Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.Lánasjóður sveitarfélaga - skammtímalánveiting
Málsnúmer 1706187Vakta málsnúmer
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitir Margeiri Friðrikssyni kt. 151060-3239, sviðsstjóra stjórnsýslu-og fjármálasviðs hér með heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 250.000.000. Heimildin gildi út árið 2017."
Framangreind heimild borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
2.Fundagerðir 2017 - Norðurá
Málsnúmer 1701008Vakta málsnúmer
3.Upplýsinga- og umræðufundur í Miðgarði
Málsnúmer 1705220Vakta málsnúmer
4.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2017
Málsnúmer 1706034Vakta málsnúmer
Undirrituð leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 29. júní 2017 og lýkur 7. ágúst 2017.
Sigríður Magnúsdóttir fyrsti varaforseti.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu greiddum atkvæðum.
5.Kjör formanns og varaformanns í byggðarráð 2017
Málsnúmer 1706069Vakta málsnúmer
Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti bar upp tillögu um Stefán Vagn Stefánsson sem formann og Sigríði Svavarsdóttur sem varaformann byggðarráðs.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.
6.Kosning í byggðarráð og tilnefning áheyrnarfulltrúa 2017
Málsnúmer 1706065Vakta málsnúmer
Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti bar upp tillögu um fulltrúa í byggðarráð, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Varamenn: Viggó Jónsson, Gunnsteinn Björnsson og Sigurjón Þórðarson
Áheyrnarfulltrúi: Bjarni Jónsson og til vara Hildur Þóra Magnúsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.
7.Kosning skrifara sveitarstjórnar
Málsnúmer 1706066Vakta málsnúmer
Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti, bar upp tillögu um skrifara sveitarstjórnar, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Bjarki Tryggvason og Sigríður Magnúsdóttir
Varmenn: Gunnsteinn Björnsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.
8.Kosning fysta og annars varaforseta sveitarstjórnar
Málsnúmer 1706068Vakta málsnúmer
Stefán Vagn Stefánsson, bar upp tillögu um fyrsta varaforseta sveitarstjórnar, Sigríði Magnúsdóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.
Sigríður Magnúsdóttir fyrsti varaforseti, bar upp tillögu um annan varaforseta sveitarstjórnar, Bjarna Jónsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hann því rétt kjörinn.
9.Kosning forseta sveitarstjórnar
Málsnúmer 1706067Vakta málsnúmer
Sigríður Magnúsdóttir, 1. varaforseti bar upp tillögu um Sigríði Svavarsdóttir sem forseta sveitarstjórnar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörinn.
10.Ráðning endurskoðanda
Málsnúmer 1706047Vakta málsnúmer
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
11.Hofsstaðir 146408 - Umsókn um framkvæmdaleyfi -
Málsnúmer 1706212Vakta málsnúmer
Vésteinn Vésteinsson fh. Hofsstaða ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 53,6 hektara svæði í landi jarðarinnar Hofsstaða landnúmer 146408. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.
Umbeðið framkvæmdaleyfi borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
12.Merkigarður (146206) umsókn um deiliskipulag
Málsnúmer 1706114Vakta málsnúmer
Tryggvi Sveinbjörnsson kt. 200357-3969 óskar, fh IG Ferða ehf kt. 490209-0500, um heimild til að láta vinna deiliskipulag á hluta jarðarinnar Merkigarðs. Deiliskipulagið verði unnið á kostnað landeigenda. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 06.03.2017 útg. 1.0 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu.
Ofangreind skipulagslýsing ásamt heimild til landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
13.Fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu - endurskoðun
Málsnúmer 1310121Vakta málsnúmer
"Drög að endurskoðaðri fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu lögð fram. Málið áður á dagskrá 191. fundi landbúnaðarnefndar þann 25. apríl 2017. Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu með áorðnum breytingum".
Framlögð fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu með árorðnum breytingum borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
14.Viðauki 3 víð fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 1706198Vakta málsnúmer
"Lögð fram tillaga að viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2017 um að fjárfestingarliður eignasjóðs verði hækkaður um 22.500.000 kr. Hækkun framkvæmdafjár verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka".
Framangreind tillaga að viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2017, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
15.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 1706197Vakta málsnúmer
"Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Gerð er tillaga um hækka fjárframlag um 756 þús. til viðhaldsliðar félagsíbúða, málaflokk 57. Hækkuninni verði mætt með lækkun á viðhaldslið eignasjóðs málaflokki 31090. Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka".
Framangreind tillaga að viðauka nr. 2 við fjáarhagsáætlun ársins 2017, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
16.Byggðarráð Skagafjarðar - 785
Málsnúmer 1706005FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705287, dagsettur 23. maí 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Drangeyjarferða ehf., kt. 480916-1070, um tímabundið áfengisleyfi og tækifærisleyfi vegna útitónleika að Reykjum á Reykjaströnd, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705292, dagsettur 23. maí 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Austari ehf., kt. 660310-0450, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II, veitingastofa - greiðasala, að Hafgrímsstöðum, 560 Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1705387, dagsettur 30. maí 2017 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Félagsheimilisins Melsgils., kt. 460269-5719, um leyfi til að vera með svefnpokagistingu í flokki II í Félagsheimilinu Melsgili, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagt fram fundarboð um aðalfund Eyvindarstaðarheiðar ehf., þann 14. júní 2017, kl. 13:00 að Borgarmýri 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins og fari með atkvæðisrétt þess.
Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lögð fram tillaga að breyttum reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Skilyrði þess að hægt sé að nýta Hvatapeningana er að um skipulagt íþrótta-, lista- eða æskulýðsstarf sé að ræða og sé stundað undir leiðsögn þjálfara, leiðbeinenda eða kennara. Þetta á við um allt skipulagt íþrótta- og æskulýðstarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, tónlistarskóla, skáta og önnur námskeið skipulögð af frístundasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sbr. Sumar-TÍM.
Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þáttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfi. Réttur til Hvatapeninga fyrir árið 2017 fellur niður í árslok. Ónýttir Hvatapeningar nýtast ekki milli ára.
Breytingin samþykkt á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017.
Byggðarráð staðfestir samþykkt félags- og tómstundanefndar á breytingu á reglum um Hvatapeninga. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 "Reglur v. Hvatapeninga 2017" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 29. maí 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni helgina 28.-29. júlí 2017. Eknar verða sérleiðirnar: 744 Þverárfjallsvegur, (gamli vegurinn að mestu), 742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð, F752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum, F756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal, Sauðárkrókshöfn og Nafir. Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur AKÍS um aksturskeppnir.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagt fram bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsett 30. maí 2017, varðandi styrkumsókn Skíðadeildar Umf. Tindastóls til samtakanna að upphæð 40 milljónir króna. Var erindið tekið fyrir í stjórn SSNV þann 9. maí 2017. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um hvort hún sé meðmælt eða andvíg því að SSNV veiti Skíðadeild Umf. Tindastóls styrk að fjárhæð 30 milljónir króna.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar er meðmælt því að SSNV veiti Skíðadeild Umf. Tindastóls styrk að fjárhæð 30 milljónir króna. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagt fram bréf dagsett 24. maí 2017 frá Stapa lífeyrissjóði, þar sem boðað er til aukaársfundar sjóðsins árið 2017 þann 22. júní 2017 í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
Byggðarráð samþykkir að sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagt fram bréf dagsett 24. maí 2017 frá Íbúðalánasjóði varðandi húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að hefja vinnu við gerð húsnæðisáætlunar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Undir þessum dagskrárlið sátu Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri á veitu- og framkvæmdasviði. Rætt var um framkvæmd á byggingu gervigrasvallar á Sauðárkróki og útboð á verkinu.
Byggðarráð samþykkir að verkið verði boðið út hið fyrsta. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Málið áður á dagskrá 782. fundi byggðarráðs þann 4. maí 2017. Óskað var eftir fundi með Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu og er hann fyrirhugaður í dag, 8. júní 2017. kl. 16:00 í húsnæði Barnaverndarstofu í Reykjavík. Fulltrúar byggðarráðs ásamt fulltrúa starfsmanna Háholts munu fara til fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 29. maí 2017 frá Varasjóði húsnæðismála þar sem kynntar eru niðurstöður könnunar sjóðsins á stöðu leiguíbúðamála hjá sveitarfélögum. Niðurstöður úr könnun vegna ársins 2016 liggja fyrir og eru birtar á heimasvæði Varasjóðsins á vefsíðu velferðarráðuneytisins. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2016 vegna Menningarseturs Skagfirðinga. Bókun fundar Ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga 2016 lagður fram til kynningar á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. maí 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi breytingar á reglugerðum vegna lífeyrisskuldbindingauppgjörs. Bókun fundar Afgreiðsla 785. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 785 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2016 vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Bókun fundar Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016 lagður fram til kynningar á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017
17.Umsókn um langtímalán 2017
Málsnúmer 1703361Vakta málsnúmer
"Lögð fram umsókn frá Sveitarfélaginu Skagafirði til Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. um langtímalán allt að 440 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2017. Láninu verður varið til framkvæmda vegna fasteigna, gatna, umhverfis og veituframkvæmda samkvæmt framkvæmdaáætlun ársins 2017. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga allt að fjárhæð 440.000.000 kr. í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir eignasjóðs sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Björg Pálmadóttur kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari".
Framangreind umsókn um langtímalán borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
18.Leiðbeinandi verklag vegna manneklu í Ársölum
Málsnúmer 1705125Vakta málsnúmer
"Á 122. fundi fræðslunefndar 8.6.2017 var leiðbeinandi verklagi vegna manneklu í Ársölum lagt fram og samþykkt af hálfu nefndarinnar. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verklag til reynslu í eitt ár".
