Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

247. fundur 10. nóvember 2017 kl. 10:00 - 12:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ritari
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Hrafnhildur Guðjónsdóttir félagsráðgjafi
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir Sviðsstjóri
Dagskrá
Arnrún Halla Arnórsdóttir, formaður UMSS mætir á fundinn

1.Kynnig á starfsemi UMSS

Málsnúmer 1710052Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Arnrún Halla Arnórsdóttir, formaður stjórnar UMSS og kynnti þá vinnu sem er í gangi og miðar að því að uppfæra og endurskoða samninginn á milli sambandsins og sveitarfélagsins. Markmið endurskoðunarinnar er að auka gagnsæi í fjárveitingum til íþróttaiðkana, skýra ramma samstarfsins og efla íþróttastarf almennt í sveitarfélaginu.
Arnrún Halla Arnórsdóttir vék af fundi eftir þennan lið.

2.Beiðni um hjólabrettagarð

Málsnúmer 1508168Vakta málsnúmer

Lögð var fram tillaga um hjólabrettagarð á svæði sunnan við íþróttahúsið á Sauðárkróki. Áætlaður kostnaður við framvkæmdina eru 6 milljónir króna. Á fjárhagsáætlun þessa árs var gert ráð fyrir þeim fjármunum. Haft hefur verið samráð við þá aðila sem sendu inn ósk um slíkan hjólabrettagarð um útfærslu garðsins. Félags- og tómstundanefnd fagnar því að framkvæmdin skuli vera í augsýn og samþykkir málið fyrir sitt leyti. Erindinu vísað til byggðarráðs og jafnframt er óskað eftir umsögn fræðslunefndar sveitarfélagsins og skólaráðs Árskóla.

3.Jólahlaðborð Rotaryklúbbs Sauðárkróks 2017

Málsnúmer 1711048Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Rótarýklúbbi Sauðárkróks um afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna árlegs jólahlaðborðs klúbbsins sem að þessu sinni verður haldið 2. desember n.k.. Nefndin samþykkir að klúbburinn fái endurgjaldslaus afnot af húsinu vegna þessa.

4.Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki 2018

Málsnúmer 1710012Vakta málsnúmer

Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti fyrirhugað Landsmót UMFÍ, sem haldið verður í Sveitarfélaginu Skagafirði, í júlí 2018. Landsmótið er með breyttu sniði þar sem 50 landsmótið verður sameinað hefðbundnu landsmóti. Málið verður áfram til kynningar innan nefndarinnar eftir því sem skipulagningu þess vindur fram. Samhliða verður meistaramót FRÍ (Frjálsíþróttasamband Íslands) haldið í sveitarfélaginu.

5.Beiðni um hoppubelg við sundlaug Sauðárkróks

Málsnúmer 1706236Vakta málsnúmer

Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála kynnti beiðni sem send hefur verið sveitarfélaginu um hoppubelg sunnan sundlaugarinnar á Sauðárkróki, líkt og gert hefur verið á Hofsósi og í Varmahlíð. Nefndin samþykkir að kanna málið með jákvæðum huga og óskar eftir að það verði skoðað í tengslum við fjárhagsáætlun næsta árs.

6.Reglur um úthlutun úr afrekssjóði DRÖG

Málsnúmer 1607127Vakta málsnúmer

Rætt um reglur um úthlutun úr afrekssjóði sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir að reglurnar verði endurskoðaðar og lagðar aftur fyrir nefndina.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi eftir þennan lið.

7.Öldungaráð

Málsnúmer 1709133Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt fyrir starfsemi Öldungaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fyrir liggja ábendingar frá Félagi eldri borgara í Skagafirði. Nefndin fellst á ábendingu félagsins um 3. grein en ekki 4. grein. Nefndin samþykkir samþykktina með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs.

8.Umsagnarbeiðni um sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir Norðurland vestra

Málsnúmer 1709149Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá byggðarráði þar sem óskað er eftir umsögn um drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra. Nefndin gerir engar athugasemdir við drögin.Vísað til byggðarráðs.

9.Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi

Málsnúmer 1710128Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi. Um er að ræða tvær konur sem vilja starfrækja daggæslu í heimahúsi (sjá næsta málslið) með plássi fyrir samanlagt 8 börn. Öll gögn fyrirliggjandi samkvæmt reglugerð. Samþykkt að veita Margréti Evu Ásgeirsdóttur, Laugatúni 15, bráðabirgðaleyfi fyrir fjórum börnum til eins árs.
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, sat fundinn undir þessum lið.

10.Umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi

Málsnúmer 1710154Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi. Um er að ræða tvær konur sem vilja starfrækja daggæslu í heimahúsi (sjá fyrri málslið) með plássi fyrir samanlagt 8 börn. Öll gögn fyrirliggjandi samkvæmt reglugerð. Samþykkt að veita Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur, bráðabirgðaleyfi fyrir fjórum börnum til eins árs að Laugatúni 15 í samstarfi við Margréti Evu Ásgeirsdóttur.

11.Trúnaðarbók félagsmál 2017

Málsnúmer 1701341Vakta málsnúmer

Samþykktar voru fjórar umsóknir um fjárhagsaðstoð og ein umsókn um undanþágu frá reglum um búsetuskilyrði, skv. reglum um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Skagafirði. Sjá trúnaðarbók. Nefndin óskar eftir því að á næsta fundi hennar verði lagður fram listi yfir styrki sem veittir hafa verið á árinu 2017, greint niður á kennitölur.
Hrafnhildur Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, sat fundinn undir liðum 9-11.

Fundi slitið - kl. 12:30.