Skólapúls - niðurstöður kannana 2016-2017
Málsnúmer 1705093
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 121. fundur - 17.05.2017
Lagðar fram niðurstöður kannana Skólapúlsins 2016-2017. Um er að ræða foreldrakönnun leik- og grunnskóla, starfsmannakönnun grunnskóla og nemendakönnun grunnskóla. Þessar niðurstöður sýna hvernig skagfirskir skólar standa sig í samanburði við aðra skóla í landinu. Niðurstöður þeirra eru í flestum tilvikum afar jákvæðar fyrir skagfirskt skólastarf og mikilvægt að stjórnendur kynni þær vel í sínu skólasamfélagi og nýti þær jafnframt til umbóta og enn frekari uppbyggingar í skólastarfi sinna skóla.
Jóhann Bjarnason sat fundinn undir þessum lið.