Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. ágúst 2017 frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga þar sem boðað er til aukaaðalfundar þann 7. september 2017 á Siglufirði. Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Fyrir nokkrum árum voru sett á fót samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem Sveitarfélagið Skagafjörður gerðist aðili að með fjögur hundruð þúsund króna greiðslu á ári. Þegar upp var staðið voru það hinsvegar tiltölulega fá sveitarfélög sem gerðust aðilar að samtökunum og með ólíka hagsmuni. Ekki verður séð að á vegum og vetvangi samtakanna hafi verið unnið starf sem hafi haft sérstaka þýðingu fyrir hagsmuni Skagafjarðar og réttlæti háar greiðslur til reksturs þeirra. Þá hefur sveitarfélagið ekki komið að stjórn þeirra eða stefnumörkun á þeim vetvangi hingað til. Boðað hefur verið til aukaaðalfundar samtakanna þann 7. september nk. þar sem samkvæmt fundarboði „verða teknar fyrir breytingar á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo "lagareldissveitarfélög" geti gengið formlega í samtökin.“ Ekki verður séð að það muni skerpa á starfi samtakanna og upprunalegum tilgangi að útvíkka enn frekar hlutverk þeirra og fara mögulega að beita þeim í hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Mörg sveitarfélög, eins og Skagafjörður eiga meiri hagsmuni af því að vernda villta stofna í veiðiám sem margir bændur hafa mikilvægar tekjur af. Þeir hagsmunir gætu verið í hættu ef ekki verður nægjanlega varlega farið í vali á leiðum í uppbyggingu frekara fiskeldis við strendur landsins. Það felur í sér takmarkaðan ávinning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að eiga aðild að og verja fjármunum til reksturs þessara samtaka. Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Fyrir nokkrum árum voru sett á fót samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem Sveitarfélagið Skagafjörður gerðist aðili að með fjögur hundruð þúsund króna greiðslu á ári. Þegar upp var staðið voru það hinsvegar tiltölulega fá sveitarfélög sem gerðust aðilar að samtökunum og með ólíka hagsmuni. Ekki verður séð að á vegum og vetvangi samtakanna hafi verið unnið starf sem hafi haft sérstaka þýðingu fyrir hagsmuni Skagafjarðar og réttlæti háar greiðslur til reksturs þeirra. Þá hefur sveitarfélagið ekki komið að stjórn þeirra eða stefnumörkun á þeim vetvangi hingað til.
Boðað hefur verið til aukaaðalfundar samtakanna þann 7. september nk. þar sem samkvæmt fundarboði „verða teknar fyrir breytingar á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo "lagareldissveitarfélög" geti gengið formlega í samtökin.“
Ekki verður séð að það muni skerpa á starfi samtakanna og upprunalegum tilgangi að útvíkka enn frekar hlutverk þeirra og fara mögulega að beita þeim í hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Mörg sveitarfélög, eins og Skagafjörður eiga meiri hagsmuni af því að vernda villta stofna í veiðiám sem margir bændur hafa mikilvægar tekjur af. Þeir hagsmunir gætu verið í hættu ef ekki verður nægjanlega varlega farið í vali á leiðum í uppbyggingu frekara fiskeldis við strendur landsins.
Það felur í sér takmarkaðan ávinning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að eiga aðild að og verja fjármunum til reksturs þessara samtaka.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum