270858-4659 sækir um lóðina Grenihlíð 21 á Sauðárkróki. Samþykkt að óska efti nánari gögnum frá umsækjanda. Umrædd lóð er í skipulagi parhúsalóð. Afgreiðslu frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 305. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 305 Hörður Ingimarsson kt. 010943-2649 sækir um að fá úthlutað frístundalóð númer 14 í landi Steinsstaða. Samþykkt að úthluta Herði lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 305. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 305 Eygló Lilja H Stefánsdóttir kt. 250269-3319 sækir um breytingu á afmörkum lóðarinnar nr 48 við Freyjugötu. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni lóðarbreytingu. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umbeðinni breytingu á mörkum lóðarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 305. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 305 Margeir Friðriksson kt. 151060-3239 sækir fh. Merkisbræðra sf. kt. 670793-2309 um leyfi til að breyta notkun fasteignar sem stendur á lóðinni númer 10a við Aðalgötu, fastanúmer eignar 213-1123, úr íbúð í gistiheimili. Einnig skrifar undir erindið Stefán Pedersen kt. 071236-5959, eigandi fasteignar sem stendur á lóðinni númer 10a við Aðalgötu, fastanúmer eignar 213-1122. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 305. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með átta atkvæðum. Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 305 Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál. Þar kemur fram að umsagnir um frumverpið þurfi að berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 2. júní nk. Bókun fundar Viggó Jónsson gerði tillögu um að vísa málinu til byggðarráðs til frekari umfjöllunar. Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 305. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 305 Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál. Þar kemur fram að umsagnir um frumverpið þurfi að berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 2. júní nk. Bókun fundar Afgreiðsla 305. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
6.Skipulags- og byggingarnefnd - 306
Málsnúmer 1705020FVakta málsnúmer
Fundargerð 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 356. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Þröstur Magnússon kt. 060787-3529 sækir, fh. ÞERS eignir ehf kt. 620517-0620, um lóðirnar Borgarflöt 17 og 19 á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta lóðunum. Bókun fundar Afgreiðsla 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Unnur Berglind Thorgeirsson, kt. 090443-3999, Páll Pétursson, kt. 210540-5639, Jóhann Pétursson, kt. 260428-4709, Hilmar Pétursson, kt. 110926-2789, Ríkey Lúðvíksdóttir, kt. 150546-4949, Camilla Munk Sörensen, kt. 301277-2029 og Björn Sigurður Jónsson, kt. 150269-4319 þinglýstir eigendur Fossárteigs landnúmer 145929 óska eftir heimild til að skipta 175,9 ha úr landi Fossárteigs landnúmer 145929. Óskað er eftir að landið sem verið er að stofna fái heitið „Fossárteigur land 1“, Meðfylgjandi afstöðumynd númer S01, verknúmer 777001, útg. 19.01.2017, unnin á Stoð ehf verkfræðistofu gerir nánari grein fyrir erindinu. Engin fasteign er á umræddri spildu. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Fossárteig landnr. 145929. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Freysteinn Traustason kt 180650-4909 þinglýstur eigandi jarðarinnar Hverhólar (landnr. 146177), óskar eftir leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Útskipta landið fær nafnið Hverhólar land 1.Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 1036, dags. 15. maí 2017. Þá er óskað eftir heimild til að leysa landið úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hverhólar, landnr. 146177.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146177. Samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Laufey Leifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon eigendur lögbýlisins Stóra-Gröf syðri, Landnúmer: 146004 óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 20,5 hektara svæði í landi jarðarinnar.
Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði og uppdráttur sem sýnir legu núverandi raflínu og fyrirhugaðs jarðstrengs. 66kV loftlína liggur í gegnum svæðið. Ekki verður gróðursett undir eða við línuna. Skilið verður eftir 16 metra breitt ógróðursett svæði við og undir línunni. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 Stóra-Gröf syðri - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149
leggur fram fyrirspurnaruppdrátt vegna fyrirhugaðrar byggingar einbýlishúss að Eyrartúni 1. Fyrirspurnin lítur að byggingu 225 ferm einbýslihúss úr forsteyptum einingum. Þakhalli 3-5°. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðið húsform. Bókun fundar Afgreiðsla 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Á fundi skipulags- og byggignarnefndar 3. maí sl. var umsókn Jóns Pálmasonar Háuhlíð 12 um bílastæði utan lóðarinnar afgreitt með eftirfarandi bókun:„Jón Pálmason kt.031157-8389 Háuhlíð 12 Sauðárkróki óskar eftir leyfi til að fjarlægja gras/jarðveg af norðurenda graseyjar framan við Háuhlíð 12 og setja hellur í staðinn. Í umsókn kemur fram að stæðið sé hugsað fyrir 1 bíl. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar ekki að gerð séu bílastæði utan lóðar,en heimilar breikkun á innkeyrslu um allt að 1,5 m til suðurs. Með tölvubréfi þann 3. maí sl. óskar Jón eftir að fá rökstuðning Skipulags- og bygginganefndar fyrir ákvörðun nefndarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tók málið til umfjöllunar að nýju og samþykkir nú erindi Jóns eins og það var fyrir lagt á fundi 3 maí sl. Bókun fundar Afgreiðsla 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. apríl 2017, að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sundlaugar- og íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýstur athugasemdafrestur var til 24. maí 2017. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna óbreytta og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. mars 2017, að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að heimila Skíðadeild U.M.F. Tindastóls að vinna deiliskipulag fyrir skíðasvæðið í Tindastóli og samþykkt skipulagslýsingu sem dagsett er 21.02.2017. Skipulagslýsingin var í auglýsingu frá 22. mars til 20. apríl 2017 og umsagna leitað hjá lögboðnum umsagnaraðilum.Nú er til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi skíðasvæðisins unnin af Stoð ehf verkfræðistofu og dagsett 30.maí 2017.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda tillögu að deiliskipulagi leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017. Samþykkt samhljóða -
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sækir um breytingu á áður samþykktum uppdráttum af próteinverksmiðju að Skagfirðingabraut 51. Skipulags- og byggignarnefnd óskar eftir nánari útlistun á þessari umsókn. Gerð verði grein fyrir heildargrunnplani hússins og aðkomu, ekki er ljóst af umsókn hvort þessi stækkun á að rúma nýjan inngang að húsnæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að umsækjandi skýri hvernig þessi stækkun fellur að núverandi deiliskipulagi. Bókun fundar Afgreiðsla 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Magnús Barðdal Reynisson sækir, hf. Digital Horse kt. 601106-0780 um uppsetningu á tveim auglýsingskiltum, við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki og við Kirkjugötu á Hofsósi. Meðfylgjandi gögn gera nánari grein fyrir staðsetningu. Varðandi staðsetningu á skilti við Skagfirðingabraut er erindinu vísað til umsagnar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Staðsetningu á skilti í Hofsósi, á gatnamótum Suðurbrautar og Kirkjugötu er hafnað, m.a með tilliti til umferðaröryggis Bókun fundar Afgreiðsla 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. Mál. Þar kemur fram að umsagnir, séu þær einhverjar þurfi að berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 2. júní nk. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpsdrögin.
Bókun fundar Málinu áður vísa til frekari umfjöllunar í byggðarráði.
Afgreiðsla 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál.
Í frumvarpsdrögunum kemur fram að ráðherra leggi fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsáætlun í skógrækt eigi sjaldnar en á tíu ára fresti. Landsáætlunin skal innihalda stefnu stjórnvalda í skógrækt, tölusett markmið, ásamt stöðu og framtíðarhorfum fyrir skógrækt í landinu. Einnig að skógræktin skuli veita framlög til skógræktar og skjólbeltaræktar á lögbýlum eftir því sem fjárlög kveða á um hverju sinni. Ekki er, að mati skipulags- og byggingarnefndar, kveðið nægjanlega skýrt á um að skógræktaráætlanir skuli vera í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélga, sem hafa skipulagsvaldið. Þá er ekki ljóst í frumvarpsdrögunum hvort skógrækt á lögbýlum sé hluti af landshlutaáætlunum í skógrækt.