Fyrirliggjandi verklaga borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
19.Reglur v. Hvatapeninga 2017
Málsnúmer 1703356Vakta málsnúmer
"Lögð fram tillaga að breyttum reglum um Hvatapeninga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna í Sveitarfélaginu Skagafirði. Verið er að laga reglurnar að upptöku nýs skráningakerfis í gegnum Nóra, sem tekið var upp um síðustu áramót. Skilyrði þess að hægt sé að nýta Hvatapeningana er að um skipulagt íþrótta-, lista- eða æskulýðsstarf sé að ræða og sé stundað undir leiðsögn þjálfara, leiðbeinenda eða kennara. Þetta á við um allt skipulagt íþrótta- og æskulýðstarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, tónlistarskóla, skáta og önnur námskeið skipulögð af frístundasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sbr. Sumar-TÍM. Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þáttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfi. Réttur til Hvatapeninga fyrir árið 2017 fellur niður í árslok. Ónýttir Hvatapeningar nýtast ekki milli ára. Breytingin samþykkt á 242. fundi félags- og tómstundanefndar þann 30. mars 2017. Byggðarráð staðfestir samþykkt félags- og tómstundanefndar á breytingu á reglum um Hvatapeninga"
Breytingar á reglum um Hvatapeninga bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.
20.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 12
Málsnúmer 1706019FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 12 Mánudaginn 19. júní 2017 voru opnuð tilboð í verkið Sundlaugin á Sauðárkróki - Endurbætur 2017. Um var að ræða lokað útboð og var fimm aðilum gefinn kostur að taka þátt. Eitt tilboð barst, það hefur nú verið yfirfarið.
Niðurstaðan er eftirfarandi:
K-TAK ehf. kr. 373.973.204,- 133%
Kostnaðaráætlun, Stoð ehf. kr. 281.188.227,- 100%
Bygginganefnd samþykkir að hafna tilboði K-Taks ehf. þar sem það er 33% yfir kostnaðaráætlun.
Bygginganefnd leggur jafnframt til að verkið verði boðið út aftur í opnu útboði með breyttum forsendum. Bókun fundar Fundargerð 12. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
21.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 34
Málsnúmer 1706012FVakta málsnúmer
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 34 Málið áður á dagskrá Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 2.febrúar s.l. þar sem Byggðarráð samþykkti að skoðað yrði hvort hægt væri að koma upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og fól sveitarstjóra að vinna kostnaðarmat. Fyrir fundinum liggja drög að teikningum og kostnaðarmati.
Samstarfsnefnd samþykkir að fara í þá framkvæmd að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og vísar til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar til lokaafgreiðslu. Hjá Akrahreppi liggur fyrir samþykki um framkvæmdina. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 58. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 34 Rætt um eignir sem eru í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 58. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 34 Farið yfir rekstrartölur ársins, framkvæmdir og viðhald. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 58. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 34 Lagt fram bréf frá skólastjóra Varmahlíðarskóla þar sem óskað er eftir að skoðað verði með hvaða hætti varðveislu þeirra gripa sem eru í eigu Náttúrugripasafns Varmahlíðarskóla og varðveittir eru í skólanum, er best fyrir komið. Nefndin samþykkir að óska eftir því við forstöðumann Náttúrustofu Norðurlands vestra að meta munina og koma með tillögu um framtíðarvarðveislu. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 58. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 34 Lagt fram bréf frá skólastjóra Varmahlíðaskóla með beiðni um aukafjárveitingu til tækjakaupa í íþróttamiðstöðina í Varmahlíð. Nefndin samþykkir að vísa beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2018, jafnframt verði farið yfir með hvaða hætti rekstri þreksalarins er best fyrir komið t.d. með tilliti til öryggismála. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 58. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 34 Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps er frá árinu 1999 og því 18 ár frá því hann var gerður. Þróunin í samstarfi sveitarfélaganna hefur síðan þá verið í þá átt að þjónusta gagnvart íbúunum og fyrirsvar hvað rekstur varðar hefur í sífellt meiri mæli verið veitt af hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar en Akrahreppur greitt sinn hluta í sameiginlegum rekstri og stofnkostnaði.
Við stjórnsýsluskoðun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir árið 2015 komst KPMG ehf. að þeirri niðurstöðu að samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps uppfyllti ekki sveitarstjórnarlög nr. 138/2011. Á fundi samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps 5. desember 2016 var því samþykkt að ráðast í endurskoðun á samningum á milli sveitarfélaganna tveggja.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ákveðið að fá liðsinni KPMG ehf. við að undirbúa gerð nýs þjónustusamnings Akrahrepps við Sveitarfélagið Skagafjörð sem uppfyllir sveitarstjórnarlög og önnur lög, reglur og samþykktir sem lúta að stjórnsýslu sveitarfélaga og tekjustofna þeirra. Skal samningurinn ná til allra sameiginlegra mála sveitarfélaganna tveggja. Skulu drög að slíkum samningi verða tilbúin fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélaganna fyrir árið 2018.
Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 58. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 34 Samstarfsnefnd sveitarfélaganna fagnar því að samkomulag um Náttúrustofu Norðurlands vestra sé orðið að veruleika. Sveitarfélögin sem standa að endurreisn Náttúrustofu eru Akrahreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing vestra. Samstarfsnefnd beinir því til sveitarfélaganna að koma á fulltrúafundi hið fyrsta. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 58. júní 2017 með níu atkvæðum.
