Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 246

Málsnúmer 1709014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 359. fundur - 11.10.2017

Fundargerð 246. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 359. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 246 Farið yfir rekstrarniðurstöður málaflokka 02 og 06 fyrstu átta mánuði ársins. Reksturinn er í jafnvægi. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 246 Lagðar fram ábendingar frá velferðarráðuneytinu vegna sérstaks húsnæðisstuðnings. Nefndin felur starfsmönnum að vinna tillögur að breyttum tekjuviðmiðum og hlutfalli sérstaks húsnæðisstuðnings af almennum húsnæðisbótum og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 246 Nefndin samþykkir leiðbeiningar um viðbrögð við ólöglegri/ósiðlegri hegðun í sundlaugum og öðrum íþróttamannvirkjum.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 12 "Leiðbeiningar um viðbrögð við ólöglegri eða ósiðlegri hegðun". Samþykkt samhljóða.
  • Félags- og tómstundanefnd - 246 Sveitarstjórnir Akrahrepps, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa gert með sér samning um sameiginlegt Þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk.
    Samningurinn lagður fram til kynningar auk fundargerða samráðshóps sveitarfélaganna sem unnið hefur að gerð samningsins dagsettar 30.8. og 8.9.2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 246 Lögð fram fundargerð Þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra, dagsett 19.09.2017 ásamt ársyfirliti 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 246 Stefna og viðbragðsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni er unnin í samræmi við reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
    Nefndin samþykkir stefnuna og viðbragðsáætlunina og vísar málinu til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • .7 1709133 Öldungaráð
    Félags- og tómstundanefnd - 246 Lögð fram drög að samþykkt fyrir öldungaráð fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Félags- og tómstundanefnd ákvað að senda drögin til umsagnar stjórnar Félags eldriborgara í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 246 Félags og tómstundanefnd samþykkir tillögu félagsmálastjóra að breyttu orðalagi 1. mgr. 11. gr. reglnanna, sbr. bókun nefndarinnar 18. maí 2017. 1. málsgrein 11. greininar hljóðar þá: "Foreldrar geta sótt um foreldragreiðslur ef þeim stendur hvorki til boða pláss hjá dagforeldrum né í leikskóla. Foreldragreiðslur eru greiddar eftir á, frá fyrstu mánaðamótum eftir að barn nær 9 mánaða aldri."
    Einnig er samþykkt að 2. gr. reglnanna verði breytt og ákvæði um ömmuleyfi og au-pair verði fjarlægt. 2. grein hljóðar þá svo: "Dagforeldri verður að hafa leyfi samkv. reglugerð nr. 907/2005."
    Samþykkt og vísað til Byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  • Félags- og tómstundanefnd - 246 Tekin fyrir 6 erindi, niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 359. fundi sveitarstjórnar 11. október 2017 með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.