Bókun fundar Afgreiðsla 306. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 306 Fundargerð 47. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðslufundur byggingarnefndar lagður fram til kynningr á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017
7.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 11
Málsnúmer 1705015FVakta málsnúmer
Fundargerð 11. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 356. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 11 Lögð fram endurskoðuð kostnaðaráætlun við fyrsta áfanga að endurbótum á Sundlaug Sauðárkróks. Útboðsgögn eru tilbúin til afhendingar. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði og Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og íþróttamála.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir að hefja útboðsferil vegna verksins. Bókun fundar Fundargerð 11. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 356. fundi sveitarstjórnar 7. júní 2017 með níu atkvæðum.
8.Leiðbeiningar um notkun samfélagsmiðla
Málsnúmer 1705011Vakta málsnúmer
Vísað frá 784. fundi byggðarráðs 18. maí 2017, til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram drög að leiðbeiningum um notkun samfélagsmiðla á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar s.s. heimasíður og Facebooksíður stofnana. Byggðarráð samþykkir framangreindar leiðbeiningar.
Framlagaðar leiðbeiningar bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
Lögð fram drög að leiðbeiningum um notkun samfélagsmiðla á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar s.s. heimasíður og Facebooksíður stofnana. Byggðarráð samþykkir framangreindar leiðbeiningar.
Framlagaðar leiðbeiningar bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
9.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer
Eftirfarandi bókun frá skipulags- og bygginganefnd er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar:
1. Skipulags- og matslýsing.
Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd. Umsagnir bárust frá: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Húnavatnshreppi, Dalvíkurbyggð og Landsneti. Athugasemdir bárust frá Helgu Þórðardóttur og Margeiri Björnssyni, Ólafi Margeirssyni, Starra Heiðmarssyni, Maríu Reykdal, Birni Sveinssyni og Magneu Guðmundsdóttur, Evelyn Kuhne og Sveini Guðmundssyni, Jóni Arnljótssyni, Magnúsi Óskarssyni f.h. eigenda Brekku, Ástu Hrönn Þorsteinsdóttur, Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, Jóni Agli Indriðasyni, Einari Ólafssyni og Önnu S. Sigmundsdóttur, Sigurði Friðrikssyni, Klöru S. Jónsdóttur og Finni Sigurðarsyni f.h. Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt, Hestasporti ævintýraferðir, Þórhildi B. Jakobsdóttur og Óla S. Péturssyni, Birni Margeirssyni, Rakel Heiðmarsdóttur, Magnúsi Péturssyni, Rósu Björnsdóttur, Áhugahópi um vernd Jökulsáa, Hrafni Margeirssyni, Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Sveini Margeirssyni og Ólafi Þ. Hallgrímssyni. Skipulagsnefnd þakkar kærlega fyrir framkomnar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsnefndin hefur skipað umsögnum og athugasemdum í 8 viðfangsefni sem eru valkostir, þörf fyrir framkvæmdir, áhrifamat, efnistaka, samræmi við aðrar áætlanir, upplýsingar og staðhættir, virkjanir og málsmeðferð. Eftirfarandi eru viðbrögð nefndarinnar og hvernig hún mun standa að áframhaldandi skipulagsvinnu.
1.1
Valkostir
Í mörgum athugasemdum var gerð krafa um að meta jarðstreng sem valkost. Einnig komu ábendingar um að skoða valkosti um leiðaval, þ.e. Kiðaskarðsleið, Hróðmundarskarðsleið og fylgja þjóðveginum. Viðbrögð: Skipulagsnefnd mun við mótun vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu skoða og bera saman áhrif og ávinning af ofangreindum valkostum. Í skipulagsvinnu verða bornir saman valkostirnir, auk Héraðsvatnaleiðar og Efribyggðaleiðar, Kiðaskarðsleiðar, Hróðmundarskarðsleiðar, þess að fylgja þjóðveginum, jarðstrengslagnar að hluta eða öllu leyti og núll-kosts. Í samanburði verður m.a. litið til ávinnings fyrir Skagafjörð, umhverfisáhrifa og samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og annarra áætlana. Skipulagsnefnd mun óska eftir upplýsingum frá Landsneti um forsendur jarðstrengslagnar, lengdir og þá kosti og annmarka sem eru fyrir hendi. Jafnframt hvort líklegt sé að breytingar verði á þessum annmörkum. Í umsögn Skipulagsstofnunar er óskað eftir valkostagreiningu á staðarvali tengivirkis í þéttbýlinu á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd mun gera grein fyrir valkostum til skoðunar og rökum fyrir staðarvali.
1.2
Þörf fyrir framkvæmdir
Nokkrar athugasemdir snéru að þörf fyrir lagningu nýrrar raflínu um sveitarfélagið. Skipulagsnefnd mun við mótun skipulags gera grein fyrir þörf á framkvæmdum, annars vegar sem tengist beint hagsmunum sveitarfélagsins og hins vegar sem tengist styrkingu á meginflutningskerfi raforku. Skipulagsnefnd hefur óskað eftir upplýsingum frá Landsneti um þörf á framkvæmdum.
1.3
Áhrifamat
Í athugasemdum kemur fram að óskað er eftir að metin verði áhrif á ferðaþjónustu, búsetulandslag og landslagsheildir. Jafnframt verði lagt mat á áhrif á vatnsverndarsvæði og neysluvatn. Skipulagsnefnd mun meta möguleg áhrif á þessa umhverfisþætti og miðar þar við fyrirliggjandi gögn. Nefndin mun jafnframt skerpa á matsspurningum og viðmiðum fyrir alla umhverfisþætti sem eru til skoðunar í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.
1.4
Efnistaka
Gerðar voru athugasemdir við fjölda efnistökustaða og umfangi efnistöku. Skipulagsnefnd mun fara yfir þörf á öllum efnistökusvæðum sem komu fram í lýsingu. Nefndin mun m.a. leita til Landsnets um frekari upplýsingar um þörf og umfang efnistökustaða. Gerð verður grein fyrir niðurstöðu í vinnslutillögu.
1.5
Samræmi við aðrar áætlanir.
Í athugasemdum komu fram ábendingar um að við breytingartillögu þurfi að líta til viðmiða í Ferðamálastefnu, Ferðamálaáætlun, Menningarstefnu í mannvirkjagerð, velferð til framtíðar um vatn og Orkustefnu Íslands. Í skipulagstillögu verður gerð grein fyrir samræmi breytingartillögu við ofangreindar stefnur og áætlanir.
1.6
Upplýsingar og staðhættir
Í umsögn Skipulagsstofnunar kom fram að það skorti á að lýsa verndarsvæðum í skipulagslýsingu. Skipulagsnefnd mun í vinnslutillögu gera grein fyrir þeirri landnotkun og þeim takmörkunum sem þar eru í gildi, þ.m.t. náttúruverndarsvæði, skógræktarsvæði og vatnsverndarsvæði.
1.7
Virkjanir
Gerðar voru athugasemdir við að setja virkjanir inn á aðalskipulag Skagafjarðar, sem væri í andstöðu við rammaáætlun. Skipulagsnefnd áréttar að í lýsingu kom fram að endurskoða þyrfti ákvörðun um landnotkun. Þegar Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var samþykkt árið 2012 var skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1,1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1,2) frestað. Slík frestun gildir í 4 ár og sá tími er liðinn. Skipulagsnefnd mun taka ákvörðun um landnotkun á svæðinu, sem yrði annað hvort að skipulagi yrði frestað eða virkjunarkostir yrðu felldir út á skipulagi. Sú ákvörðun byggir m.a. á afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga rammaáætlunar.
1.8
Málsmeðferð
Í nokkrum athugasemdum kom fram að ekki ætti að breyta aðalskipulagi fyrr en Landsnet væri búið að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir Blöndulínu 3.