22.Veitunefnd - 39
Málsnúmer 1706011FVakta málsnúmer
-
Veitunefnd - 39 Farið var yfir stöðu hitaveituframkvæmda í Lýtingsstaðahreppi.
Framkvæmdir hófust 22. maí sl. og er búið að leggju um 5,5km af stállögnum.
Verktaki við verkið er Vinnuvélar Símonar ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar veitunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 39 Þann 15. maí sl. voru opnuð tilboð í verkið "Lagning ljósleiðara, Marbæli - Sauðárkrókur"
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið;
Vinnuvélar Símonar ehf. 29.525.040.-
Vélaþjónustan Messuholti ehf. 85.666.990.-
Kostnaðaráætlun verksins var 35.600.300.-
Veitunefnd samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símona ehf. og felur sviðstjóra að ganga frá samningi vegna verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar veitunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 39 Sviðsstjóra hafa borist nokkrar fyrirspurnir varðandi möguleika á því að tengja íbúðar- og sumarhús ofan Steinsstaðahverfis við vatnsveitu Skagafjarðarveitna.
Veitunefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.
Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar veitunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 39 Lagðar voru fram til kynningar tillögur frá Varmahlíðarstjórn að útsýnisskiltum á Reykjarhól við Varmahlíð. Um er að ræða tvö "panorama" skilti með ljósmynd þar sem fjöll og helstu örnefni koma fram.
Gert er ráð fyrir að skiltin séu staðsett ofan á heitavatnstanki Skagafjarðarveitna.
Veitunefnd samþykkir uppsetningu umræddra skilta í samráði við Skagafjarðarveitur. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar veitunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með átta atkvæðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu. -
Veitunefnd - 39 Í kjölfar kynningarfundar með íbúum og landeigendum á norðanverðu Hegranesi, Reykjaströnd ásamt Skarði og Veðramóti og Efribyggð voru send út bréf til þess að kanna áhuga á viðkomandi svæðum á mögulegri lagningu hitaveitu um svæðin. Alls voru send út um 38 bréf og hefur til þessa 21 bréfi verið svarað og eru öll svörin jákvæð að einu undanskildu. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar veitunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 39 Skagafjarðarveitur fengu Íslenskar Orkurannskóknir til að taka sýni úr hitaveituvatni úr Borgarmýrum við Sauðárkrók og gera á því greiningu eins og um kalt neysluvatn væri að ræða. Niðurstöður greiningar eru í stuttu máli þær að efnainnihald heita vatnsins er í velflestum tilfellum vel innan þeirra marka sem neysluvatnsreglugerðin setur. Frá þessu eru þó þrjár undantekningar; sýrustig, lykt (af brennisteinsvetni) og flúoríð sem öll eru örlítið yfir mörkum fyrir neysluvatn.
Í niðurlagi skýrslunnar segir að ekki sé hægt að mæla með hitaveituvatni til drykkjar eða almennrar neyslu. Hins vegar getur heilbrigðisnefnd gefið leyfi til takmarkaðrar notkunar, til dæmis til matvælaframleiðslu. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar veitunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 39 Rætt um áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðara í dreifbýli.
Sviðsstjóra falið að ræða við Mílu.
Samþykkt að bjóða út síðustu áfanga Ísland ljóstengt 2017 í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar veitunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
23.Umhverfis- og samgöngunefnd - 129
Málsnúmer 1706020FVakta málsnúmer
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 129 Dagana 6. til 11. júní sl. voru haldnir umhverfisdagar í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem íbúar á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu voru hvattir til að fegra umhverfið með því að tína rusl í poka sem bornir voru út á hvert heimili.
Átakið hefur skilað takmörkuðum árangri og verður framkvæmd þess endurskoðuð fyrir næsta vor. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 129 Lagt var fram erindi frá siglingasviði Vegagerðarinnar vegna nýrrar samgönguáætlunar 2018 til 2021.
Í erindinu er óskað eftir umsóknum frá sveitarfélögum um hafnarframkvæmdir og sjóvarnir.
Árið 2014 sótti sveitarfélagið Skagafjörður um framlög úr ríkissjóði vegna sex verkefna og komst eitt verkefni á samgönguáætlun, varnargarður við smábátahöfn og lauk framkvæmdum við garðinn á síðasta ári.
Sviðstjóra er falið að endurnýja umsókn frá árinu 2014 og bæta við dýpkun í Sauðárkrókshöfn og kanna möguleika á framlögum til sjóvarna við Kolkuós og Móskóga. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 129 Lögð var fram til kynningar 395. fundargerð Hafnasambands Íslands. Bókun fundar Fundargerð 395. fundar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 129 Lagðar voru fram til kynningar tillögur frá Varmahlíðarstjórn að útsýnisskiltum á Reykjarhól við Varmahlíð. Um er að ræða þrjú "panorama" skilti með ljósmynd þar sem fjöll og helstu örnefni koma fram. Gert er ráð fyrir að skiltin séu staðsett ofan á heitavatnstanki Skagafjarðarveitna.
