Fara í efni

Verklagsreglur vegna manneklu í Ársölum

Málsnúmer 1705125

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 121. fundur - 17.05.2017

Lögð fram tillaga að verklagsreglum vegna manneklu í Ársölum. Afar erfiðlega hefur gengið að ráða fólk til starfa við leikskólann og jafnframt hafa veikindi verið óvenju mikil í leikskólanum á þessu skólaári. Verklagsreglur sem hér um ræðir gera ráð fyrir að hægt sé að senda börn heim ef mönnun leikskólans er talin undir ásættanlegum mörkum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Sólveig Arna Ingólfsdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 122. fundur - 08.06.2017

Leiðbeinandi verklag vegna manneklu í leikskólanum Ársölum lagt fram og samþykkt.
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir, Kristín Halla Bergsdóttir og Eyrún Berta Guðmundsdóttir sátu fundinn undir þessum lið

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 786. fundur - 22.06.2017

Á 122. fundi fræðslunefndar 8.6.2017 var leiðbeinandi verklagi vegna manneklu í Ársölum lagt fram og samþykkt af hálfu nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verklag til reynslu í eitt ár.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 357. fundur - 28.06.2017

Vísað frá 786. fundi byggðarráðs til samþykktar sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Á 122. fundi fræðslunefndar 8.6.2017 var leiðbeinandi verklagi vegna manneklu í Ársölum lagt fram og samþykkt af hálfu nefndarinnar. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verklag til reynslu í eitt ár".

Fyrirliggjandi verklaga borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.