Skipulagsnefnd telur að nægjanlegar upplýsingar muni liggja fyrir um Blöndulínu 3. Sveitarfélagið hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá Landsneti um ýmsa þætti framkvæmdar. Sveitarfélagið mun styðjast við þær í ákvörðun sinni, ásamt því að skoða hvernig valkostir samræmist stefnu sveitarfélagsins, hafi ávinning í för með sér fyrir sveitarfélagið og hver séu líkleg umhverfisáhrif valkosta. Ef upplýsingar verða nægar til að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3, mun sveitarfélagið taka ákvörðun, en einnig að tilgreina atriði sem þarf að fjalla sérstaklega um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Forseti gerir það að tillögu sinni að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki málsmeðferð skipulags- og byggingarnefndar á kynningu á skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Sveitarfélagið hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá Landsneti um ýmsa þætti framkvæmdar. Sveitarfélagið mun styðjast við þær í ákvörðun sinni, ásamt því að skoða hvernig valkostir samræmist stefnu sveitarfélagsins, hafi ávinning í för með sér fyrir sveitarfélagið og hver séu líkleg umhverfisáhrif valkosta. Ef upplýsingar verða nægar til að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3, mun sveitarfélagið taka ákvörðun, en einnig að tilgreina atriði sem þarf að fjalla sérstaklega um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun:
VG og óháð leggja áherslu á að tekið verði mið af náttúruverndarsjónarmiðum og hagsmunum og vilja heimafólks við áætlanagerð og ákvarðanatöku varðandi aðalskipulag Skagafjarðar. Í því fellst hvað varðar áform um Blöndulínu 3 að loftlínur verði aðeins notaðar þar sem ekki er mögulegt að leggja jarðstrengi. Einnig að gert verði ráð fyrir verndun Jökulsánna í Skagafirði.
Ekki er þörf á að setja háspennulínur eða stórfeldar efnisnámur vegna þeirra inn á aðalskipulag Skagafjarðar eða taka afstöðu til þeirra í skipulagi. Það varð ljóst eftir að Blöndulína 3 var tekin út af framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára og ákveðið að háspennulínan þyrfti að fara aftur í umhverfismat, þar sem Landsnet hafði þverskallast við að virða óskir og tilmæli Skipulagsstofnunar, sveitarfélaga, landeigenda og almennings um að skoða kosti jarðstrengja og rökstyðja betur þörfina á svo gríðarmikilli spennu. Ekki virðist þörf fyrir margfaldar stóriðjulínur nema mögulega ef ætti að flytja burtu úr héraði orku frá virkjunum í Jökulsánum í Skagafirði.
Landsnet er framkvæmdaaðili en ekki óháður fagaðili og beitir sér sem slíkur. Því er mikilvægt að sveitarfélagið leiti óháðrar fagráðgjafar við skipulagsvinnu og ákvarðanatöku varðandi Blöndulínu 3. þ.m.t. að leggja mat á þau gögn sem Landsnet leggur fram, hvaða annarra gagna þurfi að afla og reifun valkosta.
VG og óháð í Skagafirði sitja hjá við afgreiðsluna.
VG og óháð Skagafirði
Bjarni Jónsson
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls.
Tillaga forseta borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.
1. Skipulags- og matslýsing.
Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd. Umsagnir bárust frá: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Húnavatnshreppi, Dalvíkurbyggð og Landsneti. Athugasemdir bárust frá Helgu Þórðardóttur og Margeiri Björnssyni, Ólafi Margeirssyni, Starra Heiðmarssyni, Maríu Reykdal, Birni Sveinssyni og Magneu Guðmundsdóttur, Evelyn Kuhne og Sveini Guðmundssyni, Jóni Arnljótssyni, Magnúsi Óskarssyni f.h. eigenda Brekku, Ástu Hrönn Þorsteinsdóttur, Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, Jóni Agli Indriðasyni, Einari Ólafssyni og Önnu S. Sigmundsdóttur, Sigurði Friðrikssyni, Klöru S. Jónsdóttur og Finni Sigurðarsyni f.h. Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt, Hestasporti ævintýraferðir, Þórhildi B. Jakobsdóttur og Óla S. Péturssyni, Birni Margeirssyni, Rakel Heiðmarsdóttur, Magnúsi Péturssyni, Rósu Björnsdóttur, Áhugahópi um vernd Jökulsáa, Hrafni Margeirssyni, Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Sveini Margeirssyni og Ólafi Þ. Hallgrímssyni. Skipulagsnefnd þakkar kærlega fyrir framkomnar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsnefndin hefur skipað umsögnum og athugasemdum í 8 viðfangsefni sem eru valkostir, þörf fyrir framkvæmdir, áhrifamat, efnistaka, samræmi við aðrar áætlanir, upplýsingar og staðhættir, virkjanir og málsmeðferð. Eftirfarandi eru viðbrögð nefndarinnar og hvernig hún mun standa að áframhaldandi skipulagsvinnu.