Veitunefnd hefur samþykkt uppsetningu umræddra skilta í samráði við Skagafjarðarveitur en erindið býður umsagnar skipulags- og bygginganefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með átta atkvæðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 129 Lagt var fram erindi frá Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar vegna framlengingar á samningi um umhverfisverðlaun.
Í júní 2013 var samþykkt að framlengja samning um umhverfisverðlaun við Soroptimistaklúbbinn um 3 ár og er sá samningur því útrunninn.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að ganga frá nýjum 3ja ára samning við Soroptimista og að styrkupphæð hækki um 50 þúsund frá því sem verið hefur. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með átta atkvæðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 129 Unnið er að hönnun gámastöðvar við Varmahlíð og stefnt er á að bjóða framkvæmdina út í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
24.Skipulags- og byggingarnefnd - 307
Málsnúmer 1706002FVakta málsnúmer
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Magnea V. Svavarsdóttir sækir, fh. Ríkiseigna, Ríkissjóðs Íslands kt. 5402696459, um stofnun lóðar úr landi Nýræktar, landnr. 146874. Lóðina Nýrækt lóð A. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur afstöðuuppdráttur dagsettur 20. febrúar 2017 unnin af Ásu Margréti Einarsdóttur landfræðingi. Uppdrátturinn hefur heitið Nýrækt-íbúðarhús, stærð lóðar 11.402,0 m². Innan lóðarinnar standa, Íbúðarhús með fastanúmer 214-4266, hlaða með fastanúmer 214-4264 og geymsla með fastanúmer 214-4264. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Nýrækt landnr. 1456874. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 307. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Magnea V. Svavarsdóttir sækir, fh. Ríkiseigna, Ríkissjóðs Íslands kt. 5402696459, um stofnun lóðar úr landi Nýræktar, landnr. 146874. Lóðina Nýrækt lóð B. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur afstöðuuppdráttur dagsettur 20. febrúar 2017 unnin af Ásu Margréti Einarsdóttur landfræðingi. Uppdrátturinn hefur heitið Nýrækt-Kaupfélag, stærð lóðar 4.954,0 m². Innan lóðarinnar stendur, Verslunarhús með fastanúmerið 214-4268. Fram kemur á uppdrætti kvöð um umferðarrétt yfir 4.954,0 m² sem verið er að stofna að félagsheimilinu. Ketilási Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Nýrækt landnr. 1456874.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 307. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Dagný Stefánsdóttir kt. 180382-4109 og Róbert Logi Jóhannesson kt. 040570-5789, eigendur jarðarinnar Laugarmýri, landnr. 146232 sækja um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir gróðurhús á jörðini. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birmi Magnúsi Árnasyni. Uppdrátturinn er í verki númer 720416, nr S01, dags 12. maí 2017. Fyrir liggur umsögn minjavarðar dagsett 8. júní 2017.Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 307. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Pétur H. Stefánsson kt. 120754-5649 eigandi jarðarinnar Víðidalur norðurhl. landnúmer 192872, sækir um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir gestahús á jörðini. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 30. maí 2017. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 7730-01. Fyrir liggur umsögn minjavarðar dagsett 8. júní 2017.Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 307. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Sóborg Una Pálsdóttir sat fundinn undir þessum lið. Farið var yfir stöðu verkefnisins. Bókun fundar Afgreiðsla 307. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Tryggvi Sveinbjörnsson kt. 200357-3969 óskar, fh IG Ferða ehf kt. 490209-0500, um heimild til að láta vinna deiliskipulag á hluta jarðarinnar Merkigarðs. Deiliskipulagið verði unnið á kostnað landeigenda. Meðfylgjandi umsókn er skipulagslýsing dagsett 06.03.2017 útg. 1.0 Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að heimila landeiganda að vinna deiliskipulagstillögu.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.19 "Merkigarður (146206) umsókn um deiliskipulag". Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 f.h. Sleitustaðavirkjunar og sem þinglýstur eigandi Smáragrundar 1 (landnr. 146494) óskar hér með eftir:
1)Heimild til að stækka Smáragrund 1 stöðvarhússlóð (landnr. 220990) inn á land Smáragrundar 1.
2)Staðfestingu á landamerkjum Smáragrundar 1 og Smárgrundar 1 stöðvarhússlóðar eftir breytinguna.
Stækkunin nær yfir aðrennslispípu, inntakslón og inntaksmannvirki Sleitustaðavirkjunar.
Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S03 í verki nr. 71272, dags. 2. júní 2017. Einnig fylgir erindinu skýringaruppdráttur nr. S04 í verki nr. 71272, dags. 2 júní 2017.Óskað er eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun.
