Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

49. fundur 18. maí 2018 kl. 11:00 - 11:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Lýtingsstaðahreppur vinnuútboð 2017 - Hitaveita og strenglögn

Málsnúmer 1707145Vakta málsnúmer

Heitu vatni var hleypt á stofnlagnir í Lýtingsstaðahreppi í seinni hluta aprílmánaðar og er þegar búið að hleypa á nokkrar heimtaugar.

2.Umsókn um kaldavatnslögn í frístundahverfi í landi Steinsstaða

Málsnúmer 1805118Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir erindi frá Herði Ingimarssyni um kaldavatnstengingu að frístundalóð austan við Steinsstaði.
Sviðstjóra er falið að svara erindinu.
Nefndin leggur til við Byggðaráð að kláruð verði fullnaðarhönnu á veitukerfum á frístundalóðunum.

3.Fyrirspurn um ljósleiðaratengingu sem virkja átti 2017

Málsnúmer 1804150Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir erindi frá Júlíu Jónsdóttur og Þorgils Pálssyni varðandi ljósleiðaratengingu að Lónkoti í Sléttuhlíð.
Sviðsstjóra er falið að svara erindinu en gera má ráð fyrir að verkinu verði lokið fyrir árslok 2018.
Gísli Sigurðsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

4.Ísland Ljóstengt - lagning ljósleiðara frá Marbæli til Sauðárkróks

Málsnúmer 1706104Vakta málsnúmer

Lagning ljósleiðara frá Sauðárkróki að Marbæli hófst í byrjun maí og er lagning ljósleiðarastofns langt kominn. Stefnt er á að verkinu ljúki um mánaðarmót júní/júlí. Stefnt er á að ljósleiðarakerfið verði virkt til notkunar fyrir áramót.

Fundi slitið - kl. 11:45.