Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 791
Málsnúmer 1708014FVakta málsnúmer
Fundargerð 791. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 358. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 791 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 11. ágúst 2017 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi tilnefningu fulltrúa á haustþing samtakanna. Sveitarfélagið Skagafjörður á 11 fulltrúa af 29. Tilkynningu um kjörna þingfulltrúa, aðal- og varamenn skal skila til SSNV fyrir 1. september 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 791. fundar byggðarráðs staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 791 Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. ágúst 2017 varðandi kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna kjaramálavinnu sambandsins. Boðuð er sérstök hækkun á framlögum sveitarfélaga á árinu 2018 til þess að greiða upp í skuld sveitarfélaganna við sambandið vegna þessa verkefnis.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirætlanir sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 791. fundar byggðarráðs staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum -
Byggðarráð Skagafjarðar - 791 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. ágúst 2017 frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga þar sem boðað er til aukaaðalfundar þann 7. september 2017 á Siglufirði.
Byggðarráð samþykkir að Stefán Vagn Stefánsson sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Fyrir nokkrum árum voru sett á fót samtök sjávarútvegssveitarfélaga sem Sveitarfélagið Skagafjörður gerðist aðili að með fjögur hundruð þúsund króna greiðslu á ári. Þegar upp var staðið voru það hinsvegar tiltölulega fá sveitarfélög sem gerðust aðilar að samtökunum og með ólíka hagsmuni. Ekki verður séð að á vegum og vetvangi samtakanna hafi verið unnið starf sem hafi haft sérstaka þýðingu fyrir hagsmuni Skagafjarðar og réttlæti háar greiðslur til reksturs þeirra. Þá hefur sveitarfélagið ekki komið að stjórn þeirra eða stefnumörkun á þeim vetvangi hingað til.
Boðað hefur verið til aukaaðalfundar samtakanna þann 7. september nk. þar sem samkvæmt fundarboði „verða teknar fyrir breytingar á samþykktum samtakanna þar sem hlutverk samtakanna verður útvíkkað svo "lagareldissveitarfélög" geti gengið formlega í samtökin.“
Ekki verður séð að það muni skerpa á starfi samtakanna og upprunalegum tilgangi að útvíkka enn frekar hlutverk þeirra og fara mögulega að beita þeim í hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi á frjóum norskum laxi. Mörg sveitarfélög, eins og Skagafjörður eiga meiri hagsmuni af því að vernda villta stofna í veiðiám sem margir bændur hafa mikilvægar tekjur af. Þeir hagsmunir gætu verið í hættu ef ekki verður nægjanlega varlega farið í vali á leiðum í uppbyggingu frekara fiskeldis við strendur landsins.
Það felur í sér takmarkaðan ávinning fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að eiga aðild að og verja fjármunum til reksturs þessara samtaka.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum
Bókun fundar Afgreiðsla 791. fundar byggðarráðs staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum -
Byggðarráð Skagafjarðar - 791 Lagt fram bréf frá Akrahreppi, dagsett 17. ágúst 2017 varðandi skólaakstur á þeirri leið sem skólabílar beggja sveitarfélaganna hafa farið um á sama tíma undanfarin ár. Óskað er eftir samstarfi og samnýtingu á bíl á þessari leið skólaárið 2017/2018.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti og vísar því til samstarfsnefndar með Akrahreppi til afgreiðslu og frekari útfærslu. Bókun fundar Afgreiðsla 791. fundar byggðarráðs staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum -
Byggðarráð Skagafjarðar - 791 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að veita öllum grunnskólabörnum sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu ókeypis námsgögn á skólaárinu 2017/2018. Reiknað er með að kostnaður á nemanda verði allt að 6.000 kr. og heildarkostnaður nemi um 3,2 milljónum króna.
Byggðarráð samþykkir að vísa útfærslu verkefnisins til fræðslunefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 791. fundar byggðarráðs staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum -
Byggðarráð Skagafjarðar - 791 Lögð fram til kynningar drög að öryggisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt drögum að hlutverki, ábyrgð og markmiði öryggisráðs.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 7 - Öryggisráð.
Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 791 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1707169 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, dagsettur 18. júlí 2017, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um leyfi til að reka gististað, Puffin Palace í flokki II að Aðalgötu 10a, 550 Sauðárkróki. Umsækjandi er Prófasturinn-Gistiheimili ehf., 430517-1390.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 791. fundar byggðarráðs staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum -
Byggðarráð Skagafjarðar - 791 Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15. ágúst 2017. Bókun fundar Fundargerð 35. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 15. ágúst 2017 lögð fram til kynningar á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 791 Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-júní 2017. Bókun fundar Upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar-júní 2017 lagðar fram til kynningar á 358. fundi sveitarstjórnar 6.september 2017.
2.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 48
Málsnúmer 1707008FVakta málsnúmer
Fundargerð 48. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 358. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 48 Í apríl 2017 var auglýst eftir varðveisluhúsnæði fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga. Þrír aðilar svöruðu auglýsingunni en eftir skoðun á þeim kostum er ljóst að enginn þeirra hentar þörfum safnsins án verulegs tilkostnaðar og því mælir atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ekki með neinum þeirra kosta. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar þeim sem svöruðu auglýsingunni og veittu aðstoð við skoðun á húsnæðum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 48 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur skoðað kosti iðnaðarhúsnæðis sem fyrirhugað er að byggja við Borgarflöt 17-19 á Sauðárkróki og telur það besta kostinn sem bráðabirgðarhúsnæði fyrir muni Byggðasafns Skagfirðinga uns fullbúið varðveisluhúsnæði verður tekið í notkun. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mælir með því við byggðarráð að gengið verði til samninga um kaup á fullnægjandi rými að Borgarflöt 17-19. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 48 Lögð fram til kynningar gögn er lúta að endurbótum á Aðalgötu 21. Bókun fundar Afgreiðsla 48. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til kynningar á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017.
3.Landbúnaðarnefnd - 193
Málsnúmer 1709003FVakta málsnúmer
Fundargerð 193. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 358. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 193 Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur til samræmdra aðgerða hagsmunaaðila til að taka á þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi er í sauðfjárrækt á Íslandi nú þegar allt að þriðjungslækkun afurðaverðs blasir við sauðfjárbændum.
Skagafjörður er eitt öflugasta landbúnaðarhérað landsins og fyrir utan fjölmörg bein störf í héraðinu við landbúnað, þá skapar framleiðslan einnig mörg störf í úrvinnslu landbúnaðarafurða, þjónustu við landbúnað sem og við rannsóknir, þróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu.
Ef verðlækkanir til bænda á sauðfjárafurðum verða að veruleika eru allar forsendur fyrir rekstri sauðfjárbúa brostnar og ljóst að margir sauðfjárbændur munu þurfa að bregða búi. Afleiðingarnar eru jafnframt þær að mun fleiri afleidd störf munu fylgja með þar sem margir byggja afkomu sína af vinnu við afurðarstöðvar, matvælarannsóknir og ýmis konar þjónustu við bændur. Að óbreyttu blasir því við hrun í greininni, fjöldagjaldþrot bænda og stórfelld byggðaröskun með tilheyrandi samfélagslegum áhrifum fyrir hinar dreifðu byggðir landsins.
Boðaðar aðgerðir landbúnaðarráðherra leysa því miður ekki vanda sauðfjárbænda nema að litlu leyti og ljóst er að verið er að velta vandanum yfir til næstu ára. Nauðsynlegt er að taka á birgðavandanum sem komið hefur til vegna lokana erlendra markaða, m.a. vegna viðskiptabanns á Rússland, vegna Úkraínudeilunnar, sterks gengis krónunnar og tæknilegra hindrana á útflutningi.
Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Ríkisstjórn Íslands og sláturleyfishafa að koma til móts við hugmyndir Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands og sammælast um raunhæfar aðgerðir sem taka heildstætt á vanda greinarinnar og koma þannig í veg fyrir að ein af grunnstoðum byggðar í landinu bresti með tilheyrandi afleiðingum.
Bókun fundar Gunnsteinn Björnsson gerði það tillögu sinni að sveitarstjórn taki undir ályktun landbúnaðarnefndar, svohljóðandi.