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Smáragrund 1, landnr. 146494. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146494.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 307. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Magnús Barðdal Reynisson sækir, hf. Digital Horse kt. 601106-0780 um uppsetningu á tveim auglýsingskiltum, við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki og á Hofsósi, við innkeyrsluna í bæinn. Meðfylgjandi gögn gera nánari grein fyrir staðsetningu. Samþykkt að veita tímabundið stöðuleyfi, til 1.október 2017,fyrir þessum skiltum. Uppsetning skiltanna verði gerð í samráði við skipulags-og byggingarfulltrúa Bókun fundar Afgreiðsla 307. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Friðbjörg Vilhjálmsdóttir kt. 290638-4539, Gunnlaugur Vilhjálmsson kt. 271247-2579, Halldóra Elísa Vilhjálmsdóttir kt.040535-3149, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir kt. 140344-4869, Ingunn Vilhjálmsdóttir kt. 130443-3039, Sigurður Vilhjálmsson kt. 110341-7769 og Hjörtur Vilhjálmsson kt. 090535-3159 eigendur jarðarinnar Syðra-Vallholt 1 landnúmer 146067 sækja um stöðuleyfi fyrir 42,55 m² stöðuhýsi og 40 feta geymslugám, 28,2 m² á landi jarðarinnar. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S02 í verki 724401, dags. 13. júní 2017, unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gerir grein fyrir erindinu. Tímabundið stððuleyfi veitt, til 1 júli 2018. Bókun fundar Einar E Einarsson gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins aftur til skipulags- og byggingarnefndar. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Vésteinn Vésteinsson fh. Hofsstaða ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 53,6 hektara svæði í landi jarðarinnar Hofsstaða landnúmer 146408. Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Hofsstaðir 146408 - Umsókn um framkvæmdaleyfi" Samþykkt samhljóða.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sækir, með bréfi dagsettu um breytingu á áður samþykktum uppdráttum af próteinverksmiðju að Skagfirðingabraut 51. Meðfylgjandi breyttir aðaluppdrættir dagsettir 2. sept 2016 með breytingu nr. 2 dagsett 21. júní 2017. Uppdrættir unnir hjá Stoð ehf. af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættir nr A- 100 til A-106. Verknúmer 531801.Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 307. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 Efemía Fanney Valgeirsdóttir kt. 140766-3219 og Egill Örlygssonkt.100967-5889 eigendur Daufár, landnr. 146159, óskum eftir heimild til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður var á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni, dags. 16. júní 2017. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 778801. Um er að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar, vestur og norður af núverandi fjósi.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 307. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 307 48.afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar 48. afgreiðslufundur byggingafulltrúa lagður fram til kynnningar á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017.
25.Landbúnaðarnefnd - 192
Málsnúmer 1706003FVakta málsnúmer
-
Landbúnaðarnefnd - 192 Landbúnaðarnefnd fór í vettvangsferð til að skoða Mælifellsréttina eftir miklar endurbætur á réttinni. Landbúnaðarnefnd telur að vel hafi til tekist. Lokafrágangur er eftir og er vonast til að honum ljúki sem fyrst. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 192 Drög að endurskoðaðri fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu lögð fram. Málið áður á dagskrá 191. fundi landbúnaðarnefndar þann 25. apríl 2017.
Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu með áorðnum breytingum. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu - endurskoðun". Samþykkt samhljóða. -
Landbúnaðarnefnd - 192 Lagður fram tölvupóstur dagseettur 15. maí 2017 frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi fund með MAST í Húnaveri, mánudaginn 12. júní 2017. Málefni sveitarfélaga tekin fyrir; Urðunarmál-Girðingar-Upprekstur og fjallskilamál-Gæludýr-Félagsmál.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að starfsmaður landbúnaðarnefndar sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 192 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurdeilda fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 192 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss- og Unadals fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 192 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 192 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 192 Lagðir fram til kynningar ársreikningar Fjallskilasjóðs úthluta Seyluhrepps fyrir árin 2015 og 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 192. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
26.Fræðslunefnd - 122
Málsnúmer 1706004FVakta málsnúmer
-
Fræðslunefnd - 122 Leiðbeinandi verklag vegna manneklu í leikskólanum Ársölum lagt fram og samþykkt. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Leiðbeinandi verklag vegna manneklu í Ársölum" Samþykkt samhljóða.
-
Fræðslunefnd - 122 Skóladagatöl leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2017-2018 lögð fram. Nefndin samþykkir dagatölin með fyrirvara um að ákvörðun um sumarlokun er tekin í tengslum við fjárhagsáætlun hvers árs. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar fræðslunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 122 Skóladagatöl grunnskóla í Skagafirði fyrir árið 2017-2018 lögð fram. Nefndin samþykkir dagatölin. Rætt var um opnunartíma frístundar (Árvistar). Sviðsstjóra falið að skoða málið nánar. Bókun fundar Afgreiðsla 122. fundar fræðslunefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
27.Félags- og tómstundanefnd - 245
Málsnúmer 1706013FVakta málsnúmer
- 27.1 1706100 Lengri vinnutími vinnuskólabarna 2017Félags- og tómstundanefnd - 245 Færri börn eru í Vinnuskólanum en áætlað var. Lögð fram tillaga forstöðumanns frístunda- og íþróttamála um að boðið verði upp á að vinnutími verði lengdur um eina viku í öllum aldursflokkum Vinnuskólans.