1.1
Valkostir
Í mörgum athugasemdum var gerð krafa um að meta jarðstreng sem valkost. Einnig komu ábendingar um að skoða valkosti um leiðaval, þ.e. Kiðaskarðsleið, Hróðmundarskarðsleið og fylgja þjóðveginum. Viðbrögð: Skipulagsnefnd mun við mótun vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu skoða og bera saman áhrif og ávinning af ofangreindum valkostum. Í skipulagsvinnu verða bornir saman valkostirnir, auk Héraðsvatnaleiðar og Efribyggðaleiðar, Kiðaskarðsleiðar, Hróðmundarskarðsleiðar, þess að fylgja þjóðveginum, jarðstrengslagnar að hluta eða öllu leyti og núll-kosts. Í samanburði verður m.a. litið til ávinnings fyrir Skagafjörð, umhverfisáhrifa og samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og annarra áætlana. Skipulagsnefnd mun óska eftir upplýsingum frá Landsneti um forsendur jarðstrengslagnar, lengdir og þá kosti og annmarka sem eru fyrir hendi. Jafnframt hvort líklegt sé að breytingar verði á þessum annmörkum. Í umsögn Skipulagsstofnunar er óskað eftir valkostagreiningu á staðarvali tengivirkis í þéttbýlinu á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd mun gera grein fyrir valkostum til skoðunar og rökum fyrir staðarvali.
1.2
Þörf fyrir framkvæmdir
Nokkrar athugasemdir snéru að þörf fyrir lagningu nýrrar raflínu um sveitarfélagið. Skipulagsnefnd mun við mótun skipulags gera grein fyrir þörf á framkvæmdum, annars vegar sem tengist beint hagsmunum sveitarfélagsins og hins vegar sem tengist styrkingu á meginflutningskerfi raforku. Skipulagsnefnd hefur óskað eftir upplýsingum frá Landsneti um þörf á framkvæmdum.
1.3
Áhrifamat
Í athugasemdum kemur fram að óskað er eftir að metin verði áhrif á ferðaþjónustu, búsetulandslag og landslagsheildir. Jafnframt verði lagt mat á áhrif á vatnsverndarsvæði og neysluvatn. Skipulagsnefnd mun meta möguleg áhrif á þessa umhverfisþætti og miðar þar við fyrirliggjandi gögn. Nefndin mun jafnframt skerpa á matsspurningum og viðmiðum fyrir alla umhverfisþætti sem eru til skoðunar í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.
1.4
Efnistaka
Gerðar voru athugasemdir við fjölda efnistökustaða og umfangi efnistöku. Skipulagsnefnd mun fara yfir þörf á öllum efnistökusvæðum sem komu fram í lýsingu. Nefndin mun m.a. leita til Landsnets um frekari upplýsingar um þörf og umfang efnistökustaða. Gerð verður grein fyrir niðurstöðu í vinnslutillögu.
1.5
Samræmi við aðrar áætlanir.
Í athugasemdum komu fram ábendingar um að við breytingartillögu þurfi að líta til viðmiða í Ferðamálastefnu, Ferðamálaáætlun, Menningarstefnu í mannvirkjagerð, velferð til framtíðar um vatn og Orkustefnu Íslands. Í skipulagstillögu verður gerð grein fyrir samræmi breytingartillögu við ofangreindar stefnur og áætlanir.
1.6
Upplýsingar og staðhættir
Í umsögn Skipulagsstofnunar kom fram að það skorti á að lýsa verndarsvæðum í skipulagslýsingu. Skipulagsnefnd mun í vinnslutillögu gera grein fyrir þeirri landnotkun og þeim takmörkunum sem þar eru í gildi, þ.m.t. náttúruverndarsvæði, skógræktarsvæði og vatnsverndarsvæði.
1.7
Virkjanir
Gerðar voru athugasemdir við að setja virkjanir inn á aðalskipulag Skagafjarðar, sem væri í andstöðu við rammaáætlun. Skipulagsnefnd áréttar að í lýsingu kom fram að endurskoða þyrfti ákvörðun um landnotkun. Þegar Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var samþykkt árið 2012 var skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1,1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1,2) frestað. Slík frestun gildir í 4 ár og sá tími er liðinn. Skipulagsnefnd mun taka ákvörðun um landnotkun á svæðinu, sem yrði annað hvort að skipulagi yrði frestað eða virkjunarkostir yrðu felldir út á skipulagi. Sú ákvörðun byggir m.a. á afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga rammaáætlunar.