"Sveitarstjónn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hvetur til samræmdra aðgerða hagsmunaaðila til að taka á þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi er í sauðfjárrækt á Íslandi nú þegar allt að þriðjungslækkun afurðaverðs blasir við sauðfjárbændum.
Skagafjörður er eitt öflugasta landbúnaðarhérað landsins og fyrir utan fjölmörg bein störf í héraðinu við landbúnað, þá skapar framleiðslan einnig mörg störf í úrvinnslu landbúnaðarafurða, þjónustu við landbúnað sem og við rannsóknir, þróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu.
Ef verðlækkanir til bænda á sauðfjárafurðum verða að veruleika eru allar forsendur fyrir rekstri sauðfjárbúa brostnar og ljóst að margir sauðfjárbændur munu þurfa að bregða búi. Afleiðingarnar eru jafnframt þær að mun fleiri afleidd störf munu fylgja með þar sem margir byggja afkomu sína af vinnu við afurðarstöðvar, matvælarannsóknir og ýmis konar þjónustu við bændur. Að óbreyttu blasir því við hrun í greininni, fjöldagjaldþrot bænda og stórfelld byggðaröskun með tilheyrandi samfélagslegum áhrifum fyrir hinar dreifðu byggðir landsins.
Boðaðar aðgerðir landbúnaðarráðherra leysa því miður ekki vanda sauðfjárbænda nema að litlu leyti og ljóst er að verið er að velta vandanum yfir til næstu ára. Nauðsynlegt er að taka á birgðavandanum sem komið hefur til vegna lokana erlendra markaða, m.a. vegna viðskiptabanns á Rússland, vegna Úkraínudeilunnar, sterks gengis krónunnar og tæknilegra hindrana á útflutningi.
Sveitarsjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Ríkisstjórn Íslands og sláturleyfishafa að koma til móts við hugmyndir Landssamtaka sauðfjárbænda og Bændasamtaka Íslands og sammælast um raunhæfar aðgerðir sem taka heildstætt á vanda greinarinnar og koma þannig í veg fyrir að ein af grunnstoðum byggðar í landinu bresti með tilheyrandi afleiðingum.
Tillaga um að sveitarstjórn gerir bókun landbúnaðarnefndar að sinni borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 193. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
4.Skipulags- og byggingarnefnd - 308
Málsnúmer 1706022FVakta málsnúmer
Fundargerð 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 358. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Andrés Geir Magnússon kt 250572-4849 fh, Litla grís ehf., kt. 660398-3179 sækir um heimild til að stofna 2,95 ha. landsspildu úr landi jarðarinnar Helluland land landnúmer 202496. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Birni M. Árnasyni. Númer uppdráttar S01, verknúmer 740702 útgáfudagur 19. júní 2017. Engin fasteign er á umræddri spildu. Óskað er eftir að hið nýstofnaða land fái heitið Langaborg. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Kanon arkitektar Birkir Einarsson landslagsarkitekt kt. 290163-4129 leggur fram fh. lóðarhafa lóðarinnar tillögu að framtíðaruppbyggingu lóðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingarmagni allt að 200 ferm. í fjórum smáhýsum og einni 60 ferm. aðstöðubyggingu. Framlagðir afstöðu- og skýringaruppdrættir eru gerðir hjá Kanon arkitektum. Verknúmer 16-29 uppdráttanúmer 16-29-75420, 16-29-75421 og 16-29-75422. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomna skipulagstillögu. Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Anna Hulda Hjaltadóttir kt. 240871-5489 og Sigurður Hólmar Kristjánsson kt.150272-5139 Bárustíg 12 sækja um heimild Skipulags- og byggingarnefndar til að gera nýja innkeyrslu á lóðina. Um er að ræða 3 m breiða innkeyrslu samsíða suðvestur lóðarmörkum hússins. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna í Bárustíg 10. Erindið samþykkt. Skilyrt er að verkið vinnist í samráði við framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Valur Jóhann Stefnisson kt. 270159-3629, Jóhannes Þ Guðmundsson kt. 200549-4229 og Leifur Þ. Aðalsteinsson kt.310160-2539 óska eftir, fh. Melhorns ehf. kt 710117-1280, staðfsetingu Skipulags- og byggingarnefndar á landamerkjum Mels landnúmer 145987 eins og þau eru sýnd á hnitsettri afstöðumynd sem gerð er á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S01 verknúmer 777702, dagsetning uppdráttar 18. maí 2017. Erindinu fylgir skirfleg yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða um að landamerkin, eins og þau eru sýnd á ofangreindum uppdrætti séu ágreiningslaus. Erindið samþykkt.
Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Sigrún Hrönn Pálmadóttir kt. 160165-4139 sækir um heimild Skipulags- og byggingarnefndar til að skipta séreign að Aðalgötu 9 neðri hæð í tvo eignarhluta. Fastanúmer séreignarinnar er 231-1115. Fyrir liggur skriflegt samþykki eiganda efri hæðar, Gunnars Péturs Péturssonar kt. 030547-4469. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Sigríður Ólafsdóttir arkitekt kt. 071070-5069 sækir, fh. Í Fljótum ehf, kt. 620915-3030 um heimild Skipulags- og byggingarnefndar til breyta gamla skólahúsinu að Sólgörðum í gistiheimili í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti. Landnúmer lóðarinnar er 207636 og fastanúmer eignarinnar 214-3857. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun.
Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Viktor Guðmundsson kt. 100473-3729 og Ragna F. Gunnarsdóttir kt. 100877-5039 sækja um tímabundið leyfi til að gera íbúð í hluta bílgeymslu að Víðihlíð 13. Í umsókn kemur fram að íbúðin yrði 24 ferm. og að í íbúðinni yrði 3,25 ferm baðherbergi. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Rýmið getur ekki uppfyllt kröfur reglugerðar um íbúð. Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
- 4.8 1707114 Húnavatnshreppur - tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022, umsögnSkipulags- og byggingarnefnd - 308 Fyrir liggur umsagnarbeiðni Húnavatnshrepps vegna breytinga á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps. 2010-20226. Breyting felur í sér fjölgun á efnistökustöðum í hreppnum, nýtt verslunar og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum og nýtt athafnasvæðis á Húnavöllum. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinar breytingatillögur á aðalskipulagi Húnavatnshrepps. Skipulags- og byggignarnefnd bendir á að Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur einnig að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 og að Verkefnis- og matslýsing hefur verið send út til kynningar.
Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Ásta Birna Jónsdóttir kt. 310573-5909, eigandi jarðarinnar Fagragerði landnr. 178658, sækir um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir vélageymslu á jörðini, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Númer uppdráttar er S-101, dagsettur 18. maí 2017. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands, vestra dagsett 26. júlí sl., sem ekki fellst á byggingu á fyrirhuguðum stað sökum þess að hann er á gamla bæjarhól Fagraness. Af þeim sökum hafnar Skipulags- og byggingarnefnd erindinu. Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Ásta Birna Jónsdóttir kt. 310573-5909, eigandi jarðarinnar Fagragerði landnr. 178658, sækir um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir vélageymslu á jörðini, samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Númer uppdráttar er S-102, dagsettur 25. júlí 2017. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands, vestra dagsett 27. júlí sl.,sem ekki gerir athugasemd við byggingarreitinn. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið. Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar. Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Böðvar Fjölnir Sigurðsson og Elenóra Bára Birkisdóttir þinglýstir eigendur Brúnastaða í Tungusveit, landnr. 146157, óska eftir heimild til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, Brúnastaði 2, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 27. júlí 2017. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7776-02.Íbúðarhús með fastanúmer 214-0968, merking 02 0101 mun tilheyra hinni nýstofnuðu lóð.
Jafnframt er sótt um heimild til að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Brúnastöðum. landnr. 146157. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 308. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 7. júní 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Í deiliskipulagstillögunni er m.a gert ráð fyrir byggingu skíðaskála, skíðalyftu og möguleikum á lyftu og skíðabraut í vestuhlíðum Ytridals.Tillagan lá frammi til kynningar frá og með miðvikudegi 14. júní 2017 til og með 26. júli 2017.
Athugasemdi barst frá Agnari Búa Agnarssyni á Heiði varðandi örnefni, aðrar athugasemdir eða ábendingar við deiliskipulagstillöguna bárust ekki. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipuldgstillöguna óbreytta. Viggó Jónsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 8 Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017. Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 49. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar 49. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 50. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.
