Byggðarráð Skagafjarðar - 794
Málsnúmer 1709011F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 359. fundur - 11.10.2017
Fundargerð 794. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir með leyfi forseta, Björg Baldursdóttir, Sigríður Svavarsdóttir með leyfi forseta, Ásta Björg Pálmadóttir, kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 13. september 2017 varðandi afskrift á fyrndu og óinnheimtanlegu útsvari að höfuðstólsupphæð 109.344 kr., samtals með vöxtum 191.355 krónur. Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreinda kröfu. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 14. september 2017 varðandi afskrift á fyrndu og óinnheimtanlegu útsvari að höfuðstólsupphæð 39.741 kr., samtals með vöxtum 69.813 krónur. Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreinda kröfu. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra SSNV, Birni Líndal, dagsettur 14.september 2017, þar sem segir að stjórn SSNV hafi falið honum að skoða möguleika á sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra þ.e. í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Óskað er eftir því að sveitarfélög landshlutans taki afstöðu til þess hvort þau séu fylgjandi því að til verði sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélögin og sé svo, veiti þau umsögn um meðfylgjandi drög að slíkri samþykkt fyrir lok október n.k.
Meðfylgjandi drög er byggð á reglugerð um lögreglusamþykktir, sjá: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1127-2007, meðfylgjandi drög taka einnig að auki á nokkrum atriðum s.s. þeim sem hafa fylgt fjölgun ferðamanna til landsins.
Byggðarráð óskar eftir umsögn frá félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og atvinnu- menningar og kynningarnefnd.
Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá Guðrúnu Sigurjónsdóttr, fjármála- og mannauðsstjóra Barnaverndarstofu, dagsettur 28.ágúst 2017, þar sem Barnaverndarstofa ítrekar ósk sína um að losna undan gildandi leigusamningi fyrir Háholt sem fyrst.
Þar sem ekki ligga fyrir endanleg svör frá velferðarráðherra og velferðarnefnd um lokun Háholts telur Byggðarráð ekki hægt að taka afstöðu til erindisins. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með drög að nýjum rekstrarsamningi við Skíðadeild Tindastóls með sama gildistíma og núverandi samningur. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagt fram minnisblað til sveitarfélaga í Húnavatnssýslum og Skagafirði vegna þjónustusamnings um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk, frá samráðshópi um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki meðfylgjandi þjónustusamning sem er til þriggja ára 2017-2019.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar staðfestir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samning, með gildistíma 1. janúar 2017 - 31. desember 2019, um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Á gildistíma samningsins tekur Sveitarfélagið Skagafjörður að sér, skv. umboði sex sveitarstjórna, að veita þá þjónustu sem samningurinn fjallar um sem og að taka þær ákvarðanir og setja þær reglur sem framkvæmd verkefnisins kallar á. Byggðarráð vísar samningnum til sveitarstjórnar til endanlegs samþykkis.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 11 "Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks á Norðurl. vestra". Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lögð fram fundargerð frá 30.ágúst 2017 vegna opnun tilboða í útboðsverkið "Gervigrasvöllur á Sauðárkróki - Jarðvinna, lagnir og uppsteypa". Tilboðin voru opnuð á skrifstofu Stoðar ehf verkfræðistofu, Aðalgötu 21, Sauðárkróki. Eitt tilboð barst frá Friðrik Jónssyni ehf að upphæð kr. 133.814.718, kostnaðaráætlun Stoð ehf verkfræðistofu er kr.108.524.550. Tilboðsfjárhæðin er 23.3% yfir kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Friðriks Jónssonar ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði dagsettur 15.september 2017 um að miðvikudaginn 8. nóvember n.k. verði haldið fyrsta árlega Húsnæðisþingið hér á landi. Húsnæðisþing er vettvangur þar sem lagður er grunnur að húsnæðisstefnu stjórnvalda og þar verður farið yfir stöðu húsnæðismála byggt á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Þá verða nýjustu rannsóknir á sviði húsnæðismála kynntar sem og mögulegar lausnir í húsnæðismálum. Á Húsnæðisþingi 2017 verður einnig farið sérstaklega yfir stöðu húsnæðissáttmála ríkisstjórnarinnar og eru sveitarfélög hvött til þess að taka daginn frá. ´
Byggðarráð hvetur þá sveitarstjórnarfulltrúa sem hafa tök á að mæta.
Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2017 sem haldin verður fimmtudaginn 5. október og föstudaginn 6. október á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn sæki ráðstefnuna.
Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Byggðarráð samþykkir að auglýsa til sölu fasteignina að Suðurbraut 7, Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 794 Lagt fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2016. Í ársskýrslunni má meðal annars finna ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar, auk ávarps forstjóra. Um mitt næsta ár kemur til framkvæmda ný evrópsk reglugerð um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Um er að ræða umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á persónuverndarlöggjöfinni í tvo áratugi, en löggjöfin verður innleidd hérlendis og mun ná til allrar vinnslu persónuupplýsinga á Íslandi. Hún mun því gilda um starfsemi hins opinbera, en einnig fyrir einkageirann og sveitarfélögin. Bókun fundar Afgreiðsla 794. fundar byggðarráðs staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með níu atkvæðum.