1.8
Málsmeðferð
Í nokkrum athugasemdum kom fram að ekki ætti að breyta aðalskipulagi fyrr en Landsnet væri búið að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir Blöndulínu 3.
Skipulagsnefnd telur að nægjanlegar upplýsingar muni liggja fyrir um Blöndulínu 3. Sveitarfélagið hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá Landsneti um ýmsa þætti framkvæmdar. Sveitarfélagið mun styðjast við þær í ákvörðun sinni, ásamt því að skoða hvernig valkostir samræmist stefnu sveitarfélagsins, hafi ávinning í för með sér fyrir sveitarfélagið og hver séu líkleg umhverfisáhrif valkosta. Ef upplýsingar verða nægar til að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3, mun sveitarfélagið taka ákvörðun, en einnig að tilgreina atriði sem þarf að fjalla sérstaklega um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Forseti gerir það að tillögu sinni að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki málsmeðferð skipulags- og byggingarnefndar á kynningu á skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Sveitarfélagið hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá Landsneti um ýmsa þætti framkvæmdar. Sveitarfélagið mun styðjast við þær í ákvörðun sinni, ásamt því að skoða hvernig valkostir samræmist stefnu sveitarfélagsins, hafi ávinning í för með sér fyrir sveitarfélagið og hver séu líkleg umhverfisáhrif valkosta. Ef upplýsingar verða nægar til að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3, mun sveitarfélagið taka ákvörðun, en einnig að tilgreina atriði sem þarf að fjalla sérstaklega um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun:
VG og óháð leggja áherslu á að tekið verði mið af náttúruverndarsjónarmiðum og hagsmunum og vilja heimafólks við áætlanagerð og ákvarðanatöku varðandi aðalskipulag Skagafjarðar. Í því fellst hvað varðar áform um Blöndulínu 3 að loftlínur verði aðeins notaðar þar sem ekki er mögulegt að leggja jarðstrengi. Einnig að gert verði ráð fyrir verndun Jökulsánna í Skagafirði.
Ekki er þörf á að setja háspennulínur eða stórfeldar efnisnámur vegna þeirra inn á aðalskipulag Skagafjarðar eða taka afstöðu til þeirra í skipulagi. Það varð ljóst eftir að Blöndulína 3 var tekin út af framkvæmdaáætlun næstu þriggja ára og ákveðið að háspennulínan þyrfti að fara aftur í umhverfismat, þar sem Landsnet hafði þverskallast við að virða óskir og tilmæli Skipulagsstofnunar, sveitarfélaga, landeigenda og almennings um að skoða kosti jarðstrengja og rökstyðja betur þörfina á svo gríðarmikilli spennu. Ekki virðist þörf fyrir margfaldar stóriðjulínur nema mögulega ef ætti að flytja burtu úr héraði orku frá virkjunum í Jökulsánum í Skagafirði.
Landsnet er framkvæmdaaðili en ekki óháður fagaðili og beitir sér sem slíkur. Því er mikilvægt að sveitarfélagið leiti óháðrar fagráðgjafar við skipulagsvinnu og ákvarðanatöku varðandi Blöndulínu 3. þ.m.t. að leggja mat á þau gögn sem Landsnet leggur fram, hvaða annarra gagna þurfi að afla og reifun valkosta.
VG og óháð í Skagafirði sitja hjá við afgreiðsluna.
VG og óháð Skagafirði
Bjarni Jónsson
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls.
Tillaga forseta borin upp til afgreiðslu og samþykkt með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.
10.Mælifellsá (146221) - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1705026Vakta málsnúmer
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar, frá 305. fundi skipulags- og byggingarnefndar 24. maí 2017, þannig bókað:
Margeir Björnsson kt. 191038-2079 og Helga Þórðardóttir kt. 070450-4459 sækja um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 19,4 ha. svæði á lögbýlinu
Mælifellsá (146221). Er það viðbót við 31,5 ha. svæði sem gerður var samningur um við Norðurlandsskóga árið 2002. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er umbeðin framkvæmd að hluta innan þess svæðis þar sem skipulagi er frestað vegna hugsanlegrar legu Blöndulínu 3. Vinna við breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 stendur nú yfir. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að undanskildu því svæði þar sem skipulagi er frestað.