Bókun fundar 50. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 51. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar 51. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 308 52. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar 52. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017.
5.Umhverfis- og samgöngunefnd - 130
Málsnúmer 1708011FVakta málsnúmer
Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 358. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Viggó Jónsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Lögð var fyrir fundinn umsagnarbeiðni frá Vegagerðinni vegna niðurlagningu vita. Beiðninni er beint til Hafnasambands sem síðan sendi beiðnina á aðildahafnir sínar.
Í erindinu eru tillögur samráðshóps um vitamál um að leggja niður og afskrá 7 vita.
Straumnesviti nyrðri er einn vitanna sem lagt er til að lagðir verða niður. Í erindinu segir að í dag séu engar siglingar á þessu svæði og vitinn því talinn óþarfur.
Nefndin er ósátt við tillöguna um að leggja niður vitann og óskar eftir frekari upplýsingum um hvað það felur í sér að leggja hann niður og ef af því verður hvernig verður skilið við vitann og umhverfi hans.
Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Lagt var fyrir fundinn erindi frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og aðgerðarhópi í loftslagsmálum. Erindinu er beint til Hafnasambands sem síðan sendi beiðnina á aðildahafnir sínar. Erindið er áskorun til fulltrúa aðildarríkja hjá alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO), að grípa nú þegar til markvissra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna siglinga, einkum í norðurhöfum. Aðgerðirnar fela m.a. í sér að banna notkun svartolíu sem eldsneytis á skip innan norðurslóða og að skilgreina svæðið norðan 60. breiddargráðu sem ECA svæði (Emission Controlled Area).
Nefndin tekur jákvætt í áskorunina en frestar afgreiðslu þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti varðandi stækkun friðlands í Þjórsárverum ásamt drögum að auglýsingu þar að lútandi.
Tillagan er send að nýju til viðkomandi sveitarfélaga til umsagnar en vakin er athygli á að ný náttúruverndarlög, nr. 60/2013, tóku gildi 15. nóvember 2015. Í ljósi þess hafa breytingar verið gerðar á texta auglýsingarinnar hvað varðar tilvísanir til laga auk þess sem lagt er til að nýtt ákvæði bætist við er fjallar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar í samræmi við ákvæði nýju laganna. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi friðlýsingarskilmála er þrír mánuðir frá dagsetningu þessa bréfs. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um friðlýsingu svæðisins að teknu tilliti til framkominna athugasemda. Umhverfisráðherra hefur í samræmi við Náttúruverndaráætlun 2009-2013, þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Málið lagt fram, umsögn þarf að berast til ráðuneytis fyrir 3.október n.k. Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Rædd var möguleg staðsetning á afgirtu hundasvæði á Sauðárkróki.
Sviðstjóra falið að ræða tillögur að staðsetningu hundasvæðis við Borgargerði á Sauðárkróki við hagsmunaaðila. Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 130 Lagt var fram til kynningar bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneyti til SSNV vegna samgönguáætlunar ásamt drögum að samantekt á áherslun sveitarfélaga á norðurlandi vestra í samgöngumálum.
Í erindinu frá ráðuneytinu er því beint til landshlutasamtaka að huga að ályktunum sínum og framtíðarsýn í samgöngumálum, jafnframt því að fara yfir verkefni sem eru á áætlun og horfa til forgangsröðunar framkvæmda innan sinna starfssvæða.
SSNV hefur unnið að samantekt fyrir norðurland vestra og mun senda ráðuneytinu ábendingar og athugasemdir fyrir 31. ágúst nk. Bókun fundar Fundargerð 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar Afgreiðsla 130. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum
6.Veitunefnd - 40
Málsnúmer 1706016FVakta málsnúmer
Fundargerð 40. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 358. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 40 Guðni Axelsson, eðlisfræðingur hjá ÍSOR, kynnti nefndarmönnum helstu verkefni ÍSOR fyrir Skagafjarðarveitur. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar veitunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
-
Veitunefnd - 40 Guðni Axelsson, eðlisfræðingur hjá ÍSOR, kynnti frumdrög nýrrar skýrslu um afkastagetu jarðhitakerfisins í Hrolleifsdal. Skýrslan er byggð á prufudælingum borhola í Hrolleifsdal sem framkvæmdar voru 2014 og 2017.
