Fara í efni

Beiðni um hoppubelg við sundlaug Sauðárkróks

Málsnúmer 1706236

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 247. fundur - 10.11.2017

Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti beiðni sem send hefur verið sveitarfélaginu um hoppubelg sunnan sundlaugarinnar á Sauðárkróki, líkt og gert hefur verið á Hofsósi og í Varmahlíð. Nefndin samþykkir að kanna málið með jákvæðum huga og óskar eftir að það verði skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 258. fundur - 13.09.2018

Lagt fram erindi Maríu Óskar Ólafsdóttur um hoppubelg við sundlaug Sauðárkróks. Erindið áður á dagskrá nefndarinnar þann 12. júlí 2017. Nefndin þakkar Maríu Ósk þann áhuga sem hún sýnir á að koma upp hoppubelg og lýsir vilja sínum til að koma að uppsetningu hans líkt og gert hefur verið í Varmahlíð og á Hofsósi en þar var safnað fyrir belgnum og sveitarfélagið sá um kostnað við uppsetningu.
Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri, sat fundinn undir þessum lið.