Fara í efni

Ísland Ljóstengt - lagning ljósleiðara frá Marbæli til Sauðárkróks

Málsnúmer 1706104

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 39. fundur - 19.06.2017

Þann 15. maí sl. voru opnuð tilboð í verkið "Lagning ljósleiðara, Marbæli - Sauðárkrókur"
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið;
Vinnuvélar Símonar ehf. 29.525.040.-
Vélaþjónustan Messuholti ehf. 85.666.990.-

Kostnaðaráætlun verksins var 35.600.300.-

Veitunefnd samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símona ehf. og felur sviðstjóra að ganga frá samningi vegna verksins.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 49. fundur - 18.05.2018

Lagning ljósleiðara frá Sauðárkróki að Marbæli hófst í byrjun maí og er lagning ljósleiðarastofns langt kominn. Stefnt er á að verkinu ljúki um mánaðarmót júní/júlí. Stefnt er á að ljósleiðarakerfið verði virkt til notkunar fyrir áramót.