Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

310. fundur 02. október 2017 kl. 15:00 - 16:03 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kjartansstaðakot 145984 Umsókn um staðsetningu mannvirkis

Málsnúmer 1709257Vakta málsnúmer

Edda Lúðvíksdóttir kt 010655-4639 eigandi Kjartanstaðakots, landnúmer 145985, sækir
um heimild til að staðsetja mannvirki, svokallað „stöðuhýsi“ Í landi sínu Kjartanstaðakoti.
Meðfylgjandi er hnitsettur afstöðuuppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu mannvirkis og rotþróar. Uppdrátturinn er dagsettur 21. september 2017 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu umsóknarinnar.

2.Laugarmýri (146232) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1709253Vakta málsnúmer

Dagný Stefánsdóttir kt. 180382-4109 og Róbert Logi Jóhannesson kt. 040570-5789 þinglýstir eigendur jarðarinnar Laugarmýri, landnúmer 146232 óska hér með eftir heimild til að stofna 2.323 m² spildu úr landi jarðarinnar, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti frá Stoð ehf. sem unninn er af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdrátturinn er nr. S01 í verki 720419 útgefinn 19. sept. 2017. Óskað er eftir að nýstofnaða landið fái heitið Laugarmýri 2,Í umsókn kemur fram að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Laugarmýri, landnr. 146232.
Hitaveituþró, hitaveitu- og jarðhitauppsprettur og jarðhitaréttur eru undanskilin landskiptum þessum og munu áfram fylgja Laugarmýri, landnr. 146232 að öllu leyti. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Sæmundargata 1 143804 Umsókn um niðurrif fasteignar

Málsnúmer 1709252Vakta málsnúmer

Frímann Guðbrandsson kt. 010953-2869 sækir, fh. Rafsjár fasteigna kt 570106-0230, um leyfi til að rífa fasteign á lóðinni Sæmundargata 1 á Sauðárkróki. Matsnúmer eignarinnar er 213-2299 matshluti 01. Húsið er skráð vörugeymsla og var byggt árið 1947. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið.

4.Bakkakot (146146) - Umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 1706199Vakta málsnúmer

Halldór Valur Leifsson kt. 050784-4449, Kerstin Hiltrud Roloff kt. 241266-6059 og Þorsteinn Ragnar Leifsson kt. 250381-4769 eigendur Bakkakots í fyrrum Lýtingsstaðhreppi óska eftir heimild til að rífa það sem eftir stendur af gamla bænum í Bakkakoti. Húsið var byggt árið 1898 og nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. Mgr. 29. Gr. laga um manningaminjar nr. 80/2012. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar dagsett 14. september 2017, niðurrifsheimild með ákveðnum skilyrðum. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið að uppfylltum skilyrðum Minjastofnunar.

5.Geymslugámar í þéttbýli - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 1703266Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd hefur í fundarbókun vakið athygli á, með vísan til greina 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð 112/2012, að sækja skal um stöðuleyfi til sveitarfélagsins til að láta eftirfarandi lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna:
Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Þessari bókun var fylgt eftir með auglýsingum þar sem eigendum ofangreindra lausafjármuna var bent á að sækja um stöðuleyfi eða að öðrum kosti fjarlægja þá.
Frestur til að skila inn umsóknum var til 15. september 2017.
Nefndin felur Skipulags-og byggingarfulltrúa að framfylgja samþykktinni.

6.Fornós 4 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1709181Vakta málsnúmer

Pálmi Jónsson kt. 200733-3479 Fornósi 4 sækir um heimilld til að hafa geymslugám á lóðinni Fornós 4 þar sem hann nú er staðsettur. Skipulags-og byggingarnefnd hafnar erindinu.

7.Aðalgata 9 - Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 1709182Vakta málsnúmer

Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 sækir um heimild til að hafa geymslugám vestan við húsið Aðalgata 9. Skipulags-og byggingarnefnd hafnar erindinu.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 55

Málsnúmer 1709006FVakta málsnúmer

55.afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 56

Málsnúmer 1709015FVakta málsnúmer

56.afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:03.