Nefndin ákveður að sama fyrirkomulag skuli gilda um VIT verkefnið.
Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. - 27.2 1706028 Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum - beiðni um sláttFélags- og tómstundanefnd - 245 Hestamannafélagið Skagfirðingur hefur farið þess á leit að Sveitarfélagið sjái um grasslátt á mönum á keppnissvæði hestaíþrótta að Hólum í tengslum við Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum í júlí 2017.
Félags- og tómstundanefnd telur ekki fært að verða við erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. - 27.3 1701341 Trúnaðarbók félagsmál 2017Félags- og tómstundanefnd - 245 Afgreiddar 4 beiðnir í tveimur málum. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
28.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47
Málsnúmer 1706009FVakta málsnúmer
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Undir þessum lið komu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga til fundarins. Rætt var um framtíðarfyrirkomulag rekstrar safnsvæðisins í Glaumbæ og gerð nýs samnings þar að lútandi en þar er lykilatriði að samkomulagi um deiliskipulag fyrir svæðið verði náð hið fyrsta. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns dagsett 8. maí sl. voru kynnt fyrir héraðsskjalavörðum og fulltrúum sveitarfélaga á fundi hjá Þjóðskjalasafni Íslands þann 15. maí 2017. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði var sviðsstjóra Stjórnsýslu- og fjármálasviðs ásamt héraðsskjalaverði falið að koma með tillögu að athugasemdum fyrir hönd Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Tillagan var kynnt og samþykkt í nefndinni. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Til fundarins kom Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður sem kynnti ársskýrslu Héraðsskjalsafns Skagfirðinga fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Lagt fram bréf, dagsett 29. maí 2017, frá Kristjáni Jónssyni fyrir hönd Jónsmessuhátíðarnefndar á Hofsósi. Í bréfinu er óskað eftir 500.000 kr. styrk til að halda hátíðina og endurgjaldslausum afnotum af áhaldahúsi og bifreið sveitarfélagsins á Hofsósi á meðan hátíðinni stendur.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar, auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 05710. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 47 Tekið fyrir erindi frá félagsskapnum Pilsaþyt þar sem óskað er eftir styrk til að standa straum af húsaleigu vegna námskeiðs í þjóðbúningasaumi sem fram fer á árinu 2017.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja Pilsaþyt um kr. 50.000,- sem tekinn verður af lið 05890. Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
29.Byggðarráð Skagafjarðar - 786
Málsnúmer 1706018FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Sveitarfélögin, Sveitarfélagið Skagafjörður og Skagabyggð, hafa átt í óformlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga.
Sveitarfélögin hafa nú sammælst um að hefja formlegar viðræður um kosti þess að sameinast.
Sveitarfélögin á starfssvæði SSNV sem hafa áhuga á að ræða kosti enn stærri sameiningar við Sveitarfélagið Skagafjörð og Skagabyggð, eru boðin velkomin til viðræðna á sameiginlegan fund sveitarfélaganna sem boðað verður til í byrjun júlí.
Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Málið áður á dagskrá 782. fundi byggðarráðs þann 4. maí og 785. fundi byggðarráðs 8.júní 2017. Óskað var eftir fundi með Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. Fulltrúar byggðarráðs ásamt fulltrúa starfsmanna Háholts fóru til fundar á Barnaverndarstofu þann 8.júní s.l.
Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu Meðferðarheimilisins Háholts og skorar á velferðarráðherra að tryggja áframhaldandi framtíð heimilisins í Skagafirði. Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson leggur til að sveitarstjórn taka undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu Meðferðarheimilisins Háholts og skorar á velferðarráðherra að tryggja áframhaldandi framtíð heimilisins í Skagafirði og var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Trúnaðarmál bókað í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Á 122. fundi fræðslunefndar 8.6.2017 var leiðbeinandi verklagi vegna manneklu í Ársölum lagt fram og samþykkt af hálfu nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi verklag til reynslu í eitt ár. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Leiðbeinandi verklag vegna manneklu í Ársölum" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Lögð fram umsókn frá Sveitarfélaginu Skagafirði til Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. um langtímalán allt að 440 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2017. Láninu verður varið til framkvæmda vegna fasteigna, gatna, umhverfis og veituframkvæmda samkvæmt framkvæmdaáætlun ársins 2017. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga allt að fjárhæð 440.000.000 kr. í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir eignasjóðs sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Ástu Björg Pálmadóttur kt. 040764-2839, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Umsókn um langtímalán 2017" Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar veitir Margeiri Friðrikssyni kt. 151060-3239, sviðsstjóra stjórnsýslu-og fjármálasviðs hér með heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 250.000.000. Heimildin gildi út árið 2017. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Lánasjóður sveitarfélaga - skammtímalánveiting" Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Lögð fram tillaga að viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2017 um að fjárfestingarliður eignasjóðs verði hækkaður um 22.500.000 kr. Hækkun framkvæmdafjár verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Viðauki 3 víð fjárhagsáætlun 2017" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Málið áður á dagskrá Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 2.febrúar s.l. þar sem Byggðarráð samþykkti að skoðað yrði hvort hægt væri að koma upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og fól sveitarstjóra að vinna kostnaðarmat. Fyrir fundinum liggja drög að teikningum og kostnaðarmati. Sundlaugin er í eigu sveitarfélaganna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
Samstarfsnefnd sveitarfélaganna samþykkir að fara í þá framkvæmd að setja upp rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð og vísar til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar til lokaafgreiðslu. Hjá Akrahreppi liggur fyrir samþykki um framkvæmdina.
