Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 245

Málsnúmer 1706013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 357. fundur - 28.06.2017

Fundargerð 245. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 357. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • .1 1706100 Lengri vinnutími vinnuskólabarna 2017
    Félags- og tómstundanefnd - 245 Færri börn eru í Vinnuskólanum en áætlað var. Lögð fram tillaga forstöðumanns frístunda- og íþróttamála um að boðið verði upp á að vinnutími verði lengdur um eina viku í öllum aldursflokkum Vinnuskólans.
    Nefndin ákveður að sama fyrirkomulag skuli gilda um VIT verkefnið.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
  • .2 1706028 Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum - beiðni um slátt
    Félags- og tómstundanefnd - 245 Hestamannafélagið Skagfirðingur hefur farið þess á leit að Sveitarfélagið sjái um grasslátt á mönum á keppnissvæði hestaíþrótta að Hólum í tengslum við Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum í júlí 2017.
    Félags- og tómstundanefnd telur ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.
  • .3 1701341 Trúnaðarbók félagsmál 2017
    Félags- og tómstundanefnd - 245 Afgreiddar 4 beiðnir í tveimur málum. Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 357. fundi sveitarstjórnar 28. júní 2017 með níu atkvæðum.