Bakkakot (146146) - Umsókn um leyfi til niðurrifs
Málsnúmer 1706199
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 310. fundur - 02.10.2017
Halldór Valur Leifsson kt. 050784-4449, Kerstin Hiltrud Roloff kt. 241266-6059 og Þorsteinn Ragnar Leifsson kt. 250381-4769 eigendur Bakkakots í fyrrum Lýtingsstaðhreppi óska eftir heimild til að rífa það sem eftir stendur af gamla bænum í Bakkakoti. Húsið var byggt árið 1898 og nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. Mgr. 29. Gr. laga um manningaminjar nr. 80/2012. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 14. september 2017, niðurrifsheimild með ákveðnum skilyrðum. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum Minjastofnunar.