Byggðarráð samþykkir að fara í framkvæmdina. Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að haldið verið áfram með hönnun og kostnaðaráætlun á framtíðarhúsnæði fyrir leikskólann á Hofsósi í viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi. Hraða þarf þeim framkvæmdum sem kostur er. Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Lagt fram boð um aðalfund Norðurár bs. sem verður haldinn í Miðgarði - menningarhúsi, Varmahlíð þann 29. júní 2017, kl. 14:00. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri, Ásta Pálmadóttir fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni hafa hafið söfnun á ærslabelg og er ætlunin að koma honum í notkun sumarið 2017. Söfnun hefur farið ágætlega af stað en kostnaður við að fá tækið á Hofsós eru 2.200.0000 fyrir utan jarðvegsvinnu. Staðsetning belgsins er fyrirhuguð við hlið sparkvallar á skólalóð grunnskólans. Ljóst er að slíkt leiktæki er mikil og góð viðbót við þá afþreyingarflóru sem er á svæðinu og nýtist jafnt heimafólki sem ferðamönnum.
Óskað er eftir því að sveitafélagið greiði kostnað við jarðvinnu við uppsetningu belgsins og rekstrarkostnað. Sá kostnaður er leggst til við uppsetningu felst í gröfuvinnu, vinnu rafvirkja og svo þarf að þökuleggja í sárið svo frágangur sé snyrtilegur.
Byggðarráð fagnar þessu góða framtaki og samþykkir beiðnina. Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Samband íslenskra sveitarfélaga fylgist grannt með vinnu varðandi ný persónuverndarlög sem stefnt er að því að taki gildi á árinu 2018. Fyrir liggur að ný lög munu leggja ríkari kröfur á sveitarfélög að því er varðar m.a. hvaða upplýsingar eru geymdar, hvernig er unnið úr þeim og á hvaða formi þær eru geymdar. Sambandið vinnur nú að gerð minnisblaðs sem sent verður til allra sveitarfélaga til að kynna helstu breytingar og auðvelda undirbúning á innleiðingu nýrrar löggjafar.
Fyrstu skref við undirbúning af hálfu sveitarfélaga eru þessi:
1. Sveitarfélög hefji sem fyrst skoðun á því hvaða persónuupplýsingum er verið að safna og hvort varsla og vinnsla þeirra sé hið minnsta í samræmi við núgildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000,
2. Sveitarfélög hugi að skipun persónuverndarfulltrúa. Mörg fyrirtæki og allar opinberar stofnanir verða að útnefna sérstakan persónuverndarfulltrúa. Hlutverk hans er að vera sérfræðingur viðkomandi aðila í persónuvernd og tengiliður milli stjórnenda, hinna skráðu og Persónuverndar. Persónuverndarfulltrúinn getur verið starfsmaður stofnunar eða fyrirtækis eða utanaðkomandi sérfræðingur. Þar sem starfsmenn eru færri en 250 eru þó vægari kröfur gerðar til skráarhalds persónuupplýsinga.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri vinni að málinu og komi með tillögur til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Lögð fram tillaga að viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Gerð er tillaga um hækka fjárframlag um 756þús til viðhaldsliðar félagsíbúða, málaflokk 57. Hækkuninni verði mætt með lækkun á viðhaldslið eignasjóðs málaflokki 31090.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu að viðauka.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Viðauki 2 víð fjárhagsáætlun 2017" Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Á 779.fundi byggðarráðs var lagt fram bréf dagsett 7. mars 2017 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning ársins 2015 og fjárhagsáætlun 2017-2020.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og endurskoðanda sveitarfélagsins að gera drög að svari til nefndarinnar.
Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri, Margeir Friðriksson sviðsstj. stjórns.- og fjárm.sviðs, Ásta Ólöf Jónsdóttir aðalbókari og Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG. fóru til fundar við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þann 15. júní 2017.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að litið verði til athugasemda nefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunar 2018-2021
Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-apríl 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 786. fundar byggðarráðs staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016. Bókun fundar Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra 2016, lögð fram til kynningar á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Farskólans 2017. Bókun fundar Fundargerð aðalfundar Farskólans 2017, lögð fram til kynningar á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 786 Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV þann 13. júní 2017. Bókun fundar Fundargerð stjórnar SSNV frá 13. júní 2017 lögð fram til kynningar á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017
Fundi slitið - kl. 19:50.
Sigurjón Þórðarson (K) situr fund í stað Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur (K ) og Einar E Einarsson (B) sem situr í fjarveru Viggós Jónssonar (B)