Fara í efni

Landbúnaðarnefnd - 193

Málsnúmer 1709003F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 358. fundur - 06.09.2017

Fundargerð 193. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 358. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 193 Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur til samræmdra aðgerða hagsmunaaðila til að taka á þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi er í sauðfjárrækt á Íslandi nú þegar allt að þriðjungslækkun afurðaverðs blasir við sauðfjárbændum.

    Skagafjörður er eitt öflugasta landbúnaðarhérað landsins og fyrir utan fjölmörg bein störf í héraðinu við landbúnað, þá skapar framleiðslan einnig mörg störf í úrvinnslu landbúnaðarafurða, þjónustu við landbúnað sem og við rannsóknir, þróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu.

    Ef verðlækkanir til bænda á sauðfjárafurðum verða að veruleika eru allar forsendur fyrir rekstri sauðfjárbúa brostnar og ljóst að margir sauðfjárbændur munu þurfa að bregða búi. Afleiðingarnar eru jafnframt þær að mun fleiri afleidd störf munu fylgja með þar sem margir byggja afkomu sína af vinnu við afurðarstöðvar, matvælarannsóknir og ýmis konar þjónustu við bændur. Að óbreyttu blasir því við hrun í greininni, fjöldagjaldþrot bænda og stórfelld byggðaröskun með tilheyrandi samfélagslegum áhrifum fyrir hinar dreifðu byggðir landsins.

    Boðaðar aðgerðir landbúnaðarráðherra leysa því miður ekki vanda sauðfjárbænda nema að litlu leyti og ljóst er að verið er að velta vandanum yfir til næstu ára. Nauðsynlegt er að taka á birgðavandanum sem komið hefur til vegna lokana erlendra markaða, m.a. vegna viðskiptabanns á Rússland, vegna Úkraínudeilunnar, sterks gengis krónunnar og tæknilegra hindrana á útflutningi.

    Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Ríkisstjórn Íslands og sláturleyfishafa að koma til móts við hugmyndir Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands og sammælast um raunhæfar aðgerðir sem taka heildstætt á vanda greinarinnar og koma þannig í veg fyrir að ein af grunnstoðum byggðar í landinu bresti með tilheyrandi afleiðingum.
    Bókun fundar Gunnsteinn Björnsson gerði það tillögu sinni að sveitarstjórn taki undir ályktun landbúnaðarnefndar, svohljóðandi.

    "Sveitarstjónn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur til samræmdra aðgerða hagsmunaaðila til að taka á þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi er í sauðfjárrækt á Íslandi nú þegar allt að þriðjungslækkun afurðaverðs blasir við sauðfjárbændum.

    Skagafjörður er eitt öflugasta landbúnaðarhérað landsins og fyrir utan fjölmörg bein störf í héraðinu við landbúnað, þá skapar framleiðslan einnig mörg störf í úrvinnslu landbúnaðarafurða, þjónustu við landbúnað sem og við rannsóknir, þróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu.

    Ef verðlækkanir til bænda á sauðfjárafurðum verða að veruleika eru allar forsendur fyrir rekstri sauðfjárbúa brostnar og ljóst að margir sauðfjárbændur munu þurfa að bregða búi. Afleiðingarnar eru jafnframt þær að mun fleiri afleidd störf munu fylgja með þar sem margir byggja afkomu sína af vinnu við afurðarstöðvar, matvælarannsóknir og ýmis konar þjónustu við bændur. Að óbreyttu blasir því við hrun í greininni, fjöldagjaldþrot bænda og stórfelld byggðaröskun með tilheyrandi samfélagslegum áhrifum fyrir hinar dreifðu byggðir landsins.

    Boðaðar aðgerðir landbúnaðarráðherra leysa því miður ekki vanda sauðfjárbænda nema að litlu leyti og ljóst er að verið er að velta vandanum yfir til næstu ára. Nauðsynlegt er að taka á birgðavandanum sem komið hefur til vegna lokana erlendra markaða, m.a. vegna viðskiptabanns á Rússland, vegna Úkraínudeilunnar, sterks gengis krónunnar og tæknilegra hindrana á útflutningi.

    Sveitarsjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Ríkisstjórn Íslands og sláturleyfishafa að koma til móts við hugmyndir Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands og sammælast um raunhæfar aðgerðir sem taka heildstætt á vanda greinarinnar og koma þannig í veg fyrir að ein af grunnstoðum byggðar í landinu bresti með tilheyrandi afleiðingum.

    Tillaga um að sveitarstjórn gerir bókun landbúnaðarnefndar að sinni borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 193. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.