Staða dagvistarmála á Sauðárkróki
Málsnúmer 1705124
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 121. fundur - 17.05.2017
Í dag, 17. maí eru 23 börn, sem fædd eru á árinu 2016, á biðlista eftir leikskóladvöl, þar af 17 sem verða orðin eins árs þann 30. ágúst n.k. Nú eru starfandi 2 dagforeldrar með samtals 9 börn í vistun. Vitað er að annað dagforeldrið mun starfa áfram næsta skólaár, ekki er vitað hvort hitt dagforeldrið starfar áfram. Verið er að leita leiða til að fjölga dagforeldrum, en á þessari stundu er ekki vitað hvort það tekst. Nefndin lýsir þungum áhyggjum af stöðu dagvistunarmála á Sauðárkróki.
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Sólveig Arna Ingólfsdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.