Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

791. fundur 24. ágúst 2017 kl. 09:00 - 10:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.SSNV - haustþing 2017

Málsnúmer 1708054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 11. ágúst 2017 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi tilnefningu fulltrúa á haustþing samtakanna. Sveitarfélagið Skagafjörður á 11 fulltrúa af 29. Tilkynningu um kjörna þingfulltrúa, aðal- og varamenn skal skila til SSNV fyrir 1. september 2017.

2.Kostnaðarþátttaka sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins

Málsnúmer 1708109Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. ágúst 2017 varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins. Boðuð er sérstök hækkun á framlögum sveitarfélaga á árinu 2018 til þess að greiða upp í skuld sveitarfélaganna við sambandið vegna þessa verkefnis.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirætlanir sambandsins.

3.Aukaaðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1708110Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. ágúst 2017 frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga þar sem boðað er til aukaaðalfundar þann 7. september 2017 á Siglufirði.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Bjarni Jónsson óskar bókað: "Fyrir nokkrum árum voru sett á fót samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem Sveitarfélagið Skagafjörður gerðist aðili að með fjögur hundruð þúsund króna greiðslu á ári. Þegar upp var staðið voru það hinsvegar tiltölulega fá sveitarfélög sem gerðust aðilar að samtökunum og með ólíka hagsmuni. Ekki verður séð að á vegum og vetvangi samtakanna hafi verið unnið starf sem hafi haft sérstaka þýðingu fyrir hagsmuni Skagafjarðar og réttlæti háar greiðslur til reksturs þeirra. Þá hefur sveitarfélagið ekki komið að stjórn þeirra eða stefnumörkun á þeim vetvangi hingað til.
Boðað hefur verið til aukaaðalfundar samtakanna þann 7. september nk. þar sem samkvæmt fundarboði „verða teknar fyrir breytingar á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo "lagareldissveitarfélög" geti gengið formlega í samtökin.“
Ekki verður séð að það muni skerpa á starfi samtakanna og upprunalegum tilgangi að útvíkka enn frekar hlutverk þeirra og fara mögulega að beita þeim í hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Mörg sveitarfélög, eins og Skagafjörður eiga meiri hagsmuni af því að vernda villta stofna í veiðiám sem margir bændur hafa mikilvægar tekjur af. Þeir hagsmunir gætu verið í hættu ef ekki verður nægjanlega varlega farið í vali á leiðum í uppbyggingu frekara fiskeldis við strendur landsins.
Það felur í sér takmarkaðan ávinning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að eiga aðild að og verja fjármunum til reksturs þessara samtaka.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum

4.Skólaakstur skólaárið 2017/2018 - út-Blönduhlíð

Málsnúmer 1708096Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Akrahreppi, dagsett 17. ágúst 2017 varðandi skólaakstur á þeirri leið sem skólabílar beggja sveitarfélaganna hafa farið um á sama tíma undanfarin ár. Óskað er eftir samstarfi og samnýtingu á bíl á þessari leið skólaárið 2017/2018.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti og vísar því til samstarfsnefndar með Akrahreppi til afgreiðslu og frekari útfærslu.

5.Námsgögn fyrir grunnskólanemendur í Skagafirði

Málsnúmer 1708112Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að veita öllum grunnskólabörnum sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu ókeypis námsgögn á skólaárinu 2017/2018. Reiknað er með að kostnaður á nemanda verði allt að 6.000 kr. og heildarkostnaður nemi um 3,2 milljónum króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa útfærslu verkefnisins til fræðslunefndar.

6.Öryggisráð

Málsnúmer 1605122Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að öryggisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt drögum að hlutverki, ábyrgð og markmiði öryggisráðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Aðalgata 10a - Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1707134Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1707169 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 18. júlí 2017, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um leyfi til að reka gististað, Puffin Palace í flokki II að Aðalgötu 10a, 550 Sauðárkróki. Umsækjandi er Prófasturinn-Gistiheimili ehf., 430517-1390.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

8.Fundagerðir 2017 - Samtök sjávarútvegs sveitarfélaga

Málsnúmer 1701006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15. ágúst 2017.

9.Rekstrarupplýsingar 2017

Málsnúmer 1704092Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-júní 2017.

Fundi slitið - kl. 10:20.