Umbeðið framkvæmdaleyfi, að undanskildu því svæði þar sem skipulagi er frestað, er borið upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt með níu atkvæðum.
Margeir Björnsson kt. 191038-2079 og Helga Þórðardóttir kt. 070450-4459 sækja um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 19,4 ha. svæði á lögbýlinu
Mælifellsá (146221). Er það viðbót við 31,5 ha. svæði sem gerður var samningur um við Norðurlandsskóga árið 2002. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er umbeðin framkvæmd að hluta innan þess svæðis þar sem skipulagi er frestað vegna hugsanlegrar legu Blöndulínu 3. Vinna við breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 stendur nú yfir. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að undanskildu því svæði þar sem skipulagi er frestað.
Umbeðið framkvæmdaleyfi, að undanskildu því svæði þar sem skipulagi er frestað, er borið upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt með níu atkvæðum.
11.Stóra-Gröf syðri - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt
Málsnúmer 1705216Vakta málsnúmer
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar, frá 306. fundi skipulags- og byggingarnefndar 1. júní 2017, þannig bókað:
Laufey Leifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon eigendur lögbýlisins Stóra-Gröf syðri, Landnúmer: 146004 óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 20,5 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði og uppdráttur sem sýnir legu núverandi raflínu og fyrirhugaðs jarðstrengs. 66kV loftlína liggur í gegnum svæðið. Ekki verður gróðursett undir eða við línuna. Skilið verður eftir 16 metra breitt ógróðursett svæði við og undir línunni. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.
Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt með átta atkvæðum. Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Laufey Leifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon eigendur lögbýlisins Stóra-Gröf syðri, Landnúmer: 146004 óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 20,5 hektara svæði í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði og uppdráttur sem sýnir legu núverandi raflínu og fyrirhugaðs jarðstrengs. 66kV loftlína liggur í gegnum svæðið. Ekki verður gróðursett undir eða við línuna. Skilið verður eftir 16 metra breitt ógróðursett svæði við og undir línunni. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.
Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt með átta atkvæðum. Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
12.Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag
Málsnúmer 1702083Vakta málsnúmer
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar, frá 306. fundi skipulags- og byggingarnefndar 1. júní 2017, þannig bókað:
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. apríl 2017, að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sundlaugar- og íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýstur athugasemdafrestur var til 24. maí 2017. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna óbreytta og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlögð deiliskipulagstillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt óbreytt, með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. apríl 2017, að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sundlaugar- og íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýstur athugasemdafrestur var til 24. maí 2017. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna óbreytta og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlögð deiliskipulagstillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt óbreytt, með níu atkvæðum.
13.Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017
Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar, frá 306. fundi skipulags- og byggingarnefndar 1. júní 2017, þannig bókað:
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. mars 2017, að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að heimila Skíðadeild U.M.F. Tindastóls að vinna deiliskipulag fyrir skíðasvæðið í Tindastóli og samþykkt skipulagslýsingu sem dagsett er 21.02.2017. Skipulagslýsingin var í auglýsingu frá 22. mars til 20. apríl 2017 og umsagna leitað hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Nú er til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi skíðasvæðisins unnin af Stoð ehf verkfræðistofu og dagsett 30.maí 2017. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda tillögu að deiliskipulagi leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga.
Framlögð deiliskipulagstillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum, jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga 123/2010. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. mars 2017, að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að heimila Skíðadeild U.M.F. Tindastóls að vinna deiliskipulag fyrir skíðasvæðið í Tindastóli og samþykkt skipulagslýsingu sem dagsett er 21.02.2017. Skipulagslýsingin var í auglýsingu frá 22. mars til 20. apríl 2017 og umsagna leitað hjá lögboðnum umsagnaraðilum. Nú er til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi skíðasvæðisins unnin af Stoð ehf verkfræðistofu og dagsett 30.maí 2017. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda tillögu að deiliskipulagi leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga.
Framlögð deiliskipulagstillaga borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum, jafnframt samþykkir sveitarstjórn að tillagan verði auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga 123/2010. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Fundi slitið - kl. 17:35.