Samkvæmt skýrslunni anna núverandi borholur ekki þeirri viðbót sem áætluð er 2018 og 2019.
Veitunefnd leggur áherslu á að skoðaðir verði þeir kostir sem til greina koma til að fullnægja áætlaðri vatnsþörf vegna framkvæmdaáætlunar.
Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar veitunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum. -
Veitunefnd - 40 Lagt var fram til kynningar erindi frá Hirti Inga Sigurðssyni og Sólveigu Olgu Sigurðardóttur varðandi möguleg not á gömlu dælustöðinni við Áshildarholtsvatn í sambandi við uppbyggingu á aðstöðu til fuglaskoðunar.
Sviðstjóra falið að afla frekari gagna vegna málsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar veitunefndar staðfest á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017 með níu atkvæðum.
7.Öryggisráð
Málsnúmer 1605122Vakta málsnúmer
Vísað frá 791. fundi byggðarráðs frá 24. ágúst 2017, til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram til kynningar drög að öryggisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt drögum að hlutverki, ábyrgð og markmiði öryggisráðs. Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð drög að öryggisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ásamt drögum að hlutverki, ábyrgð og markmiði öryggisráðsins, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Lögð fram til kynningar drög að öryggisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt drögum að hlutverki, ábyrgð og markmiði öryggisráðs. Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlögð drög að öryggisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ásamt drögum að hlutverki, ábyrgð og markmiði öryggisráðsins, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
8.Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017
Málsnúmer 1609042Vakta málsnúmer
Visað frá 308. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. ágúst 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 7. júní 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Í deiliskipulagstillögunni er m.a gert ráð fyrir byggingu skíðaskála, skíðalyftu og möguleikum á lyftu og skíðabraut í vestuhlíðum Ytridals. Tillagan lá frammi til kynningar frá og með miðvikudegi 14. júní 2017 til og með 26. júli 2017. Athugasemd barst frá Agnari Búa Agnarssyni á Heiði varðandi örnefni, aðrar athugasemdir eða ábendingar við deiliskipulagstillöguna bárust ekki.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipuldgstillöguna óbreytta."
Framlögð deiliskipulagstillaga borin upp til samþykktar og samþykkt óbreytt, með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 7. júní 2017 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í Tindastóli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Í deiliskipulagstillögunni er m.a gert ráð fyrir byggingu skíðaskála, skíðalyftu og möguleikum á lyftu og skíðabraut í vestuhlíðum Ytridals. Tillagan lá frammi til kynningar frá og með miðvikudegi 14. júní 2017 til og með 26. júli 2017. Athugasemd barst frá Agnari Búa Agnarssyni á Heiði varðandi örnefni, aðrar athugasemdir eða ábendingar við deiliskipulagstillöguna bárust ekki.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipuldgstillöguna óbreytta."
Framlögð deiliskipulagstillaga borin upp til samþykktar og samþykkt óbreytt, með átta atkvæðum. Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
9.Byggðarráð Skagafjarðar - 787
Málsnúmer 1706023FVakta málsnúmer
Fundargerð 787. fundar byggðarráðs frá 29. júní 2017 lögð fram til kynningar á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017
10.Byggðarráð Skagafjarðar - 788
Málsnúmer 1707003FVakta málsnúmer
Fundargerð 788. fundar byggðarráðs frá 6. júlí 2017 lögð fram til kynningar á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017
11.Byggðarráð Skagafjarðar - 789
Málsnúmer 1707006FVakta málsnúmer
Fundargerð 789. fundar byggðarráðs frá 17. júlí 2017 lögð fram til kynningar á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017
12.Byggðarráð Skagafjarðar - 790
Málsnúmer 1707010FVakta málsnúmer
Fundargerð 790. fundar byggðarráðs frá 24. júlí 2017 lögð fram til kynningar á 358. fundi sveitarstjórnar 6. september 2017
Fundi slitið - kl. 17:05.
Í upphafi fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum fundargerð landbúnaðarnefndar sem haldinn var fyrr í dag. Samþykkt samhljóða.